Leita í fréttum mbl.is

Hálfsannleikur

eða rangupplýsingar er það sem einhverjir í bókabransanum eru að dreifa í auglýsingaskyni fyrir jól og áramót. Þeir gefa út einhverja metsölulista yfir þær bækur sem mest seljist. En það fylgir aldrei nein einasta sölutala. Brakið selst mest , svo Arnaldur ofrv. Vá, voða spennandi! En veit nokkur neitt um raunverulegan eintakafjöldann?

Mér var sagt hér um árið að til dæmis Bónus og fleiri slíkir stórmarkaðir léku það að taka út þúsundir bóka hjá forlögunum og setja undir borðin hjá sér til þess að litlu bóksalarnir næðu ekki í neitt. Allir voða glaðir í forlaginu og höfundarnir að rifna úr monti yfir því að vera metsöluhöfundar. Svo kæmu endursendingarnar í janúar. Þá lækkuðu nú sölutölurnar umtalsvert. Og utan af landi er svo verið að senda afganga næstu tvö árin þannig að endanleg tala fæst aldrei.

Svo að enginn veit í raun og veru hvaða bók hefur raunverulega selst og í hvaða magni. Þetta er bara partur af auglýsingamennskunni að blekkja fólk til þess að það kaupi þessa bók en ekki hina af því að hún seljist svo vel.

Og það veit ég af eigin raun, að án auglýsinga selst engin bók. Púnktur. Auglýsingar geta hinsvegar selt Norðurljósin níu sinnum ef því er að skipta.

Hálfsannleikurinn selur hinsvegar heilmikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband