Leita í fréttum mbl.is

Sameinum alla ríkisbankana !

Ríkisbankarnir 4, BYR ,Landsbankinn, Arion og Íslandsbanki eru staddir í miðju verðsamsæri gegn almenningi. Þetta eru fyrirtæki í eigu sama aðila,  sem er íslenska ríkið, hverju öðru sem logið er að almenningi. Þessir blankar stunda auðvitað grímulaust verðsamráð sín á milli til að féfletta almenning með milligöngu Seðlabankans sem líka er í eigu ríkisins. Enda eru hagnaðartölurnar af ávöxtun peninga þeirra  í Seðlabankanum þvílíkar, að það hálfa væri nóg á sama tíma og þeir bjóða almenningi neikvæða vexti.  Þessar stofnanir eru ekki að gera neitt fyrir atvinnulíf landsmanna nema að senda út gíróseðla og millifæra greiðslur. Allt of dýrt kerfi utan um lítið verkefni.

Þessu verður að linna með því að reka skilanefndirnar heim og láta þær hætta sjálftöku sinni á fjármunum. Láta Alþingi skipa nýjar stjórn í sameinaðan banka eftir opið framboðsferli fólks með óflekkað mannorð og hreina ferilskrá.

Ríkisbankarnir 4 eru óvinir almennings þar sem þeir eru samhæft einokunarverkfæri í hendi stjórnvalda, sem gera út á varnarlausan almenning undir grímulausri verkstjórn Seðlabankans sem ákveður vaxtastigið og gengisfölsunina í þágu útgerðarinnar.   Samkeppni er nánast engin í fjármálastarfsemi landsins,  þar sem MP-banki hefur ekki náð trúnaðartrausti  almennings vegna spillingarumræðu sem honum tengist. En eins og er er hann samt geðfelldastur af hinum ógeðfelldustu.

Bankakerfið íslenska er mörgum sinnum ofmannað og útibú alltof mörg. Hér eru 3 menn að vinna hvert bankastarf í USA miðað við fólksfjölda.

Eflum einkarekna banka. Stofnum nýja sparisjóði.  Burt með spillinguna.Byrjum á því að sameina alla ríkisbankana í einn svo fólk sé ekki blekkt til þess að trúa því að samkeppni ríki á fjármálamarkaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek mjög undir þetta með þér Halldór, þessu dæmalausa okri hér á Íslandi verður einhvertíma að linna. 

Hversvegna kostar 1. lítri af vodka frá Finnlandi í grend við 1500kr í Pólandi en á sjöunda þúsund á Íslandi. 

Hversvegna erum við að hafa viðskipti við þessa banka sem framleiða ekkert en sína allt öðruvísi hagnaðartölur en fyrir tækin sem þó eru að framleiða vöru til gjaldeyrisöflunar. 

Hversvegna skyldi fólk sem vinnur við arðrán fá meira kaup en fólk sem vinnur við gjaldeyris öflun?    

Hversvegna skyldi eingin taka mark á lukkudýri Samfó, nema Samfó? 

Hversvegna skyldi Steingrímur vera hættur  að öskra?

Hrólfur Þ Hraundal, 1.8.2010 kl. 06:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Hrólfur

Það er einmitt þetta. Hversvegna erum við í viðskiptum við óvini okkar. Af hverju stofnum við ekki sparisjóði aftur á grundvelli þeirrar hugsjónar. Það væri svarið sem þeir verðskulda. Hvað gætu þeir ef þeir hefðu ekki okkur heimskingjana til að flá og okra á?

Steingrímur má öskra áfram eins og hann vill En fólkið sér í gegnum hávaðann núna. Maðurinn sem vildi borga 1000 milljarðana vegna Icesave og vextina til viðbótar og hótaði okkur öllu illu ef við værum með múður, er ekki lengur trúverðugur í sínu landi frekar en Þjóðverjar sem nenna ekki einusinni að ræða um Hitler. Steingrímur er þátíð eins og hann.

Vodkaverðið er víst til þess ætlað að við drekkum sem minnst af því. Það er hin opinbera skýring á tilvist ÁTVR að hafa vit fyrir mér og þér Hrólfur minn.

Halldór Jónsson, 1.8.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Dingli

Stórfínt að þú skulir koma inn á þetta Halldór. Hef stöku sinnum ýjað að þessu í athugasemdum, en allt annað að fá alvöru grein um þetta frá manni sem flestir lesa. Ég er á því að Glitni og KB átti aldrei að endurfjármagna og skil ekki hversvegna það var gert. Þessir bankar áttu að fara gjaldþrota í gjaldþrot. Og glæsilegt hefði það verið að hafa vit til þess þegar Bretar frystu Landsbankann og settu terror-lögin, að segja FLOTT þessi banki er nú ykkar með eignum og skuldum.

En við eigum ekki tímavél svo það liðna kemur aldrei til baka, en verra er að heilög helvítis Jóhanna og Umskiptingurinn gera ekkert sem vit er í og svona rótækar lausnir sem þú boðar  hræða hjúin.

Dingli, 1.8.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Já, miklir menn erum við Hrólfur minn!"

Og ég ætla að vera sammála ykkur. 

Árni Gunnarsson, 1.8.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki virðast nú svo margir lesa þessi skrif mín ef marka má aðsóknartölurnar á síðunni. En ég þakka þér fyrir undirtektirnar Dingli.

 Og Árni minn Gunnarsson, ég fagna þeim tíðindum að þú takir undir með okkur.

Halldór Jónsson, 1.8.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband