Leita í fréttum mbl.is

Breytti Davíð kvæðinu ?

Vodka?.

Í úrvalsljóðum Davíðs Stefánssanar frá Fagraskógi var þetta kvæði
svona:

Þessi rússneska rúbla er mín.
Ég er ríkur. Ein flaska er nóg.
Ég kem ekki inn á knæpu til þín
til að kaupa mér sokka né skó.
Slíkt hef ég aldrei frá barnæsku borið.
¬ Blessað sé rússneska vorið. Oh-hó.

Nú lyftist brúnin, nú léttist sporið.
Ég lifi, ¬ gleðin er mín.
Vodka . . . brennivín.
Beiskt, salt
og betra en allt.

Það brennir. Það kæfir.
Það hvílir. Það svæfir.
Þetta er drykkur,
sem þrælum hæfir.
En boðorðin segja: Þú skalt, þú
skalt ekki . . .

Hinn þyrsti veit betur . . .
þúsundfalt,
og þess vegna er gott, að ég
drekki.

Þegar húsvilltum hundi er kalt,
flýr hann inn
um fyrstu dyr.

Þetta er kjallarinn minn,
ég hef komið hér fyr.
Átti keisarinn þennan stól?
Skál.

Skál fyrir stjörnum og sól.
Það glitrar. Það skín,
og gleðin er mín.
Vodka . . . brennivín.

Skál, skál fyrir þingi og þjóð
og þrælum, sem gjalda í ríkissjóð,
og valdi, sem ver
sig með vopnuðum her,
og drottnandi stétt,
sem finnst ranglætið rétt.

Fleiri brennandi bál.
Meira blikandi stál.
Meira verksmiðjuskrölt.
Fleiri sýrur og sölt.
Meira silki og ull.
Meira silfur og gull.

Hégómi. Bull.
Fleiri kirkjur og krár.
Fleiri krókódílstár.
Drekkjum samvizku og sál.
Skál.

Og hirðum hvorki um bók eða
blað,
stund eða stað,
stjórn eða frelsi . . . Hvað er það?

Þið öreigar og þrælar, sem enga
gleði þekkið.
Drekkið. Drekkið.

Það svalar. Það kæfir.
Það hvílir. Það svæfir.
Vodka . . . Brennivín.

Í þessari seinni tíma útgáfu eru hinsvegar ekki eftirfarandi erindi úr kvæðinu af einhverjum ástæðum þó þau væru á sinum stað í Svörtum Fjöðrum. Hafði Davíð breytt sínum skoðunum gagnvart þjóðfélaginu og kirkjunni? Eða varr þetta ritskoðað af einhverjum öflum sem höfðu tekið útlagann Davíð í málamiðlandi sátt við hið borgararlega þjóðfélag og gert hann að bókaverði uppá fast kaup? Hafði Davíð tekið trú sem hann hafði ekki fyrrum?

Allavega finnst mér vera í upphafi vera kveðið af meiri einbeitni kvæðið hefur í styttri útgáfunni. En mér finnst kvæðið þó vera meira beitt í lengri útgáfunni. Og nauðsynlegra með hinum hlutum kvæðisins til að skilja það sem Davíð er að lýsa og eru því miður víða um heim ríkjandi ranglætisþjóðfélög.

En þessi erindi eru svona:

"Hver stjórnarskrá í heimi,
er gerð úr gylltum hlekkjum
við göngum undir okið,
það er frelsið sem við þekkjum.

Sú ríkisstjórn sem drottnar,
með ranglæti og mútum
og reiddu lagasverði,
það er valdið sem við lútum.

Að kvalir okkar linni,
ef við krjúpum,
ef við grátum í ...
Í kirkjum þeirra háu ,
það er trúin sem við játum"

Ég er ekki lengur með bækurnar við höndina til að finna þessu stað í heildinni. En það er nokkuð ljóst hvar þetta á að fara inn til að lesandinn fái samhengið í þetta magnaða kvæði. En spannar vítt svið í stjórnmálum líðandi stundar.

Spurning mín er hinsvegar sú: Af hverju er þetta svona á reiki?

Hver breytti hverju? Er einhver sem getur uppfrætt mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband