Leita í fréttum mbl.is

Ekki var nú mikil aðsókn

á Austurvöll við herlúðra fylgisflokka Evrópusambandsins Samfylkingarinnar og VG ef marka má vefmyndavél Mílu sem ég sé á netinu.

Mér skilst að minnst tvær undirskriftasafnanir séu í gangi á vegum sömu flokka gegn því að hætta aðildarviðræðunum.  Nú í þessu talar Evrópusambandssinninn Steingrímur J. Sigfússon. Að vanda kemur ekki eitt einasta efnisatriði fram heldur hendir hann ónotum í utanríkisráðherra á sinn venjulega upphafna hátt. Hvað erindi hann á í ræðustólinn í þetta sinn skil ég ekki. Svo kemur Svandís og spyr til hvers þetta allt sé? Þetta sé leikrít sem hún skilur ekki? Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir mig.

En málið er það, að ég er algerlega á móti því að hafa þjóðaratkvæði um Evrópumál með sveitarstjórnarmálum. Ef fólk vill greiða atkvæði um inngöngu í ESB þá tel ég nauðsynlegt að slíkt stórmál fá algerlega sjálfstæða kosningu. Einhver tiltölulega fámennur gargfundur  á Austurvelli á ekki að trufla störf Alþingis þannig að Píratar hlaupi upp til handa og fóta og flytji vanhugsaðar tillögur um að trufla komandi sveitarstjórnarkosningar.

Viltu ganga í ESB?

Því á fólk að svara áður en en það heimtar aðildarviðræður. Þær hljóta að koma á eftir grundvallaratriðinu. Kemur ekki hænan á undan egginu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband