Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptafréttir

berast á hverjum degi. Misfyrirferðarmiklar eins og gengur.

Ein kemur úr Keflavík. Þar byggði Hjalti Guðmundsson smiður sökkla fyrir hjúkrunarheimili. Svo er boðin út yfirbyggingin og þá býður Hjalti 345 milljónir en ÍAV 338 milljónir.

Munurinn á þessum tveimur bjóðendum er sá að sá fyrri hefur víst borgað sínar skuldir og ekki fengið neitt afskrifað. En ÍAV ? Sumir hafa heyrt fréttir af þeirra bankaviðskiptum.

Svo kemur Kalli Werners heim með hundruð milljóna í gjaldeyri. Vá mar, sá er að redda landinu! Seljum honum krónur með 20 % afslætti. Auðvitað tengist þetta ekkert bótasjóðum Sjóvár sem fóru í ferðalag til Hong Kong á sínum tíma og Steingrímur borgaði með 14 milljarðar framlagi frá okkur. Nei nei, Kalli er bara að redda okkur um gjaldeyri.

Og Bakkavarabræður. Annar undir ákæru fyrir stórfelld fjársvik. Þeir eru líka að koma heim með gjaldeyri til að kaupa Bakkavör til baka sem einhver banki var búinn að sölsa undir sig vegna óskyldra mála.

Allt þetta skiptir fréttstofu RUV ekki máli því þeir eru að reikna út rekstarkostnað við Fjársýslubókhaldið sem Gunnar Hall segir okkur að sé alveg í lagi.

1200 milljarðar bíða eftir að komast úr landi í formi erlends gjaldeyris svo sem Styrmir Guðmundsson segir í grein í Mogga. Helmingurinn af því keyptur á hrakvirði af vogunarsjóðunum sem þáðu bankana fríkeypis af Steingrími J. Hitt sviku einkabankarnir út úr belgískum tannlæknum sem voru hugsanlega ekki alveg hreinir í skattstofunum heima hjá sér.

Hvenær skyldum við eiga 1200 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga þessa gæja út? Gera menn sér grein fyrir því? Væru gömlu bankarnir þrír ekki betur komnir í gjaldþrot og aflúsun eins og sumir kölluðu það í Den? Þurfum við ekki að gera eitthvað drastískt í þessu? Þó að einhverjir verði fúlir.

"Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang...." Viðskiptafréttir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418210

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband