Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin ber ábyrgð

á Lýbíustríðinu. Össur gat komið í veg fyrir það en gerði það ekki.

Í viðtali á ÍNN kom eftirfarandi fram:

"Davíð sagði að stuðningur Íslands hafi aldrei verið neitt annað en pólitískan þar sem aðkoma þjóðarinnar hafi ekki verið nein að þeirri innrás umfram það. Líbía hafi verið allt annar handleggur. Þar hafi Nato farið í stríð og sá reginmunur sé á að þegar Atlantshafsbandalagið fari í stríð verði allar þjóðir þar innan að samþykkja það, þær hafi neitunarvald. Davíð gekk svo langt að segja Samfylkinguna hafa staðið að árásunum á ríki sem ekki hafði gert árás á bandalagið. Vinstri grænir hafi látið sér duga að bóka eitthvað í ríkisstjórninni sem hægt verði að lesa eftir 30 ár.

Hann gagnrýndi þá sem hæst höfðu um þátttöku Íslands í innrásinni í Írak, sem hafi verið engin, en á sama tíma hafi þeir farið af stað í aðgerðir gegn Líbíu. „Þangað sem menn áttu ekkert erindi og þá er látið eins og það sé ekkert atriði,“ sagði Davíð. Og gekk jafnvel enn lengra og sagði Samfylkinguna bera fulla ábyrgð á því sem í Líbíu gerðist við loftárásir Nato."

Er það virkilega svo að Össur hefði getað beitt neitunarvaldi? Hefði hann gert það, hvað þá? Hugsanlega verra? . En það er umhugsunarvert að NATO fór í stríð við aðila sem ekki hafði ráðist á það.

Nú dugar ekki að segja, ekki benda á mig!Á þessu ber Samfylkingin ein ábyrgð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samfylking heldur sig samvisku þjóðarinnar,greinum við sakbitna ásjónu þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þessi áttu að fylgja,????????????

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2011 kl. 01:49

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Að heimila flutning hergagna og hermanna um landssvæði er túlkað sem stríðsyfirlýsing af Sameinuðu þjóðunum.  Þannig lýsti Ísland yfir stríði á hendur Írak árið 2003 með því að heimila flutning þessara hergagna um Ísland fyrir stríðið.

Er einhver munur á þessum pólitíska stuðningi?

Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 08:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Lúðvík

Svíar leyfðu Þjóðverjum að flytja hergögn yfir Svíþjóð til að berjast við Breta í Noregi að mig minnir. Bandaríkjamenn fluttu hergögn um Rússland til Afgahnistan.( Þeim var sjálfsagt ósárt um að láta lemja á Afgöhnum eftir fyrri viðskipti.) Við vorum í varnarbandalagi við USA þegar þeir voru með herstöð hér. Það er kannski öðruvísi en núna þegar við erum bara í NATÓ

Ég hef ekki frekari vitneskju en orð þín um hvernig þetta er túlkað af SÞ.  

Halldór Jónsson, 29.12.2011 kl. 13:06

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað með Excocet flaugarnar sem grönduðu Sheffield í Falklandseyjastríðinu?

Halldór Jónsson, 29.12.2011 kl. 13:07

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Halldór,

samkvæmt 3. grein skilgreiningar SÞ um árás(Definition of Aggression) þá segir í lið (f):

"The action of a State in allowing its territory, which it has placed at the disposal of another State, to be used by that other State for perpetrating an act of aggression against a third State;"

"Þegar ríki heimilar öðru ríki að nota landssvæði til árásar á þriðja ríkið;"

Ef vopnin sem Bandaríkjamenn fluttu um Rússland voru til að gera árás á Talibanastjórnina í Afganistan þá jafngildir það stríðsyfirlýsingu.

Það er ekkert í skilgreiningu SÞ um vopnasölu.  Öllum virðist vera heimilt að selja vopn svo lengi sem alþjóðlegt samkomulag gildir ekki um annað,t.d. viðskiptabann.  En þegar hernaður er hafinn þá er litið á vopnasölu til annars hvors aðilans sem hernaðarlegur stuðningur við hann og getur talist stríðsyfirlýsing, hins vegar fellur það ekki undir skilgreiningu SÞ á árás og getur því ekki talist sjálfkrafa stríðsyfirlýsing.

Hlutlaus ríki heimila ekki vopnaflutninga um landssvæði sín ef tilgangur vopnaflutningana er árás á annað ríki.  Ríki sem taka afstöðu gera það hins vegar.

Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 13:45

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Svíar gerðu þetta samt , víst undir hótun um árás annars.

Halldór Jónsson, 29.12.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband