Leita í fréttum mbl.is

Er Trúin orsök hins illa?

í mannheimi sem birtist okkur í fréttum frá degi til dags? Eða er hún bara yfirvarp illmenna?

Hvarvetna eru menn að drepa menn til að friðþægja einhverjum óútskýrðum yfirmanni sem enginn hefur séð nýlega eða sérstakan spámann hans. Gjarnan eru fengnir sérstakir umboðsmenn þessa sama til að segja fyrir um framgang illskunnar og eru þá kallaðir trúarleiðtogar. Þeir hafa líkan skrifaðan texta meðferðis sem "sönnun" málflutningsins. 

Morgunblaðið tekur þetta fyrir í leiðara í dag. Þar segir m.a.:

 ".Samkeppnin á milli Sáda og Írana blasir við nánast hvert sem litið er. Rammast hefur kveðið að henni í Sýrlandi, þar sem stuðningur Írans við Assad forseta hefur leitt af sér samsvarandi stuðning Sáda við uppreisnaröflin í landinu. Íranir hafa aukinheldur stutt vel við bakið á sjítum í Írak og stutt við mótmæli meirihlutans í Barein, svo fáein dæmi séu nefnd. Til þess að sporna við uppgangi Írana hafa Sádar brugðist við með ýmsum hætti, og meira að segja tekið höndum saman við höfuðóvininn Ísrael til þess að reyna að hemja metnað Írana í kjarnorkumálum.

Ofan á þetta bætast ítök öfgamanna, á borð við Al Kaída-samtökin, en í hreyfingu þeirra, sem kennir sig við íslamskt ríki í Írak og Sýrlandi, fyrirfinnast menn sem telja sjíta meiri óvini sína en hin hötuðu vesturveldi. Beina þeir því hermdarverkum sínum mestmegnis að trúbræðrum sínum og reyna að valda frekari úlfúð og illindum á milli hinna ólíku trúarhópa.

Heyrst hafa raddir um að rígurinn nú sé einungis upphafið að stærri trúarbragðadeilu innan Íslams, hliðstæðri þeirri sem ríkti í Evrópu á dögum Þrjátíu ára stríðsins, þar sem mótmælendur og kaþólikkar bárust á banaspjót yfir réttri túlkun á friðarboðskapnum. Líklegt er að togstreitan á milli Sáda og Írana, og súnníta og sjíta þar með, muni vara lengi enn, og er fátt við því að gera.

En ef íslamska kalda stríðið endar í hjólförum Þrjátíu ára stríðsins gætu afleiðingarnar orðið afdrifaríkar ef ekki beinlínis skelfilegar, ekki einungis fyrir heimshlutann, heldur heimsbyggðina alla."

Svo mörg voru þau orð.

Menn sem hafa lesið í Sturlungu kannast við hvernig  hinir verstu skálkar létu skriftast af presti áður en högginn var af þeim hausinn. Þórður Andrésson bað subdjákninn og hinn strangtrúaða Gizur Þorvaldsson fyrirrgefningar áður en  hann skyldi gerður höfðinu styttri í Þrándarholti. Gizur tók því ljúfmannlega og kvaðst skyldu gera það strax og hann væri dauður. Lét Geimund þjóf höggva hann, þreifaði í sárið og bað höggva annat.  

Annar dauðamaður í Sturlungu bar þvílíkar sakir á sig við skriftirnar að prestur sagði Þórði Sturlusyni að honum þætti hann eigi dræpur. "Hengið þér hann þá fyrst" sagði hinn vel kristni Þórður og bróðir rithöfundarins Snorra. Var svo gert.

Ofangreind leiðaratilvitnun rifjar upp styrjaldir kristinna þjóða fyrir margt löngu.  Þær fóru líka í sérstakar sláturferðir á hendur múslímum á dögum krossferðanna. Nú slátra múslímar hvor öðrum ef þeir geta ekki einbeitt sér að okkur hinum kristnu sem þeim ber að snúa eða drepa.  

Lítið er um að kristnir séu að slagta hvor öðrum í nafni Guðskristni í seinni tíð hvað sem veldur. Helst er þó hægt að efna til slíks með tilvísan í ættfræði ef ekki skiptingar í kaþólsku og annað form trúarinnar á Biflíuna. Jafnvel í tiltölulega siðuðum löndum eins og á Írlandi og Bretlandi.

Allt byggist þetta á ótta dauðlegra manna við dauðann og þá grimmd æðri máttarvalda sem við tekur hjá syndugum samkvæmt trúnni á kærleikann og réttlætið.  Trúarbrögð virðast  enn sem fyrr vera undirrót flestrar ógæfu og ótta í veröldinni. Ef ekki væri þetta tal um óttann og framhaldslífið að þvælast fyrir þá væri allavega einni einu áhyggjunni minna í mannheimi.  Ef menn sættu sig einfaldlega við þá hugsun að enginn veit hætishót um meðfæddan dauðann og eðli hans, þá væri margt einfaldara.

Það er margt fólk sem ekki kærir sig hætishót um eitthvað sem við tekur hugsanlega eftir dauðann. Kærir sig ekki neitt um eitthvað framhaldslíf. Finnst þetta streð kappnóg. Það vill bara ekki neitt meira en það sem því bauðst í þessu jarðlífi.Engan englasöng, hörpuleik eða meira vín og villtar meyjar.

Þetta fólk hefur alveg sömu tilfinningar um kærleika og hinir. Þarf enga forskrift að því. Það óttast dauðann  ekkert meira en þeir sem halda dauðahaldi í einhverja tilhugsun um framhaldslíf eða stranga dómara annars heims eftir skrifuðum rexta.  Yrði ekki mannlífið bara betra eða einfaldara án þessa sífellda trúarboðskapar og innrætingar? Menn sæju enga ástæðu til að drepa aðra vegna meintrar vanþekkingar þeirra? Er mannskepnan ekki nógu eðlisill án þess að gefa henni yfirvarp til óhæfu?

Er þá uppsiglandi styrjöld milli múslíma fyrirkvíðanleg eins og Morgunblaðið hefur áhyggjur af? Sjálfsagt verður hún ekki áhrifalaus utan landamæra múslímaríkjanna. Eitt er víst að Kóraninn og trúin á Múhameð lifir hana af og þeir munu sigra sem trúa rétt á kenningarnar. Hinir verða farnir til Paradísar og 7 óspjallaðra meyja svo lengi sem það varir.

Spurning er líka hvenær þessi boðaða styrjöld hefst og með hvaða vopnum hún verður háð. Er  endilega víst að kristnir menn á Vesturlöndum og Morgunblaðið eigi að reyna að stjórna byrjuninni? Þurfum við að hafa áhyggjur af því hvað tekur við í Afgahnistan eftir að Ingibjörg Sólrún er farin þaðan? Þurfum við endilega að taka á móti hælisleitendum þaðan sem flýja Talibana?

Virðist ekki bara trúin vera orsök flests hins illa í heiminum? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má ekki setja alla TRÚ undir sama hattinn.

Það getur verið mikill munur á t.d. KRISTINNI trú:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1337095/

--------------------------------------------------

og svo islam:

Múslimar drepa 400 börn undir sínum merkjum.

http://www.ruv.is/frett/400-born-drepin-i-syrlandi

Jón Þórhallsson, 29.1.2014 kl. 16:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Segja það ekki allir?

Hvað sagði Faríseinn? Hvað sagði Tollheimtumaðurinn? Hvor var nær Guðsríki?

Halldór Jónsson, 29.1.2014 kl. 18:15

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hugmyndaheimur hvers mans er hans trú.

Það er forvitnilegt að skiggnast hér inn í þína trú.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 30.01.2014  Jónas Gunnlaugsson

 http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Jónas Gunnlaugsson, 30.1.2014 kl. 07:57

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég held mig við gamla íslenska þjóðtrú og fornan sið.

Sigurður Þórðarson, 30.1.2014 kl. 09:33

5 Smámynd: Halldór Jónsson

"Til moldar oss vígði hið mikla vald..." sagði Einar Benediktsson. Af hverju sættum við okkur ekki við staðreyndir? Endir er endirinn.

Halldór Jónsson, 30.1.2014 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband