Leita í fréttum mbl.is

Skúli og WOW-Air

eru greinilega lent í vandræðum.Í frétt í Mogga stendur að hlutafé WOW( kannski VOFF VOFF á íslensku ? )hafi verið aukið um 500 milljónir, forstjórinn Baldur hættir og Skúli tekur við.

Þetta er fyrir reynt fólk í hrunfræðum nokkuð auðlesið. Í Mogga er líka viðtal við Frosta Sigurjónsson sem vekur athygli á þeirri staðreynd að bankar búa yfir bankamargfaldaranum. En hann er fólginn í því að banki getur búið til peninga svona sexfalt við það sem hann á í eigin fé og innistæðum. Einn aðalhrunvaldurinn 2008.

Á öðrum stað í sama Mogga er svo frétt um aðalfund MP-banka. Þar er vakin athygli á því að stjórnarformaðurinn sé Þorstein Pálsson. En á bak við hann er aðaleigandinn Skúli Mogensen í WOW.

Nú getur einhverjum dottið í hug hvað flugfélgið WOW geti best gert við 500 nýju milljónirnar? Borga skuldir? Eða leggja þær fyrst inn hjá MP-banka og fá 3 milljarða inná hlaupareikninginn í nýjum rafkrónum sem Frosti lýsir. Hækka útlán bankans og hagnað.

Þó að Skúla þyki áreiðanlega vænt um bæði fyrirtækin sín þau WOW og MP þá er hver frekur til fjörs síns. Þorsteinn Pálsson á auðvitað að vera sú borg sem innistæðueigendur í bankanum eiga að byggja traust sitt á. Enginn dregur heiðarleika Þorsteins í efa. Heldur ekki Steingríms Hermannssonar sem þó var plataður á sinni tíð. Og svo er náttúrlega ríkisábyrgðin á innistæðunum sem Frosti vill burtu sem kemur í veg fyrir að menn geri eitthvað í þessu. Þetta reddast hvernig sem fer.

En þarf ekki stjórnarformaðurinn að gera grein fyrir því hvaða tengsli eru á milli WOW-Skúla-MP-banka? Við munum nefnilega ágætlega Jón Ásgeir, Glitni, FL-Group,Pálma og Sterling,þagnir og minnisleysi,Stím osfrv. Þarf ekki Skúli að gera okkur grein fyrir því hvað sé að gerast hjá WOW og MP-banka.

Það er liðin tíð að við sættum okkur við Moggafréttir um að MP hafi hagnast um 119 milljónirá fyrrihluta ársins og útlán hafi aukist um 50 %, innlán hafi aukist um 39 % að MEÐTÖLDUM PENINGAMARKAÐSBRÉFUM.

Fyrirgefðu Skúli, en við eru mörg illa brennd eftir fyrri bankaævintýri. Við viðskiptavinirnir berum hag MP banka fyrir brjósti. Hann er eina einkarekni bankinn sem eftir er. Hann má ekki klikka því þá er úti um leifarnar af trú á athafnamenn í þessu landi um langan tíma.

Því segji ég VOff Voff áður en ég kaupi mér flugmiða. Moggafréttir dagsins af WOW og MP eru því miður ekki traustvekjandi fyrir gamla hunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar mjög algengt að hlutafé í fyrirtækjum sé aukið x tíma eftir stofnun þeirra... líklega er það meira segja algengara en hitt..

Það sem þú svo leggur hér til að hlutaféð verði notað í er ég nokkuð viss um að er kolólöglegt..

Svo sé ég ekki alveg hvernig það að gera lítið úr nafni félagsins eða loforð um lítil viðskipti hafa með það sem þú ert að tala um

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 10:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að það sé alveg löglegt að kaupa hlutafé í banka fyrir 500 milljónir. Bankinn getur þá lánað út 3 milljarða löglega og tekið vexti fyrir. Hann getur lánað hverjum sem er hér á Íslandi þar sem hér eru engar bankahefðir í heiðri hafðar.Þú sást væntanlega hvernig þetta var í Kaupthingi, þá voru stærstu hluthafarnir um leið stærstu skuldararnir. Og í Glitni líka.

Voff voff átti að vera sniðugt af minni hálfu þar sem þetta litla flugfélag væri að derra sig við stóru flugfélögin. Litlir hundar segja líka voff voff. En þér finnst þetta ekki sniðugt. Mér finnst ég ekki vera að segja að ég ætli ekki að kaupa miða af WOW, ég segi bara voff voff þegar ég ætla að kaupa flugmiða. En gamlingjar og lífeyrisþegar eru nú yfirleitt ekki í miklum siglingum eða heldurðu það kannski?

Halldór Jónsson, 30.8.2012 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband