Leita í fréttum mbl.is

Ađ gera glćpamenn ríka?

spyr Jón Magnússon hćstaréttarlögmađur á bloggi sínu. Hann er ađ fjalla um ofsagróđa fíkniefnabarónanna í Mexico og víđar.

Spurningunni um ţađ hvađ eigi ađ gera ţegar ekki gengur ađ upprćta eiturlyfjaneysluna svarar Jón ekki beinlínis, enda svariđ viđurhlutamikiđ. Fólkiđ virđist ekki trúa ţví ađ fíkniefni séu afskaplega skađleg fyrir heilsuna ţar sem ţađ neytir ţeirra svo óhikađ.

Á hinn bóginn blasir viđ ađ fólk hefur unnvörpum hćtt ađ reykja í sjálfsvarnarskyni. Ţví sannađ var ađ reykingar drepa fólk. Fíkniefnaneysla veldur auđvitađ mikilli ógćfu eins og reykingar líka gera ţó hljótt fari. Og margur vćri sá lífs sem nú er fallinn fyrir aldur fram ef hann eđa hún hefđi aldrei komist í samband viđ ţessi fíkniefni tóbak og allt hitt.

Áfengi er greinilega fíkniefni og hćttulegt. Ţađ hefur eiturverkanir og getur drepiđ. Ethýlakóhól er eina alkóhóliđ sem mannslíkaminn virđist ţola í einhverjum mćli án ţess ađ deyja eđa bíđa varanlegan áţreifanlegan líkamlegan skađa.Og ţađ eina sem gefur áhrif sem menn elska frá fornu fari. Strákar verđa ófeimnari viđ stelpurnar, málhaltir tala, leiđinlegir verđa fyndnir ađ eigin áliti og ađrir hlćja ađ fúlum bröndum ţeirra. Góđir menn verđa betri og vondir menn verri viđ vín.

Ţađ er afleiddi skađinn af allri ţessari neyslu sem viđ er ađ fást. Sá félagslegi sem lögreglan, spítalarnir og heimilin fást viđ alla daga. Menn gera ţetta eđa hitt í fylleríi, vímu eđa fráhvarfi sem ţeir gerđu ekki annars. Ţađ er erfitt ađ mćla eituráhrifin beinlínis af hinum ýmsu vímuefnunum. Ţađ er varla vitađ hvernig ţau virka. Öll ţessi efni hafa hinsvegar eftirsótta ljúfa hugsanabrenglun í för međ sér. Líkamlegar eftirstöđvar eru fremur tilgátur en stađreyndir, ţví margur forfallinn neytandi virđist alheilbrigđur ţegar hann hćttir neyslunni. Ţađ er ekki svo ef menn taka inn bráđvirkt eitur eđa reykja svo lungnakrabbi myndist.Fyllibyttan virđist ná sér fljótlega ţegar rennur af henni og timburmennirnir hverfa. Um ţađ bil 4 % mannkyns fer í misnotkun á einhverju ţessara efna. Hin 96 % verđa ađ sćta böđum og bönnum vegna ţessa litla hóps, ekki fá ađ kaupa parkódín í apótekum eđa brennsluspritt osfrv.

Hver er ţá sérstađa áfengisins? Áfengiđ er einokađ af ríkisvaldinu og notađ purkunarlaust í fjárkúgunarskyni af horuđum almúganum sem ekki má brugga eđa smygla. Öreigar sem ofurríkir kaupa ţađ á tíföldu verđi í ÁTVR. Ţađ er af sem áđur var ţegar ríkiđ hélt ţví fram ađ verđiđ yrđi ađ vera svona hátt til ađ drykkju minna af ţví svo ađ til vćri fyrir mjólk handa börnunum. Kannski ađ einhverjir hafi trúađ ţessu í alvöru.
Áfengiđ leiđir meiri hörmungar yfir miklu fleiri í heiminum öllum heldur en hass og kókaín. Svo hvađ er til ráđa?

Í gamla daga smygluđu farmenn brennivíni til ađ grćđa á sprúttsölu.Leigubílstjórar seldu sprútt. Ţađ var álitin sjálfsögđ ţjónusta í ofstjórnuđu umhverfi. Landabruggarar reyndu ađ framfleyta sér í samkeppni. Eftirspurnin var alltaf nćg og allir vildu kaupa ódýrara sprútt en fékkst í ríkinu á tíföldu verđi. Hversvegna vill ríkiđ ţá ekki grćđa á dópsölu alveg eins og sprúttsölu í stađ ţess ađ fela glćpamönnum ţađ? Hver er eiginlega munurinn?

Bindindismađurinn Jón Magnússon spyr hvađ eigi ađ gera? Ég vil svara spurningunni ţannig, ađ ţađ sé rétt ađ velta ţví fyrir sér í alvöru ađ ríkiđ fari ađ selja dóp á einhvern hátt. Ekki kannski endilega yfir búđarborđiđ til hvers sem er, heldur á stjórnađan hátt sem auđveldlega má reka á ţjóđhagslega betri,heilsufarslega áhćttuminni og á meira forvarnahátt en nú er.

Er ekki ofrausn ađ bara glćpamenn verđi ríkir á ţví í skúmaskotum ađ fćra fólkinu ţađ sem ţađ vill greinilega og viđ getum ekki stoppađ hvađ sem viđ reynum? Og gegnir í raun ekki sama máli međ elstu atvinnugreinina?
Af hverju ađ gera bara glćpamenn ríka á ţví ađ sjá um ţjónustu viđ fólkiđ ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband