Leita í fréttum mbl.is

Tónlistarveisla frá Akureyri

er núna í sýningu á N4 útvarpsstöðinni. Ég er bókstaflega kjaftstopp.

Þarna hefur þvílíkur fjöldi listamanna þjóðarinar komið fram í þvílíkri sviðsmynd í Hofi með mörgum kórum og sínfóníuhljómsveit að ég er bara ringlaður. Allir okkar fremstu sönglistamenn koma fram. Hvar sér maður annað eins?

Er þetta virkilega hægt án ríkisstyrks? Er N4 einkarekin stöð eða ríkisrekin?  Hvernig er þetta hægt?

Ég vildi vita meira um þetta allt. Kostun,uppsetningu, hljómsveit, kóra. Þetta er á heimsmælikvarða. Allt!

Þvílík tónlistarveisla fra Akureyri. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er ég nú búinn að vera að benda á lengi Halldór. N4 og ÍNN eru að gera langt um betur en ríkissjónvarpið með alla sína milljarða af skattfé landsmanna og skjáauglýsingum sem beinlínis eru til höfuðs stöðvum eins og N4 og ÍNN. Ef við lokuðum ríkissjónvarpinu myndu þessar einkareknu stöðvar blómstra sem aldrei fyrr svo gætu þeir sem vildu sápur og ameríska afþreyingu geta heypt áskrift af Skjánum eða Stöð 3 fyrir þriðjungi lægra gjald en nefskatturinn er.  Og halda menn að enginn myndi sinna íslenskri tónlist ef rás 2 yrði einkavædd?  Auðvitað ekki.  Aðrar stöðvar bíða beinlínis eftir að ríkisútvarpið hætti að yfirbjóða efni og undirbjóða auglýsingar. Ef ekki væri fyrir ríkisverndaða dægurrás eins og rás 2 þá væri miklu meiri spilun á íslenskri tónlist á öllum hinum rásunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.12.2013 kl. 00:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú segir margt um RÚV. Og því miður er margt til í þessu. Mér skilst að við borgum ekkert í þessu N4. Samt geta þeir þetta. Þessi stöð yfirtrompar ÍNN algerlega svo mjög sem ég dáist að Ingva Hrafni fyrir hans dugnað og allt það.

Ég er búinn að horfa ´allt þetta aftur og ére er enn meira klumsa af aðdáun. Þetgta er svo bilað flott. Ef nokkuð sannfærir mig um tiolgangsleysi RÚV þá er það svona viðburður. Við þurfum þetta ekki.

Það er auðvitað hætta að kónar eins og Jón Ásgeir eða Rupert Murphy nái hreðjataki á alri fjölmiðlun. En er ekki bara í staðinn staðreynd að kommarnir hafa hreðjatakið á RÚV og við borgum hvort sem okkur líkar verr eða betur?

Halldór Jónsson, 25.12.2013 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband