Leita í fréttum mbl.is

"How smooth is smooth?"

Guðmundur Einarsson heitinn verkfræðingur og lærimeistari minn í verktöku deildi einhvern tímann við háttsettan mann í hernum á Keflavík útaf frágangi. Sá borðalagði veifaði verklýsingunni og sagði að í henni stæði að yfirborðið skyldi sandpappírað "to a smooth surface." Þegar Guðmundur komst að sagði hann af sinni alkunnu rósemi. Herra minn, getið þér skýrt út fyrir mér mér "how smooth is smooth" (eða hversu mjúkt mjúkt er) 

Ástæðan fyrir því að ég rifja þetta upp er umtalið um styrkjamál einstakra frambjóðenda. Ég rakst á eftirfarandi línu hjá Skafta Harðarsyni:

.....

"Þeir sem taka við slíkum fjárframlögum verða hins vegar að gæta sín á því að verða ekki of háðir einhverjum einum aðila. En ekkert er í sjálfu sér saknæmt við það í stjórnmálabaráttu að veita styrki eða þiggja, ef þeir eru í hófi.

Hvað er t. d. að því að Pétur Blöndal þiggi frá einum aðila styrk upp á 700 þúsund krónur? Þetta er ekki hár styrkur. Og hvers vegna þarf hann að greina frá því opinberlega hver það er sem styrkinn veitir? Hvers vegna halda menn að kosningar hafði verið gerðar leynilegar hér á landi? Á sama hátt eiga menn rétt á ákveðinni þagnarvernd einkalífs.

Ef styrkir eru í hófi (og þá finnst áreiðanlega mörgum, að styrkir yfir eina milljón frá einum aðila til eins aðila séu óhóflega háir, en styrkir upp á milljón eða minna ekki), þá eru þeir þáttur í lýðræðislegu vali manna og baráttu fyrir hugsjónum sínum

En á sama tíma og fjölmiðlar eru að eltast við 700 þúsundin hans Péturs Blöndals virðast þeir þegja um það að margir álitsgjafar eru á háum launum án þess að þeir geti þess sérstaklega sjálfir eða við því sé varað í fjölmiðlum þegar þeir eru kynntir til sögunnar.

Hér hefur þegar verið bent á að Egill Helgason fær ekki aðeins 700 þúsund krónur frá Ríkisútvarpinu á mánuði, heldur líka 200 þúsund krónur á mánuði fyrir blogg sitt sem hann notar óspart í róg gegn nafngreindum einstaklingum. Hann fær m. ö. o. 2,4 millj. kr. á ári til að knýja áfram rógsvélina á bloggi sínu.

Ólafur Arnarson fær 400 þúsund krónur á mánuði skv. upplýsingum DV frá einhverjum aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Þetta eru 4,8 millj. kr. á ári. Ólafur rekur af miklu kappi róg gegn sömu mönnum og Egill.

Þorvaldur Gylfason fær ekki aðeins 80 þúsund krónur á mánuði frá Baugsfeðgum fyrir vikulegar greinar sínar í Fréttablaðinu, heldur fúlgur fjár frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir ýmis viðvik og það væntanlega skattfrjálst. Það er ekki að furða að honum finnist allt í lagi að hækka skatta á Íslandi: Hann þarf ekki að greiða skatt af öllum tekjum sínum. En á þennan hagsmunaárekstur hans er hvergi minnst í fjölmiðlum.

Styrkir til stjórnmálamanna eru væntanlega oftast eingreiðslur. Milljón er þar milljón. Slíkar upphæðir eru litlar og styrkveitendurnir mega a. m. k. mín vegna vera nafnlausir (þegar styrkirnir eru í hófi).

En þessir þrír álitsgjafar, Egill, Ólafur og Þorvaldur, fá a. m. k. átta milljónir króna á ári í rógsvél sína. Þar eru upphæðirnar of stórar til þess að styrkveitendurnir geti verið nafnlausir. "

Ég get ekki séð sjálfur eins og Skafti hvað sé hátt og hvað sé ekki hátt. getur verð ekki verið afstætt? Hvað sé lágt og hvað sé ekki lágt? Guðlaugur Þór hefur áreiðanlega annan sklning á því hvað sé hátt og hversu hátt hátt sé heldur en  hversu Þorvaldur Gylfason, Egill Helgason og Ólafur Arnarson eru öruggir á því hversu lágt sé hátt og hafa skilgreiningar á því hversu hátt lágt sé ef Sjálfstæðismaður á í hlut en  ekki þeir sjálfir. Atvinnuleysingja finnst allt verð vera hátt.

Verður ekki að hætta þessum nornaveiðum? Frambjóðendur og flokkar birti eina tölu um alla styrki sem þeir geta safnað. Hitt er einkamál hver gefur hvað svo fremi sem gefnir eru út löglegir reikningar fyrir framlaginu og rekstrarreikningi og skattframtali skilað. Það er ekki venja að sundurliða sölu fyrirtækja eða gefa upp hversu mikið brennivín Pétur eða Páll kaupa. Almenning varðar aðeins um það að öllum gjöldum sé skilað. En  tekjuyfirliti ætti að skila og birta fyrir kosningar en ekki eftir þær. 

Prófkjör er í rauninni fyrirtæki og rekstur kosningavélar stjórnmálaflokks  er það líka. Upplýsingar umfram það ættu að vera einkamál viðkomandi og skattyfirvalda. Ef einn frambjóðandi sker sig úr um fjáröflun þá dæmir kjósandinn um mögulega mútuþægni hans umfram næsta mann í kjörklefanum. Sá sem auglýsir mest verður grunsamlegastur. 

Hvernig í ósköpunum á að útskýra hversu mikið mikið sé öðruvísi ?

"How smooth is smooth?"

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er í rauninni ekkert flókið, afhverju það er ekki þrýstingur á þessa álitsgjafa að gefa upp sínar tekjur, eða stuðningsaðila.  Þessir álitsgjafar  eru jú allir á þeim miðlum, sem hvað mest hafa hamast á stjórnmálamönnum, vegna styrkja. Miðlarnir færu varla að gefa upp hvaða hönd, elur áróðursvélarnar.

 Svo er reyndar einn álitsgjafi og ofurbloggari, Lára Hanna. Hún nýkomin úr boðsferð ESB, til Brussel, sem hún reyndar segir að hafi ekki verið neitt spes, auglýsir eftir frjalsum framlögum á síðu sinni, þar sem efnisöflum og greinasmíð sé svo mikil og tímafrek vinna.  Hvergi á hennar síðu, eða annars staðar, nema þá kannski á bankayfirliti hennar, má sjá hverjir styrkja hana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.6.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Dingli

Orð í tíma töluð Haldór. Hef sjálfur skammast yfir ofsóknum sjálfskipaðra ákærenda sem dæma fólk sekt um mútur og þaðan af verra án þess að geta lagt fram nokkuð er stæðist sem grunur, við réttláta málsmeðferð.

Þegar svo saklaust (vonandi) fólk fær ekki frið á heimilum sínum fyrir liði utan úr bæ, sem hefur ákveðið upp á sitt eindæmi, að það sé sekt um eitthvað, vegna einhvers sem það gerði og ákærendurnir, sem þó vita ekki neina málavöxtu telja vera sök, er farið vel yfir strikið.

Síst ætla ég mér að fara að verja pólítíkusa, en þegar félagar þeirra, líkt og gerðist á landsfundi Sjallana, eru drulluhalar sem gefa skít í réttlætið ef það þvælist fyrir hagsmunum flokksins þá fer réttlætiskendin að þvælast fyrir mér og ég get ekki haldið kjafti.

Það er fyrir löngu komin tími til að hætta að þvæla um hvað þessi eða hinn fékk í prófkjörsstyrki fyrir mörgum árum. Gullgerðarfyrirtækin drituðu seðlum um allar jarðir. Varla eru til félög eða samtök af öllum gerðum og stærðum sem hirtu ekki mola af veisluborðinu.

Þegar og EF! þeir vammlausu koma með ásakanir sem hald er í þá gera þeir það, en annars og þangað til steinhalda kjafti og einbeita sér að því að hreinsa eigin drullu sem eflaust er nóg af. 

Að lokum legg ég til að Sjálfstæðisflokkurinn verði bannaður vegna afglapa.

Dingli, 28.6.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvorki: Ólafur, Þorvaldur eða Egill eru kjörnir fulltrúar þjóðainnar. Þeir skrifa undir nafni og hafa sínar skoðanir. Bendi þér á að Davíð Oddsson hefur sennilega hærri laun en allir þessir menn fyrir að segja skoðanir sínar í fjölmiðli sem útgerðamenn og fleiri keyptu til að verja kvótakerfið, berjsta á móti ESB og ríkisstjorninni.

Og fyrirlestrar Þorvalds á vegum AGS eru nú kannski merki um að Þorvaldur er mjög virtur sem hagfræðingur fremur en að verið sé að kaupa hann. Skil vel að hann vilji laun fyrir það. Þór Saari starfaði jú fyrir OECD, Ólafur Ísleifs starfði hjá AGS, og fleiri hagfræðingar hafa starfað þar. Það gerir þá ekki vanhæfa

Það er bara allt annað þegar menn eru kjörnir fulltrúar sem eiga að fara hér með löggjafarvald, og eru yfri stjórnsýslu t.d. í Reykjavík

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.6.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í því samhengi að fjölmiðlar séu "fjórða valdið" og það sem birtist í fjölmiðlum, hefur vissulega áhrif á skoðanir fólks, þá er ekkert að því að þessu sé velt upp.

 Það vita líka flestir að leiðara Morgunblaðsins og Staksteina, hafa rikstjórnar blaðsins skrifað um árabil og þó svo annar skrifaði þá, þá væru þeir ekki birtir, nafnlausir, nema ritstjórarnir, stæðu vð það sem að í þeim stæði.

 Svo væri það umræðunni hér á landi hollt, ef að menn létu af því að miða allt hér við Davíð og í raun gefa í skyn að þetta og annað sé í lagi, því að Davíð hafi einhvern tíman gert eitthvað þessu svipað, eða ekki. 

Ef að umræðan á að komast á vitrænt plan og þjóðin að geta horft til framtíðar í skoðunum sínum og gjörðum, þá gagnast það henni ekkert að vera stöðugt að grafa upp drauga fortíðar, t.d. eins og gert er með þessu eilífa "Davíðssamanburði". 

Það mætti stundum halda að Samfylkingarfólk, hafi ekkert sem það geti verið stolt af eða þoli dagsljósið, því rök þess hljóma ofast nær eins og rök ofsatrúarsöfnuðar, sem stöðugt varar við Djöflinum í stað þess að benda á það góða í eigin fari. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.6.2010 kl. 11:29

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn karl

Ég held að það sé vonlaust að ræða við krata eins og Magnús Helga nema að hann geysi sig í "Davíðssamanburði" . Þessir menn geta ekkert sagt annað en : " En þú.....en Sjálfstæðisflokkurinn...."

Þessi aðferð er beint frá Ingibjörgu Sólrúnu komin, hún náði hæstum hæðum í svoleiðis málflutningi og fjölmiðlar lápu allt upp eftir henni.  Enda var hún eiginlega búin að vera þegar hún missti bölvið sitt, hún þreifst ekki eftir það að hún hafði ekki einhvern  sjálfstæðisdavíð til að sparka í.

Kratar geta nefnilega yfirleitt ekkert annað en rifið niður, sprengt samkomulög og svikið samninga, það er krataeðlið sem veldur þessu.

Þeir geta ekkert byggt upp heldur bara bylt því sem fyrir er. "Kratar eru verstir" sagði Tryggvi Ófeigsson eftir langa reynslu af þeim.  Einhverjir  þekkja Alikratahugtakið, telja að það vísi þeim veginn til bitlinga í Brüssel

Halldór Jónsson, 29.6.2010 kl. 16:24

6 Smámynd: Dingli

Gaman væri að gefa sér tíma og fara yfir svikasögu krata. I. Sólrúnu fannst bara sjálfsagt að hún gengi á bak orða sinna þar sem það myndi styrkja FLOKKINN þegar hún fór úr borgarstjórn yfir í landsmálin, enda bakstungudæmin á samstarfsfólki og kjósendum svo mörg á því heimili, að ein svikin enn voru orðin að venju

Orð skulu standa, er speki sem kratar hafa talið til óþurftar allt frá Tónabíósfundinum fræga.

Dingli, 29.6.2010 kl. 22:20

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er góð grein hjá þér Halldór, það eru sennilega nokkuð stór hópur fólks sem ekki áttar sig á því að margir pistlahöfundar eru að fá vel greitt fyrir sínar greinar.

Það er ljóst að skrif þessara manna eru skoðanamyndandi, fólk telur að þegar fræðimenn tjá sig séu þeir að fara með rétt mál, sama hvert bullið í þeim er. Að þeir skuli fá greitt fyrir sínar greinar er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, en þá eiga slíkar greiðslur skilyrðislaust að vera upp á borðinu. Það auðveldar fólki að taka afstöðu til skrifa þessara sjálfskipuðu dómara, ef vitað er hvort þeir séu leigupennar eða eru að skrifa samkvæmt eigin sannfæringu.

Aðalmálið er þó að við förum að horfa fram á veginn! Það er hverjum hollt að skoða söguna, en þá helst til að læra af því. Við megum ekki festast í söguskoðunum. Því miður virðast núverandi stjórnvöld pikk föst við að skoða fortíðina og það sem verra er að þau læra ekkert!!

Gunnar Heiðarsson, 30.6.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband