Leita í fréttum mbl.is

Eiga aldraðir vini?

nokkursstaðar er það sem ég  hef verið aðvelta fyrir mér undanfarið? Ef þú ert gamall ertu ekki með, það má sparka í þig og troða eins og hverjum finnst hæfilegt. Sérstaklega þegar fólk er komið á þing.

Tilefnið var að ég hef starfað að verkfræðistörfum undanfarnin ár undir fyrirtækisnafni hlutafélags sem við hjónin eigum. Börnin okkar eru löngu tekin við stjórninni svo við erum ekki lengur ráðandi í félaginu, ekki einu sinni í stjórn. Fyrrum var ég í forsvari og hef teiknað margt á síðustu tíu árum. Einnig  höfum við verið í samstarfi við erlendar og innlendar verkfræðistofur við ýms verkefni. Allt hefur þetta gengið áfallalaust og ekkert hús hrunið, engin málaferli risið og mér vitanlega engar kvartanir borist. Það getur auðvitað vel verið að það séu til betri teiknarar en ég, t.d.samstarfsaðilarnir eru margir mjög flinkir. Hinsvegar getum við ýmislegt og tölvuþekking innan fyrirtæksisins er samt held ég nokkuð yfir meðallagi og við kunnum ýmislegt sem ekki allir geta endilega miklu betur.

En ég og fyrirtækið urðum  fyrir nýrri reynslu um daginn. Tæknideild Kópavogs var með pínulítið verkefni á sviði hönnunar burðarþols og lagna eftir margra ára hlé. Þeir voru búnir að láta einn vildarvin sinn teikna samkeppnislaust nokkurra íbúða hús. Það var alveg án útboðs.

Ég sá teikninguna og vissi að við höfðum leyst svona svipaða byggingu fyrir Kópavog á árum áður. Eiginlega kunnum við  þetta utanað og hefðum klárað þetta fljótt og vel . Ég hélt þeir myndu vilja vita hvað mitt fyrirtæki vildi gera þetta þessa þætti fyrir lítið. En þetta var allt brotið niður í burðarþol, lagnir og raflagnir. Þetta gerðum við  allt í fyrra verki og skrifuðum útboðslýsingar og magnskrár. Það verk er löngu búið og komið í notkun og ég hef aldrei heyrt að þetta hafi verið eitthvað gallað í hönnun.Allavega er húsið í notkun í dag. Eiginlega alveg sambærilegt verk.

 

Ég hugsaðii gott til glóðar þar sem byggingamarkaðurinn hefur verið nokkuð steindauður lengi eins og margir vita. Nei, takk Scheving!. Nú kom melding frá tæknideild  að tilboða frá mínu fyrirtæki væri ekki óskað þar sem ég sjálfur væri orðinn of gamall.  Ekki einu sinni í stjórn fyrirtækisins. Sem er ekki í vanskilum með nein gjöld til bæjarins og hefur aldrei verið. Heldur ekki ég sjálfur. Ég er orðinn of gamall! Jafnréttisstefna Kópavogskaupstaðar í reynd. Hvað ef ég hefði nú verið kona á óræðum aldri?  

Ég er samt löggiltur hönnuður burðarþols, lagna og raflagna auk þess að hafa arkitektsréttindi svo og að vera löggiltur byggingastjóri. Hef sjaldan verið hressari. Á ég að skila þessu inn? Er þetta bara allt í plati að dómi þessara hámenntuðu yfirmanna á Tæknideild Kópavogs? 

Nei, ég er 75 ára gamall. Ég á að vera úr leik. Fyrir það geldur fyrtækið mitt. Stór greiðandi fasteignagjalda í bænum. Það fær ekki að bjóða í samkvæmt úrskurði yfirmanna á tæknideildinni í Kópavogi. Á ég að styðja einhvern stjórnmálaflokk í næstu bæjarstjórnarkosningum? Er ég ekki orðinn of gamall til  þess að skipta mér af ? Kjósa eða eitthvað svoleiðis? Má ég kannski ekki gefa öndunum á tjörninni án leyfis tæknideildar Kópavogs? 

Svo eru allir flokkar alltaf að tala um hvað þeim þyki vænt um gamla fólkið. Það eigi að bjarga sér svo lengi sem það getur og blablabla.

Staðreyndin eftir allt hjalið er að Tæknideild Kópavogs hikar ekki við að sparka í bæjarbúa ,þegn og skattgreiðanda og brýtur auðvitað stjórnarskrána og jafnréttislaög eftir einhverjum geðþóttaákvörðunum skrifstofumanna sinna. Vita þessir utanbæjarmenn ekki hver borgar þeim kaupið?

Kannski hef ég þá fyrir rangri sök og þeir séu  bara að halda að þeir séu að losna við mig af einhverjum persónulegum ástæðum sem ég þekki ekki. En halda svona rök gagnvart fyrirtækinu sem er skattgreiðandi í bænum til áratuga og hefur skilað verkum án áfalla fyrir milljónatugi fyrir Kópavog á mörgum undanförnum árum. Hefur löggilt og menntað starfsfólk innan sinna raða? Er kannski pólitík í spilinu en fyrra meirihluta þótti hugsanlega lítið vænt um mig sem íhaldsbloggara. Ekki veit ég. Allavega hef ég ekki geð í mér til að kvarta við mína bæjarfulltrúa. 

En er þetta ekki dæmið um hvað að eldri borgurum snýr? Það er ekkert að marka snakkið um kærleikann til eldri borgara. Ekki fór mikið fyrir umhyggjunni hjá norrænu velferðarstjórninni sem skerti ellilaunin duglega árið 2009 og sá Steingrímur sýnir ekki einu sinni iðrunarmerki frekar en nafni hans á tæknideild Kópavogs.

Verðum við eldri borgarar ekki að hætta að hlusta á skrúðmælgi flokkanna í okkar garð. Tala við þá það eina mál sem þeir skilja og óttast? Vald atkvæðisins.

Fyrirbrigðið eldri Sjálfstæðismenn  er jafn tilgangslaust og gamlir kommar og frammarar. Það gerist akkúrat ekkert. Þeir svíkja allir jafnt.

Af hverju rennum við gamlingjar ekki upp framboðslistum til dæmis hér í þéttbýlinu og reynum að fá menn á þing. Við verðum ópólitískir með öllu.En setjum fram einfaldar skákir á þá sem ætla að stjórna. Þið gerið það sem við segjum eða við greiðum ekki atkvæði með ykkur. Einfalt mál.

Ég held að aldraðir eigi enga vini nema sína nánustu. Mér finnst Helgi í Góu vera á þessir skoðun.

Eigum við ekki að gera eitthvað Helgi og þið? Það er alveg klárt að enga pólitíska vini eiga aldraðir þegar til stykkisins kemur eftir kosningar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór

Ég sé að burðarvirkismúrblanda gangstéttar- og stjórnsýslusambands fjármálageirans et.al hefur bætt heldur hressilega við sig nýjum útibúum og teiknað handa þér nýjan raunveruleika. Þetta er CAD/Communisminn úr stjórn-sýslu-fræðunum. Svona fer þegar menn henda frelsinu fyrir borð og taka upp Norrænda ESB Stjórnsýslu í kjölfar eins bankahruns.

Gamalleiki undir norrænni stjórnsýslu fer eftir atvinnustigi. Ef það ríkir fimm prósent atvinnuleysi þá er allt í pati því þá veit stjórnsýslan ekki hvað hún á að gera af sér og reynir því sem fyrst að eyðileggja flest sem harðast, til að atvinnuleysið aukist á ný, því þá aukast völd norrændu stjórnsýslunnar í takt við aukningu eymdarinnar.

Þegar atvinnuleysi er komið upp í stjórnsýslu-þolanlega tölu, til dæmis 10 prósent, þá er blásið til árshátíðar stjórnsýlunnar og hún getur á ný hafið útgáfu asna-vottorða sinna sem segja að allir þeir sem sextugir eru orðnir, séu þar með og því miður "of gamlir"

Þegar atvinnuleysið í kassahagkerfisheimi stjórnsýslumanna stjórnsýlunnar er komið upp í 12 prósent, þá eru allir eldri en fimmtugir orðnir of gamlir og allt um seinan fyrir alla þá.

Þegar atvinnuleysið er komið í 15 prósent þá hefjast fyrir alvöru happy days hjá stjórnsýslumannaliði stjórnsýlunnar. Þá er til dæmis hægt að útskrifa lækna beint úr námi og út úr veruleikanum fyrir fullt og allt. Henda þeim ónotuðum og óuppteknum.

Þegar atvinnuleysið er komið í 20 prósent þá fær fertugur ekki einu sinni vinnu. Og þá mun margt fólk undir fertugt heldur aldrei fá launaða vinnu alla sína ævi. Svona er þetta í ÖLLU Evrópusambandinu.

Heimska er óháð aldri. Og oft er hún meðfædd. En þetta sem þú skirfar er CAD/COMM. Canditatus Communismo uber alles. Hræðslan við að gera mistök lamar allt og alla undir þessu hersetna kerfi. Og það þar sem hlutirnir hætta að "gerast". Þannig dóu Sovétríkin á stóru biðstofu stjórnsýslunnar eftir "rétta stimplinum".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.2.2013 kl. 21:11

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Óþolandi spilling Halldór, hittir alla jafn óréttláttlega ef þeir lifa nógu lengi :) Minnir að við tvö höfum verið í hálfgerðum minnihluta þarna í "ráðinu" í spillingarmótþróanum.

Kærð´etta, skora á þig.

Sólskinskveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.2.2013 kl. 23:31

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðan og tímabæran pistil.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2013 kl. 08:14

4 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Þetta er með því grófara sem ég hef séð lengi. Einelti búrókratana og valdníðslan er óþolandi. Þarftu að framvísa dánarvottorði til að fyrirtækið sem starfar við teljist gjaldgengt í Kópavogi! Skammarlegt!!

Halldór ég skrái mig hér með í ellismelli flokkinn hjá þér!

Sveinn Egill Úlfarsson, 28.2.2013 kl. 09:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Gunnar fyrir nákvæma analysu á vandamálinu eins og þín er von og vísa. Það er nefnlilega svo í Þýskalandi til langs tíma stefnan að aldnir hætti alveg að vinna til að hleypa þeim yngri að. En þeir leggja mikið upp úr að hamlir fái sína rentu. Íslenskir pólitíkusar eru hinsvegar allir þvílík svín að þeir ráðast alltaf fyrst á þá sem þeir halda að þeir ráði við, sem eru til dæmis aldraðir og öryrkjar.

Góða vinkona Jenný, gaman að fá þessi orð frá þér. Maður er bara svo mikill ræfill að maður nennir varla að gera neitt í svona máli þar sem þeir hafa öll völd en þú engin.

Takk Heimir,

Takk sveinn, við erum þá með flokksskírteini nr. 1 og 2. Hitler var með flokksskírteini nr.9 í sínum flokk þannig að þetta getur alveg eins komið hjá okkur eins og honum.

Halldór Jónsson, 28.2.2013 kl. 17:53

6 Smámynd: IGÞ

Takk fyrir að þessa grein. Það er full þörf á því að vekja atjhygli á því hvernig hver staða eldra fólks er í dag.

Þeir ungu gera ekki ráð fyir því að verða gamlir, eða hvað?

Nú skulum við að fylgjast með hverjar áherslur flokkana verða fyrir næsta kjörtímabil og er mér þá skiljanlega ofarlega í huga málefni eldra fólks, því nú er ég flokkaður meðal þeirra og verð að lifa af skammtinum eins og ég kalla það. Aldrei fyrr haf kjósendur haft eins mikla flóru flokka til að velja úr fyrir atkvæði sitt.

Já hvar finnst flokkur? Ekki furða þótt upp í huga komi, hvar í allri þessari flokkaflóru er að finna flokk sem okkur hugnast og hefur skilning á lífinu eins og það er.

Hvar finnst flokkur sem ekki notar frasann: Stefnt skal að ? Hvar finnst flokkur sem ekki letur til öflunar tekna vegna óhóflegra skatta? Hvar finnst flokkur sem ekki skattleggur tekjur sem þarf til lámarks framfærslu? Hvar finnst flokkur sem ekki gerir öldruðum ævikvöldið óþarflega dapurlegt? og Þannig mætti lengi telja.

IGÞ, 28.2.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband