Leita í fréttum mbl.is

Hvaða kennitölur ?

fá þeir nýju mennirnir okkar sem komu á fölsuðu skilríkjunum með Norrænu?

Hvar halda þeir sig núna? Hvað verður gert við þá? Veit það einhver? Verður almenningur upplýstur reglulega um þetta?

Ég hef ekki fengið neinar brúklegar leiðbeiningar hvernig ég get skipt um kennitölu úr því að það er ekki lengur refsivert á grundvelli jafnræðisreglunnar. Ef þessir þurfa ekki nýjar kennitölur af hverju ekki aðrir?

Ég hef áður sagt það að mér finnst íslenskar kennitölur órúklegar því þær innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Eins og um aldur manns og afmælisdag.

Það er pínlegt fyrir flotta eldri dömu að þurfa að básúna út kennitölu sína yfir fulla biðstofu af fólki sem kumrar inni í sér af misjöfnum ástæðum. Hvað varðar fólk um aldur þess sem það er að afgreiða? Utan kannski í Ríkinu og í bíó sem sem má þá sanna með öðrum hætti.

Kennitala við öll tækifæri er heimtuð með frekju af allskyns afgreiðslufólki sem kemur það ekkert við hvað maður er gamall.Og ef kennitalan er eitruð(gömul) þá mætir manni merkjanleg fyrirlitning eða vorkunnsemi.

Þurfum við ekki nýjar kennitölur sem innihalda ekki fæðingartölur nema dulkóðaðar eins og var í tilfelli Íslenskrar Erfðagreiningar þegar hún ætlaði að hjálpa okkur á heilbrigðissviðinu.

Aldur manns og afmælisdagur er einkamál sem blaðamönnum kemur ekki við.

Öðruvísi kennitölur takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband