Leita í fréttum mbl.is

Umskipun

á Íslandi er orðið slagorð í hugleiðingum manna um fríverslun. Í grein eftir Óla Björn stendur þetta:

"Flest bendir til að á komandi árum opnist ný siglingaleið á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs þvert yfir Norður-Íshaf með minnkandi ís og nýrri siglingatækni þar sem ísvarin stórflutningaskip brjóta sér leið í gegnum ísinn árið um kring. Því eru góð skilyrði á Íslandi fyrir umskipunarhöfn sem þjónað gæti flutningum milli meginlanda Evrópu og Ameríku um Norður-Íshaf til Asíu. Bráðnun íshellunnar mun einnig opna aðgang að náttúruauðlindum og breyta aðgengi að ýmsum fiskistofnum. Þessar breytingar hafa veruleg áhrif á »geópólitík« í Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. "

Gott ef satt væri. En loftslagsbreytingar geta farið á hvorn veg sem er og hnattræn hlýnun er alls ekki sjálfgefin. Sólinni getur þóknast að grípa inn í það ferli.

En það er þetta með umskipunina. Ég kem bara ekki auga á það að hér leggi að skip til að skipta út gámum sem eiga að fara á mismunandi staði.Ekki frekar en menn færu að skipta vörubílshlassi við Suðurlandsvegamót vegna þess að hluti eigi fyrir sér að fara til Selfoss. Virka flutningakerfi yfirleitt svona?

Ég er alveg sammála Óla Birni um nauðsyn fríverslunar og og betri möguleika Íslands til að versla við þau 192 þjóðríki sem eru í Sameinuðu Þjóðunum fyrir utan þröngt tollabandalag með 27 ríkjum í litlu Evrópu. Ég skil þau ríki líka vel að þau sjái möguleika sína vaxa með því að hremma Ísland. Þessvegna þurfum við ekki að nota vafasamar röksemdafærslur.

Við þurfum ekki að tala um umskipun sem rök gegn landsölustarfsemi Steingríms og Össurar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband