Leita í fréttum mbl.is

Verkfallsréttur

opinberra starfsnmanna gengur ekki upp. Það er alveg sama hvernig ég velti þessu fyrir mér, þá er mín niðurstaða sú sama. Opinberir starfsmenn geta ekki farið með verkfallsrétt.

Ég er opinber starfsmaður þó ég stimpli hvergi inn né einhver sakni mín þó ég  mæti ekki. Ég get ekki lifað á þeim launum sem ríkið skammtar mér sem ellibelg. Ég er þessvegna upp á sjálfan mig kominn hvort ég horfell eða ekki. Ég þarf að greiða fyrir mig hlutfallslega mikla skatta af minni starfsemi til ríkisins. Peninga sem mig sárlega vantar til að komast betur af.

Get ég boðað og farið löglega í verkfall og hætt að borga skatt nema það verði samið við mig? Get ég varnað skólabörnum inngöngu í skólann sinn nema samið verði við mig? Get ég stillt mér upp á umferðargötu og lokað henni. Sagt við lögregluna að hér sé verkfallsaðgerð í gangi, fólk verði að fara aðra leið. Get ég sett truflanasendi í gang til að trufla fjarskipti? Hætti ekki nema samið verði við mig?

Af hverju eru ellibelgir ekki viðurkenndir samningsaðilar? Vegna skorts á þvingunaraðgerðum?

Af hverju geta kennerar notað nemendur sína, sem ríkinu er skylt að uppfræða, sem þvingunarmeðul? Af hverju geta flugumferðarstjórar notað flugumferð sem þvingunartæki fyrir sjálfa sig? Reagan sagði að þeir gætu það ekki í USA.  Hefur einhver heyrt af verkfalli í Bandaríkjaher? Eða í skólunum þar? Hjá FBI? Slökkviliðinu í New York? Af hverju höfum við þessa sérstöðu hér?

Ég held að núverandi kennaraverkfall eigi ekki að leysa nema samið verði um að þetta sé síðasta verkfallið. Standi það enn í haust þá verðum við að endurskipuleggja allt kerfið.  Með  valdboði ef með þarf. 

Það er ekki hægt að reka þjóðfélag  þegar minnihlutar sætta sig ekki við að vera í minnihluta og grípa til þvingunaraðgerða gegn meirihlutanum. Það er eitthvað að þeim leikreglum sem um þetta gilda.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekkert gert ef einhverjir félagsmenn kljúfi flokkinn og stofni nýjan. En á hann að afhenda þeim hlutfallslega  af eignum gamla flokksins? Annars loki þeir dyrunum að Valhöll?

Menn geta sagt upp og farið úr sínu starfi.   En þjóðfélagið getur ekki búið við þennan svonefnda verkfallsrétt lengur. Hann er forneskja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Sjálfstæðismenn eru þeir, upp til hópa, sem eru á móti því að smælinginn komist upp með eitthvað múður (lesist : t.d. verkfallsrétt, rétt til að mótmæla ósanngirni) og finnst mér ágætt að sjálfstæðismenn/maður finni það á eigin skinni, og þegar jafnvel hálaunaðir (eða fyrrum hálaunaðir) verkfræðingar og ofurmenni, sjá að ellilífeyrisþegar, öryrkjar og minni máttar, horfalla, og/eða ná ekki að lifa á því sem fleygt er í þá.

Velkominn í hóp þeirra og vonandi opnast augun sem aldrei fyrr.

Már Elíson, 30.3.2014 kl. 11:36

2 Smámynd: Elle_

Mér fannst góðir punktar í pistli Halldórs.  Og hvort sem hann er lærður verkfræðingur eða ekki, Már.  Unglingarnir okkar eru í vissri hættu.

Elle_, 30.3.2014 kl. 15:28

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Már - ertu sá sem hefur verið í fararstjórn erlendis og átt veitingastaði ? Ef svo er þá hitti ég fólk nýlega sem nefndi þit nafn í því samhengi að þú værir duglegur að taka fyrir smælingjana (les: Már) af því sem venjulega er kallað virðisaukaskattur og annað slíkt, en venjulegir menn í rekstri skila í gegn um sjóðvélar og greiða lögbundna skatta og gjöld.

Gott að geta sett sig á háan hest eins og þú gerir, en svo átt þú eitthvað í skugganum ef satt reynist sem girir málflutning þinn veikan og laskaðan og ekki hægt að taka mark á slíkum gosum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2014 kl. 15:36

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála, það á að setja lög á þetta verkfall og taka verkfallsrétt af flugumferðarstjórum.

Verkfallsaðgerðir sem gera ekkert annað en að skaða samfélagið, líkt og kennaraverkfallið eiga ekki rétt á sér.

Af hverju fara þeir ekki í verkfall í upphafi skólaárs eða í lok þess? Þetta er niðurrifsstarfsemi að beita lítilmagnanum fyrir sig.

Því miður á þetta fólk ekki hina minnstu samúð inni hjá mér.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.3.2014 kl. 16:54

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Samningsrétturinn raðast til grunnréttinda í lýðræðislegu samfélagi. Og oft á tíðum er verkfallsréttur eina vopnið sem stéttarfélag hefur. Og það ber vitaskuld að virða. Ef vilji liggur til þess að taka þennan lögbundna rétt af stéttarfélögum þá verður að vera til farvegur til að leysa úr kjaradeilum sem enda í blindgötu. Hvaða farveg hafa menn í huga? Mögulega væri hægt að beina erfiðustu kjaradeilunum til úrskurðar lögskipðarar nefndar sem starfaði í anda meðalhófs. Nefnilega nefndar sem samningsaðilar vita með vissu að tekur við samningsferlinu þegar fyrirsjáanlegt er að aðilar ná ekki saman.

 

Þar sem menn líta fyrst og fremst til verkfalls framhaldsskólakennara þá þykir mér nokkuð einsýnt að lögskipuð nefnd myndi horfa til þess að framhaldsskólakennarar hafa á nokkrum árum dregist aftur úr í launum þegar miðað er við sambærilegar stéttir innan ríkisgeirans. Og þar sem launastefna ríkisins liggur skýr fyrir þá er vandséð hvernig lögskipuð nefnd kæmist hjá því að leiðrétta þennan launamun.

Jón Kristján Þorvarðarson, 30.3.2014 kl. 22:36

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér að ofan er miklað fyrir sér hve mikilli truflun verkfall opinberra starfsmanna geti valdið. En hvað um flugmenn og flugþjóna og vald þeirra og viðsemjenda þeirra til að stöðva flug til og frá landinu að stærstum hluta og setja þá atvinnugrein, sem nú skilar mestum útflutningstekjum í þjóðarbúið, í uppnám?

Af hverju hafa opinberir starfsmenn einhverja sérstöðu miðað við aðra launþega?

Ómar Ragnarsson, 31.3.2014 kl. 00:05

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Verkfallsrétturinn er eitthvað heilagsta vopn launþega og reyndar þeirra eina vopn. Því ber að fara með þetta vopn af skynsemi, mikilli skynsemi.

Auðvitað bitnar afleiðing verkfalls alltaf mest á þeim sem síst skyldi, en meðan ekkert annað vopn er fyrir hendi verður svo að vera. Því meiri ástæða er fyrir báða aðila að koma í veg fyrir verkfall.

Hvort einhverjir hópar eru betur fallnir til að höndla þetta vopn, ætla ég ekki að dæma um, en bendi þó á að almennir launþegar hafa borið mikla virðingu fyrir þessu vopni sínu hin síðari ár. Sumir aðrir hópar eru tiltölulega fljótir að grípa til þess og stundum finnst manni þar vera frjálslega farið með skynsemina.

En það eru ekki allir launþegar sem hafa þetta vopn undir höndum og má glöggt sjá að kjör þeirra hópa eru mun verri en hinna. Síðuhöfundur bendir á aldraða í þessu sambandi, en það má benda á fjölda annara, t.d. þeir sem sinna öryggisgæslu, eins og sá sem þetta ritar gerir.

Varðandi það verkfall sem nú er í gangi, þá hefur sá hópur lítinn samhljóm með þeim launþegum sem nýlega urðu að sætta sig við launahækkun upp á 2,8%, ekki nándar nóg til að vinna upp það tap sem varð vegna verðbólgu síðasta árs, hvað þá að einhver leiðrétting hafi orðið vegna þeirra kjaraskerðingar sem bankahrunið olli.

Vissulega má segja að rök kennara séu fullgild, en það má segja um alla hópa. Kennarar hafa ekki farið verr út úr kjarabótum en launþegar innan ASÍ, þó þeir geti vissulega bent á aðra hópa sem meir hafa fengið.

Það er deginum ljósara að ef kennurum tekst að ná fram þeim hækkunum sem þeir sækjast eftir munu aðrir hópar ríkisstarfsmanna krefjast hins sama og kennarar þá aftur komnir í sömu stöðu gagnvart þeim.

Hitt er alvarlegra, að kjarasamningur ASÍ gildir einungis fram til næstu áramóta. Verði það launaskrið innan ríkisstarfsmanna, sem kennarar sækjast eftir, mun verða útilokað að gera nýjann kjarasamning almennra launþega um næstu áramót, án þess að sambærileg hækkun komi til. Þá er víst að þeir sem þurfa að vinna samkvæmt kjarasamningum ASÍ munu dusta rykið af verkfallsvopninu. Það vopn hafa þeir launþegar ekki tekið fram í langann tíma.

Ég er ekki talsmaður þess að leggja beri niður verkfallsréttinn, hvorki hjá einstökum hópum né að fullu. Nú þegar eru of margir án þessa vopns og ganga til kjarasamninga naktir, enda árangur þeirra samkvæmt því.

Þá er ljóst að ef þetta eina vopn er tekið af launþegum, eru uppsagnir einar eftir. Áhrif þeirra eru enn skelfilegri en verkfalls. Þeir sem fara í verkfall mæta aftur til vinnu þegar samningur hefur verið gerður, en ekki er víst að heimtur yrðu góðar ef fólk verður að segja upp starfi til að sækja sér kjarabætur.

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2014 kl. 08:17

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar

það er grundvallarmunur á flugmönnum og flugþjónum og flugumferðarstjórum. Öll flugfélög keppa í mannahaldi og þau eru einkarekin. Flugumferðarstjórn er glóbal og ekki rekin af einkaaðilium frekar en Bandaríkjaher. Það er sérstaðan að mínu viti. Einkareknir skólar sem tæku að sér að kenna fólki skv. forskrift verkkaupa yrðu sjálfir að tryggja reksturinn. Mér finnst grundvallarmunur á slíkum skóla og ríkisskóla.

Gunnar heiðar, nú er ég ekki sammála þér með áhrif uppsagnar. Þeir sem segja upp í þvingunarskyni verða að sæta því að verða alls ekki ráðnir aftur nema sem síðasta úrræði verkkaupa.Sbr. Patco.

Halldór Jónsson, 31.3.2014 kl. 08:29

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar Heiðar. Svarið er einkarekstur alls staðar sem hægt er að koma honum við. Þá eru eftir staðir þar sem opinberir aðileað eru einir færir um að leysa þjónustuna af hendi. Það eru herir, landhelgisgæslur,flugumferðarstjórar, sem sagt opinberir starfsmenn í greinum sem ekki er hægt að semja við einkaaðila um.

Halldór Jónsson, 31.3.2014 kl. 08:32

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Ein aðalástæðan fyrir að ég er á móti AGS/EES/ESB-grunnsvikunum, er vanvirtur réttur þeirra, sem lægst eru launaðir, og minnst eru verðmetnir, hjá Alþjóða-banka/lífeyris-svikurunum ofbeldisfullu.

Verkfallsréttur var, er, og verður áfram, mikilvægur grunnur þess, að þrælahald er í dag, og verður áfram bannað í siðmenntuðum heiminum.

Þegar láglaunastarfsfólk hins opinbera dregst aftur úr öðru starfandi launafólki hins opinbera um 17%, sem þó heyra undir samninga ríkisins, þá er kominn alvarlegur brestur í áratuga/aldagamla kjarabaráttu minnimáttar verkafólks! Fátækt bitnar alltaf verst á börnum.

Það þarf vissulega að breyta ofríki heilaþvottakerfisins ó-snertanlega í opinberlega reknum grunnskólunum. En það verður ekki gert með því að svíkja launafólk framhaldsskóla um umsamin verklaun/kaupmátt!

Framhaldsskólakennarar þurfa jafnvel stundum að byrja á því, að kenna börnum að lesa og trúa á sjálfa sig! Sem opinbera grunnskólakerfið ríkishannaða, en sveitarfélagarekna, hefur ríkisstjórnar-athugasemdalaust fengið að svíkja börnin um, í mörgum tilfellum?

Það er merkilegt að einhverjum detti í hug að setja lögbann á réttmæta 17% launaleiðréttingar-kröfu framhaldsskólakennara, árið 2014, á Íslandi.

Kennarar, líkt og annað láglaunafólk á Íslandi, borga ofurmafíubankaskatta og lífeyrisræningjasjóða-skylduskatt til ríkisins! Og margþættir skyldu-mafíuokurskattar þessa láglaunafólks, halda meðal annars eldriborgurum og öryrkjum, eins og mér, þér og fleirum, gangandi frá degi til dags. Gleymum því ekki, hverjir borga. Þökkum fyrir samfélags-framlag svikins láglaunafólksins Halldór.

Samfélag er keðja. Og allir hlekkir keðjunnar eru jafn mikilvægir fyrir gæði/styrkleika þessarar samfélagskeðju. Brestir/rof í keðjunni eru sárbærir og dýrir fyrir samfélagið litríka.

Þetta er staðreynd.

M.b.kv.   

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2014 kl. 12:22

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Prédikari

Már þegir þunnu hljóði. Er hann ferðamálafrömuður í útlöndum? Ég veit ekki hvað hann er að fara að tala um fyrrveradni hálauna verkfræðinga.það er nú fátt um millana í þeirri stétt.

Halldór Jónsson, 31.3.2014 kl. 22:23

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef þetta er sá sem mér var sagt frá þá talar hann Spánversku eins og krakkarnir kynnnu að segja. Þá var hann eitthvað, eða er í tónlist sem er nú einn sektorinn enn sem auðvelt er að sneiða hjá Bjarna Ben ætli menn sér það.

Svo kann vel að vera að hann sé ekki sá sem mér var sagt frá en nafnið er nú ekki algengt.

Mér fannst hann setja sig á full háan hest, en muna skulu menn að fallið getur verið hátt hjá slíkum. Svona yfirlýsingar eins og hann viðhafði eru orðnar þreytandi því það er venjulega um að ræða sleggjudóma göturæsisins sem styðjast að jafnaði ekki við nein rök eða alvöru heimildir, né taka slíkir rökum eða skjalfestum heimildum til að ná þeim niður úr skýjunum.

Má kannski kalla þá skýjaglópa, þó enga flugvélina þeir eigi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2014 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband