Leita í fréttum mbl.is

Stærðfræði og reikningur

Ég rakst á þarfa grein eftir Ellert Ólafsson í Mbl. Þar kemur hann inná mál sem mér hefur verið hugleikið lengi. Hversu reikningsgetu unglinga hefur hrakað frá því að ég var strákur.Og var ég þó ekki góður.

Grípum niður í grein Ellerts:

"Um allan heim hafa kennarar miklar áhyggjur af minnkandi þekkingu og færni nemenda í stærðfræði. Þetta virðist gilda um öll skólastigin. Claes Johnson er stórmerkur prófessor og frumkvöðull í hagnýtri stærðfræði við virtasta háskóla Norðurlanda, KTH í Stokkhólmi. Hann hefur í áratugi barist fyrir breyttum áherslum í stærðfræðikennslu og skrifað fjölmargar greinar og bækur um þetta efni.

Hann hefur uppgötvað að stærðfræði er afar lítið notuð hjá meirihluta fólks í Svíþjóð. Þar ríkir vandræðaástand í kennslunni vegna lélegs árangurs og bráðnauðsynlegt að breyta námsefni og kennsluaðferðum verulega. Hann fullyrðir að bylting (paradigm shift) hafi þegar átt sér stað í stærðfræðikennslu.

Hann vill aðskilja kennsluna í tvær aðskildar greinar, kennslu með tölvum og kennslu án þeirra. Hann gerir sér fyllilega grein fyrir því að breyting í kennsluháttum og efnisvali er löngu orðin tímabær. Greinar hans hafa vakið mikla athygli langt út fyrir hans heimaland. Margir af virtustu prófessorum Svíþjóðar í hagnýtri stærðfræði eru á sama máli.

Hvergi í heiminum er tölvueign eins útbreidd og hér á landi. Nánast hver einasti unglingur á tölvu og hefur góða leikni í að nota hana. Íslenskukennarar hafa skilið þetta fyrir löngu og nú skila nemendur ritgerðum sínum í snyrtilegu formi og geta notfært sér netið og villubúnað kerfisins. Nú er komið að stærðfræðikennurum að nýta sér þessa miklu auðlind sem felst í tölvuþekkingu og áhuga ungs fólks á nýrri tækni. Þetta gera þeir best með því að kenna nemendum að nota nútíma-upplýsingatækni í náminu og ganga snyrtilega frá verkefnum í greininni. Þar með eru þeir orðnir gjaldgengir í þjóðfélagi framtíðarinnar. Það er kominn tími til að Íslendingar séu ekki alls staðar hafðir að háði og spotti og sýni að hér býr framsýnt og vel menntað fólk sem lifir í nútímanum en ekki í fortíðinni....

 

.... Kannski kemur ráðherrann auga á að 40% fall í framhaldsskóla með tilheyrandi harmleikjum í einkalífi og framtíð ungs fólks er alveg óviðunandi. Stærðfræðin er óspart notuð til að hrekja fólk úr námi. Fag sem skiptir afar litlu í daglegu lífi fólks. "

Þarna er verkurinn í. Léleg reikningskennsla í grunnskólunum er orsök fyrir upplausn og ógæfu fjölda efnilegra unglinga. Ég hef fundið það sjálfur að það geta allir krakkar lært að reikna með réttri kennslu. En það getur enginn margfaldað og deilt sem ekki kann margföldunartöfluna. Sá hinn sami getur ekki reiknað nema að hafa reiknivél. 

 Við hin eldri byrjuðum á að læra að reikna áður en við byrjuðum á að reyna að læra stærðfræði. Að byrja á stærðfærði án þess að kunna að reikna er bara ávísun á brottfall úr námi með tilheyrandi afleiðingum. Maður verður að byrja á byrjuninni. Maður verður að kunna margföldunartöfluna.  Þá verður stærðfræðin ekki svo óttaleg eins og hún er orðin í hugum margra unglinga þegar ofar dregur í skólanum.

Hafi Ellert þökk fyrir greinina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Manneskja sem ég þekki og er móðir 11 ára stráks í grunnskóla sagði mér að þau þurfa ekki lengur að læra margföldunartöfluna.

Ég hélt fyrst að þetta væri bara brandari, en mér til hryllingar varð mér síðan ljóst að svo væri ekki, margföldunartaflan væri mörgum krökkum (og kannski kennurum?) ofviða og því ekki á það hættandi að vera kvelja viðkvæmar sálir með slíkum óþarfa, þannig væri kennsluháttum háttað í stærðfræði í grunnskólum landsins í dag.

Ef þetta kallast ekki að kippa stoðunum undan grundvallarmenntakerfi þjóðar þá veit ég ekki hvað. =-O

Alfreð K, 1.9.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þetta er rétt Alfreð, ég hef margoft hitt unglinga sem ekki kunna töfluna. Þeir kveljast náttúrlega í skólanum þegar kemur að stærðfræði. Svo þegar búið er að æfa þá í að reikna og skrifa skipulega þá verður alt leikandi létt. Þetta er hreinlega sorglegt. Ég tengi þetta við yfirgnæfandi kvenkyns kennara, í gamla daga voru góðir karlkyns reikningskennarar sem leiddu krakkana áfram. Þetta liggur ekki fyrir konum.

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418155

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband