Leita í fréttum mbl.is

Leikskólakennarar

í Kópavogi eru að kikna undir álaginu.  Það vantar meiri peninga.

Allstaðar eru Íslendingar að kikna undir álaginu. Það er hinsvegar nokkuð útbreidd skoðun að Íslendingar séu til muna dugminni starfskraftar á vinnustöðum en til dæmis Pólverjar. Maður sér þetta auðveldlega til dæmis á byggingastöðum  með því að horfa. Íslendingar með eyrað á símanum, ráfandi í hringi eða kjaftandi meðan Pólverjarnir líta varla upp úr verkinu.

Vinnuálagið á Íslendingunum virðist víða áberandi minna en á Pólverjunum nema það sé svona erfitt að vera í símanum eða kjafta.  Svo eru Pólverjarnir gjarnan bara í vinnuferð til Íslands og þurfa ekki að vera heima yfir veikum börnum eða vegna veikinda konunnar.

Til eru verktakar sem geta vitnað þessu til staðfestingar ef menn kæra sig um. En það kærir sig enginn um að tala um almennt slakan framgang á íslenskum vinnustöðum og lélegen vinnumóral. Maður sér mikinn mun á vinnuseminni strax og maður kemur til Bandaríkjanna þó kaupið sé ekki ýkja hátt þar í landi.  Og í Tyrklandi Herre Gud!. Þar er unnið rösklega. Til afsökunar má auðvitað nefna að kaupið á Íslandi er svo lágt að Íslendingum finnst ekki sanngjarnt að þeir þurfi að selja mikið vinnuframlag til viðbótar við það að mæta, þó Pólverjar séu tilí það. 

Nú kikna leikskólakennarar, bráðum flugumferðarstjórar, svo háskólakennarar og svo bráðum blessaðir þingmennirnir undir álaginu. Það kostar meiri peninga að létta því.

Er ekki  hægt að fá hingað  pólska þingmenn og leikskólakennara til að létta undir með landanum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór þetta var nú kallað leti í minni sveit, en ekki of mikið álag.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.4.2014 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband