Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör í Kópavogi

Það er fjör í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Einhverskonar nýr meirihluti í bæjarstjórn sendir fréttir á hverjum degi í Baugsmiðlana til að útlista fagrar dyggðir þess sem hér skrifar. Allt undir yfirskyni réttlætisins að sjálfsögðu, enda miðlarnir þeir hreinustu sem til er hvað varðar fjármál og skuldafrágang allan og er þar valinn maður í hverju rúmi.

Það er kannski von að gestir á þessu bloggi bíði eftir einhverjum útskýringum frá mér eftir stöðugan fréttaflutning um mitt illa innræti.  En það er auðvitað svo, eins og var í gamla daga, að vildu Kínverjar rakka niður Moskvuvaldið, þá skömmuðu þeir Albaníu. Auðvitað sjá menn í gegnum skothríðina á mig hvern drullan hæfir ef ég beygi mig. 

Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð í prófkjörum hér í Kópavogi en eftir er að sjá hvaða áhrif þetta hefur. Öll leðja loðir eitthvað við þann sem fyrir verður en samt verða þeir sem kasta venjulega eitthvað blakkir á höndunum þá þeir sýni hvíta hanska útá við og þykist hvergi nærri koma.

En prófkjörið fer fram á næsta laugardag. Þar býður dóttir mín hún Karen sig fram í 4. sætið. Ég upplýsi það hér og nú, að hún er á eigin vegum en ekki fjarstýrð af mér eða minni landsþekktu spillingu, sem auðvitað er pundað út af sumum kosningaskrifstofunum. Hún er dásamlega góð dóttir en ákveðin í besta lagi og með munninn fyrir neðan nefið eins og sumir og hikar ekki við að brúka sig við kallinn ef svo ber undir. Ég reikna því ekkert með því að hagnast sérstaklega á hennar setu í bæjarstjórn eins aðdáendur mínir sjálfsagt halda. En ég held að Kópavogsbúar muni ekki tapa neitt meira á henni heldur en sumum þeim sem nú hæst láta. Miklu fremur mega þeir búast við að skoðanir heilbrigðrar ungrar móður og fjölskyldukonu sem er alin upp við mikla vinnu og ráðdeild, geti gagnast bæjarfélaginu. Á starfs-og námsferli sínum kynntist hún margvíslegum störfum, bílaviðgerðum og járnsmíði, og svo mörgu góðu fólki sem hún þekkir ágætlega enn í dag enda vinsæl manneskja. Mér þykir  verst ef ég má ekki brúka mig of mikið hennar vegna og víst er að einhverjir hafa notið hennar við.

Ég ætla ekki að elta ólar að sinni við fólkið á sem situr  á skítadreifaranum og keyrir um völlinn víðan. Ég sit á mér fram yfir helgi og vona að enginn verði yfir sig spenntur. En ég er alls ekki búinn að missa málið ef þeir halda það.

Prófkjörið verður næsta laugardag í Hlíðarsmára 19. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til að mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það væri nú sniðugt af þér að birta afrit þessara reikninga ásamt tímaskýrslum.

Einar Guðjónsson, 16.2.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Bíð yfir mig spenntur fram yfir helgi. Skil að þú þurfir góðan tíma í "varnarræðuna"....

Snæbjörn Björnsson Birnir, 16.2.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Maður er nú ekki mikið á klukkunni í þessum verkfræðibransa heldur er maður við tölvuna meðan maður tollir uppi því oft er tímapressa mikil.

 En heldur þú að það sé til einhvers að tala við þetta lið ?  Það hefur engan áhuga á neinu nema því hakka á andstæðingnum og þú færð bara meiri skít ef þú yfirleitt virðir það viðlits.

 Það er kannski skiljanlegt þegar maður er búinn að stríða þeim eins lengi og ég.  þetta er svo lélegt lið, bæði  heimskt og hefnigjarnt, að menn þurfa að upplifa það til að skilja fyrir hverju það gengur. Ég tek þessar flugeldasýningar ekki nærri mér enda beinast þær ekki gegn mér heldur að doktor Gunnari Birgissyni. Það búið að mynda  breiðfylkingu bullukolla úr öllum flokkum nema held ég VG á móti honum  og ekkert til sparað. Enda er það segin  saga að öfundin er oft drifkraftur fólks sem ekki gat hafist af sjálfu sér af ýmsum ástæðum.

Þetta lið má  alveg hamast á mér eins og þeir bara vilja, það snertir mig ekki enda hef ég ekkert að fela og engu að leyna. En mér finnst það miður  ef framboð hans  Gunnars vinar míns líður fyrir það eitt að hafa þekkt mig í tuttugu ár.

En svona er bara lífið. 

Halldór Jónsson, 16.2.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Vorverkin eru hafin!!!

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2010 kl. 14:22

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það verður að herða á lögum um sveitarfélög, gera allt bókhald aðgengilegt öllum í rauntíma á netinu þar með talið krítarkortanotkun starfsmanna. Öflugast og best fyrir alla væri samt að leggja þau niður því þau eru dýr dragbítur á allt. Íslensk fyrirtæki standa ekki undir þessum kostnaði og heimilin ekki heldur. Má í raun segja að allt nema skólarnir sé atvinnubótavinna.

Einar Guðjónsson, 16.2.2010 kl. 17:48

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir athafnamönnum, þeim sem framkvæma verkin og koma hlutunum af stað.

Ég mundi skilgreina athafnamenn sem ákveðna auðlind. Það er ekki alveg sjálfgefið að verk fari sjálfkrafa af stað.

Það er búið að byggja nýja borg í Kópavogi, það sjá allir sem ekki eru blindir.

Það verður náttúrlega að líta eftir hlutunum svo allt fari ekki í vitleysu. Og það kostar auðvita peninga sem engin virðist vilja borga og allt í einu virðist þetta allt saman hafa farið fram hjá bæjarfulltrúum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 20:25

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu vinnur Gunnar Birgisson prófkjörið, enda eina von íhaldsins svo þeir verði áfram í meirihluta.Fólk innan VG bíður ekki síður spennt.Og ber er hver að baki nema bróður eigi.Gunnar Birgisson er laumukommi og hefur alltaf verið og starfar eftir starfsaðferðum kommúnista.Einræðissinni.En hann er það skásta sem Kópavogur hefir upp á að bjóða.Kanski fer þjóðnýtingarrugl hans af honum með ellinni hvað sjávarútveginn varðar.

Sigurgeir Jónsson, 16.2.2010 kl. 20:50

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er sótt að þér félagi með leiftursókn og með þeim hætti að erfitt er að verjast. Þessi aðferð heitir víst að róta upp gruggi í pólitískum tilgangi en allt grugg sest að lokum. Það er eitthvað talað um flokkadrætti innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ég hef mætt á nokkra laugardagsfundi og aldrei fundið fyrir öðru en samstöðu og góðum hug á milli manna og kvenna með örfáum undantekningum. Fundurinn með frambjóðendum síðasta laugardag var velsóttur og velheppnaður enda einvalalið karla og kvenna sem bjóða sig fram til þjónustu við Kópavogsbúa. Já, það er gott búa í Kópavogi - og gott að vera sjálfsstæðismaður í Kópavogi. 

Jón Baldur Lorange, 16.2.2010 kl. 21:15

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, Halldór, þér er nær að gagnrýna sitjandi bæjarstjóra og Samfylkinguna í Kópavogi. Heldur þú að Baugsmiðlarnir líði slíkt. Næst verður gengið að börnunum þínum og barnabörnum. Þú verður að átta þig á því að þetta eru mikilmenni!

Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2010 kl. 23:54

10 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Flott tímasetning þ.e. rétt fyrir kosningar að setja drulludreifaran af stað. Einnig flott að leggja saman margra ára vinnu til að búa til sem hæstu upphæð og þar með gera allt sem tortryggilegast. Ég held Halldór að flestir hljóti að sjá í gegnum svona vinnubrögð. Áfram Halldór.

Bjarni Óskar Halldórsson, 17.2.2010 kl. 10:42

11 Smámynd: Dexter Morgan

Eitt orð úr hinu ástkæra og ylhýra hefur gleymst að setja inn í orðabók Gunnars Birgissonar. Þetta er orðið; SIÐFERÐI. Orðabók hans verður ekki uppfærð úr þessu, enda hefur hann greinilega engan áhuga á því að kynnast því hvað þetta orð þýðir.

Dexter Morgan, 17.2.2010 kl. 14:33

12 Smámynd: siggi

Já mikið er ég viss um að Vinstri grænir og Framsókn og...... ná meirihluta það verður svo gott að búa í Kópavogi þá.

Ég fyrir mína parta sé fyrir mér allt skrifstofuhaldið eftir það, öll verkkaup verða könnuð hverra manna ert þú góurinn ? áttu skyldmenni í bæjarstjórn ? vert að rannsaka það aftur í ættir svo ekki verði um nokkra tengingu að ræða við neinn sem gæti verið að hyggla þér. Já ekki verður spurt um hæfileika, getu eða aðra kunnáttu heldur hverra manna ert þú og hverjir eru vinir þínir og ættingjar því þeir fá sko ekki að vinna í þessu 1.000.000.000 manna bygðarlagi.

Síðan kemur það besta þegar sendur verður reikningur vegna vinnu fyrir Kópavogsbæ þá verða allar tölur skoðaðar og allir reikningar sundurliðaðir svo enginn geti nú svindlað, flott, flott. Fyrir liggur fjölgun skrifstofumanna á bæjarstjórnarskrifstoum um 300% til að tékka á skyldmennum og reikningum. Kjósum öll yfir okkur ábyrga framkvæmdamenn sem þorað, vilja og geta, þannig eru Sjálfstæðismenn.

siggi, 17.2.2010 kl. 16:02

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Siggi,

Það er greinilegt að þú sérð fram í tímann og skilur eðlið. Gegnsæi, samræðustjórnmál, það er það sem gildir

Halldór Jónsson, 17.2.2010 kl. 19:13

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlýleg orð Bjarni Óskar, ekki er alltaf allt sem sýnist þó annað geti sýnst ef réttir menn eru við sýningarnar. Þú sérð um hvað málið snýst.

Dexter Morgan,

varstu ef til vill í samneyti við  Capt.Morgan  þegar þú skrifar svo fagurlega um siðferði Gunnars Birgissonar ? Ég geri ráð fyrir því að þú hafir sjálfur svo mikið af því að þú getir tekið undir með manninum sem sagði: "Sá yðar sem syndlaus er..."  

Halldór Jónsson, 17.2.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418196

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband