Leita í fréttum mbl.is

Þolinmæðin á þrotum

segja Gylfi Arnbjörnsson í ASÍ og Guðmundur í Rafiðn.

Hverra þolinmæði skyldu þeir vera að tala um? Þolinmæði tíunda hluta félagsmanna sinna sem eru búnir að vera án atvinnu í mörg ár? Heimilisfeðranna sem ná ekki endum saman og eru að flytja til Noregs? Eða uppmælingaaðalsins sem er búinn að koma sér fyrir í ríkisstofnunum og eru alveg til í að fá sér aukafrí frá öruggum störfum í sumarbyrjun? Þolinmæði ellilífeyrisþega eða öryrkja? Flugumferðarstjóranna? Læknanna? Sjúkraliðanna?

"Yðar hátign vill fara í stríð í dag? Já yðar hátign, á ég að sækja rosabullurnar." Eittvað í þessum stíl talar persónurnar umhverfis Napóleon þriðja í Heljarslóðarorrustu Gröndals, sem allt of langt er síðan að maður las vegna þess hversu persónurnar eru líkar karakterunum á skákborði þjóðlífsins íslenska.Því miður er Gröndal ekki lengur meðal vor til að skrifa um þetta viðvarandi leikrit verkalýðsbaráttunnar gegn varnarlausri þjóðinni.

Þeir sem berjast fyrir aðild að EU eins og Verkalýðsforystan og forystan hjá SA, að LÍÚ frátöldu líklega, kunna einkunnarorð Royal Airforce: " Per Ardua ad Astra ". Í gegnum erfiðleikana til stjarnanna. Ef við getum keyrt Ísland nógu langt niður í skítinn þá komumst við frekar til fyrirheitna landsins.

Þolinmæði fólksins sem er að fara til Noregs er líka þrotin. Það ætlar aldrei að koma aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband