Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð

stóð sig vel á Sprengisandi hjá Sigurjóni á Bylgjunni. Hann  er spurður um það, hvort fyrri ríkisstjórn hafi ekki þrátt fyrir allt unnið stórvirki í að bjarga landinu? 

Sigmundur byrjar á því að rifja upp að það hafi verið neyðarlögin og íslenska krónan  sem gerði Íslendingum kleyft að klífa út úr kreppunni. Ríkisstjórnin fyrri var alls ekki alslæm en hún gerði margt slæmt til dæmis í skattamálum sem hindraði fjárfestingu. Ytri áhrif hafi verið hagstæð, makríll gengið í lögsöguna. Staðan nú er samt verri en þegar sú stjórn tók við en þegar hún tók við því skuldir hafa vaxið. Atvinnuleysið hefur minnkað en margir fluttu líka til útlanda. Fjárfestingar hafa látið standa á sér.

Krónan bjó til vandamálið sem er snjóhengjan. En hún bjargaði þjóðinni líka út úr vandanum . Í vandamálinu felst líka lausnin. Launin hækka með auknum umsvifum og fjárfestingu. Krónan féll og skuldirnar hækkuðu. Þegar verið er að gera upp þrotbúin þá þarf að skoða skuldamálin í leiðinni.

Þegar undirskriftasöfnun úr 20 þúsund tölvum er borin saman við aðrar undirskriftir sem snérust um margfaldar uppphæðir, er það villandi. Það er ójafnvægi í pólitískri umræðu sem birtist  í umfjöllun um þetta mál. Greinin um loftárásirnar náði tilgangi sinum og kallaði fram svörun þeirra sem hún átti að ná til.  

Það er gríðarlegur munur á þessum undirskriftum og undirskriftunum  um Icesave.  Umræðan hefur ekki snúist nóg um staðreyndir málsins heldur það sem menn telja að sé að gerast.  Þetta er bara eins árs breyting sem um er að tefla.  Nýtt kerfi tekur við á næsta ári. Þetta er eins árs redding sem allt þetta gengur útá.  Álagning veiðigjaldsins var tæknilega óframkvæmanleg eins og fyrir lá. Þetta er að drepa litlu og meðalstóru fyrirtækin úti um land. Þetta myndi að óbreyttu leiða af sér samþjöppun og þeir litlu myndu gefast upp,  sem myndi hafa mikil  áhrif um landsbyggðina. Óbreytt stefna fæli í sér alt það versta í fiskveiðisstjórnunarkerfinu. Við  þurfum fremur að draga fram það besta í því.

Tekjurnar lækka ekki svo mjög mikið við breytingarnar með þessari leiðréttingu. Tekjurnar í sjávarútvegi hafa aukist mjög. Sjávarútvegur er víðast í Evrópu  ríkisstyrkt rányrkja. Hér skilar hún gríðarlegum verðmætum  Þetta er ekki eins og olía í jörðu. Við verjum kostina sem fylgja með því að  hámarka arðinn.

Hvað er æatt við þegar men tala um umframhagnað ? Eru þetta grannt skoðað ekki frasar?  Hvað er átt við ? Hagnað umfram eðlilegan hagnað?   Umframhagnaður getur verið minni en venjulegur hagnaður þegar allt er talið. Þetta getur verið minna en það sem fyrirtækin þurfa. Uppsjávarveiðar hafa skilað hagnaði, aðrar greinar minni. Þau fyrirtæki muni greiða hærri veiðigjöld en þau hafa gert en lækkað á hinum sem ekki bera hann. Einfaldast er auðvitað að skattleggja hagnaðinn hverju sinni án tillits til hvað er veitt og hvernig.

Hvar annarsstaðar er verið að nýta sameiginlegar auiðlindir. Aðrar greinar líka. Gjaldtökunni verður hagað með öðrum hætti. Menn geta velt fyrir sér hvað  áhrif tvöföldun eða tíföldun gjaldsins hefði. Yrðu meiri hagnaður eða minni spyr Sigmundur? Myndum við sem þjóð  hagnast á því? Það eru takmörk fyrir öllu. Núna erum við komin yfir mörkin, grundvöllurinn er  farinn. Ef selja þarf eignir til að greiða gjaldið.

Málið mætti fara í þjóðaratkvæði fyrir mér. En  núna er tíminn naumur. Það þarf að gera þetta núna strax. Við vildum ekki stefnu sem hefði skaðað greinina og myndi  setja mörg fyrirtæki í þrot. Við hækkuðum á þeim sem meira gátu. Ekki gott ef lög yrðu felld í þjóðartkvæði því þá hefðu menn engin lög að vinna eftir á næsta ári. Hvað þá? Í sjálfu sér ekki á móti þjóðartkvæði en að mörgu þarf að hyggja við framkvæmdina.

Margir á móti almennri skuldaleiðréttingu, Seðlabanki  líka. Ekki leiðrétta hjá þeim sem geta borgað segja sumir.  Almennt réttlæti er hinsvegar  markmið okkar.  Ekki nein leiðrétting fyrir þá sem enn skrapa saman með erfiði sínu segja margir. En forsendubresturinn gekk yfir alla.  Aðferðin fyrir leiðréttingu  liggur fyrir. Það voru ófyrirséð áhrif hvernig farið var með krónuna. Við tengjum þetta við upppgjör a þrotabúum bankanna. Ef það ekki gengur þá eru aðrar leiðir opnar.  Margt var jákvætt í umsögnum um okkar áætlanir en ekki allt.

Gagnrýnin er ekki ný og hefur staðið lengi. Hún er mjög lituð pólitískt. Það er samt búið að klára þessa umræðu i kosningunum.  Mestu vonbrigði mín voru hvernig  Samtök Atvinnulífsins skyldu beita sér svona gegn því að almenningur fengi leiðréttingu sinna mála á sama tíma og þau þrýsta á að málefni fyrirtækja verði leyst vegna forsendubrests  í lánamálum. Ótrúlegt að þau skuli ekki vilja sama fyrir almenning og þau vilja svo fyrir sig. Þau verða að taka sig á þegar samráð á að hefjast . Ekki gott og í raun sá tvískinnungsháttur sem þarna birtist.

Þingsályktunartillaga var okkar valda leið til að fá þetta formlega samþykkt af meirihluta þjóðarinnar.Líka til að fá umræðuna upp á borðið. Forystumenn stjórnarandstöðunnar stóðu  ekki  gegn málinu, þess vegna var allt þingið fengið  til að staðfesta að þetta ætti að gera.  BF studdi málið með okkur og hafi þeir þakkir fyrir. Það er formlega samþykkt af meirihluta þingsins að þetta skuli ganga fram.

Sigmundi finnst lífeyrissjóðirnir vera slappir að taka ekki meiri þátt í þessu.  Það er óheppilegt. Sigmundur biðlar til lífeyrissjóðanna að þeir sýni í samstöðu í  verki með að leggja meira af mörkum . Það verði að finna leiðir til þessa.  Ekkert kemur í veg fyrir að þeir komi líka að lánsveðshópnum . Dagsetningar liggja ekki fyrir en þetta verður gert eins hratt og hægt er.

Sigmundur gerir lítið úr gagnrýni ýmissa stórra aðila. Sigmundur segir sig hafa átt í deilum við ýmsar stórar skammstafanir. Gagnrýni á gagnrýni er pólitísk afstaða sem hefur legið fyrir lengi. Uppgjörið fór samt fram í síðustu kosningum. Við fylgjum niðurstöðunni sem þar fékkst. Stórar skammstafinir í Evrópu munu líka standa í vanda ef þetta tekst hjá Íslendingum.Það mun skapa kröfur hjá þeim um það að hugsa upp á nýtt. Sigmundur er sannfærður um að leiðin muni vera fær og ánægður að þingið hefur samþykkt að þessi leið skuli farin.

Tryggingagjald er neikvæður hvati til að ráða fólk í vinnu. Það skal lækkað. Er i vinnslu í fjármálaráðuneytinu.  Auðlegðarskatturinn gengur sitt tímabundna skeið. Gerir ekki ráð fyrir endurvakingu hans. Allt verður skoðað.

Glærurnar hjá fjármálaráðuneytinu voru ekki eins fagrar og við var búist þegar lagt er mat á þróun ríkisfjármála fram í tíman. Tröppugangur upp á við og meiri afgangur hjá ríkissjóði var það sem búist hafði verið við.  En nú koma ýmis áform í  útgjöldum sem breyta þessu í tröppugang niður. Þessvegna verður að ráðast í róttækar breytingar. Skynsamlegar breytingar. Sérstakur hagræðingarhópur á vegum rikisstjórnarinnar hefur tekið til starfa. Það er ekki hægt að halda áfram  á sama hátt. 

Fyrst og fremst eru dekkri horfur áminnig um að ráðstafanir verður að gera til að auka framleiðslu og útflutning. Skatturinn á gistinguna var felldur niður. Ekki til að draga úr tekjum, heldur til að auka tekjur. Sama á við um aðrar skattabreytingar. Sterk rök eru fyrir aukningu tekna í famhaldi af því.  Hækkun hefði fækkað ferðamönnum og tekjum af þeim. Skattur sem skemmir tekjustofna er ekki skynsamlegur. En svo hefur arðsemin ekki verið næg í ferðagreininni sem þarf að breytast.

Veiðigjaldið átti að breytast með lögum og því  verður að breyta þeim  lögum. Það vantaði upplýsingarnar og reikningreglan var tilraunastarfsemi.

Evrópusambandið þarf að skipulegja sig betur fyrir framhaldandi viðræður. Þeir eru  búnir að biðja um að kúrsinn hjá okkur leiðréttist í viðræðunum. Það sé ekki hægt að semja án einarðs vilja til að vilja til að fara inn. Fule sagði að það yrði að verða breyting í kosningunum og að staðráðnir flokkar yrðu að vera í stjórn fyrir raunverulegar aðildarviðræður.  Lausganga gengi ekki áfram.

Núna eftir kosningar vill  hvorugur stjórnarflokkurinn  fara inn. Við munum gera þeim grein fyrir því í júlí  . Skoðanakananir segja að sumir vilji ljúka viðræðum.  Það  þarf þjóðaratkvæði til að halda áfram viðræðum.  Skammstafanir  eins og OECD sögðu líka að það hentaði Íslandi engann veginn að ganga inn núna eins og mál séu að þróast. Innganga á sama tíma og refsiaðgerðir Sambandsins vegna fiskveiða stæðu yfir? Það væri þá varla hentugur tími fyrir þjóðaratkvæði.

Ætlaðirðu  ekki að gagnrýna greinina mína spurði svo Sigmundur.  Greinin vakti upp akkúrat  þau viðbrögð sem ég vildi fá. Fyrrverandi utanríkisráðherra fór  akkúrat í þetta eins og ég vildi. Hann  ræður ekki alveg við sig þegar ýtt er á ákveðna punkta. En  greinin snérist ekki um mig heldur snérist hún um lýðræðislega umræða. Og þannig virkaði hún einmitt sagði Sigmundur í lokin.

Í heild fannst mér Sigmundur Davíð standa sig með mestu prýði og svar öllum spurningum af yfirvegun og sannfæringu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband