Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk opinberun

felst í færslu Jóns Magnússonar um gang mála í Borginni síðasta kjörtímabil. Jón segir:(feitletrun bloggarans)

"Á meðan Jón Gnarr borgarstjóri hefur heillast af verkefnum sem þjóna sýniþörf hans t.d. á hinsegin dögum, degi fatlaðra, einhverfra, blindra o.s.frv. þar sem hann er samkynhneigðasti einstaklingurinn á hinsegin dögum, fatlaðastur allra og blindastur þegar það á við og tjáir sig um eigin reynslu af  einelti  þegar það á við, hefur Dagur Eggertsson farið sínu fram sem borgarstjóri í pilsfaldi dragdrottningarinnar.

Samfylkingin undir forustu Dags ber því ábyrgð á stjórn Borgarinnar. Nú þegar rignir sést t.d. vel hveru illa viðhaldi gatna hefur verið sinnt, en sumar götur eru beinlínis hættulegar til aksturs. 

Viðhaldi og uppbyggingu hefur verið frestað á meðan verkefni fáránleikans hafa fengið meira vægi eins og sást best á Hofsvallagötunni þegar öruggri götu var breytt í furðufyrirbæri, fuglahúsa og götumynda.

Dagur B. Eggertsson ætlar nú að reisa önnur hús en fuglahús. Eftir að hafa setið í fjögur ár og látið hjá líða að gera eitthvað í húsnæðismálum Reykvíkinga, þá er helsta kosningaloforðið að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík um 2500 til 3000.

Þegar ráðandi stjórnmálaflokkur kemur með svona ábyrgðarlaust yfirboð þá er rétt að spyrja hvað margar leiguíbúðir urðu til á kjörtímabilinu. Svarið við því sýnir í hnotskurn að fáránleiki Dags og Samfylkingarinnar nær út yfir þjófamörk  furðulegheitanna á Hofsvallagötunni. 

Nægir að minna á að Samfylkingin telur skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána ofviða efnahagskerfinu á sama tíma og Samfylkingin setur fram kosningaloforð sem kostar miklu meira en skuldaleiðréttingin. Ef skuldaleiðréttingin veldur erfiðleikum í efnahagskerfinu þá er ljóst að kosningaloforð Dags er innihaldslaust.  "

Og hvað hefur þá hinn mikli byggjari Dagur B. byggt af félagslegum leiguíbúðum síðastliðið kjörtímabil?


Félagsbústaðir í Reykjavík eiga nú 2.150 íbúðir en af þeim eru 312 svokallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Lítið hefur verið keypt af íbúðum frá hruni eða aðeins fjórar til fimm á ári að meðaltali. 

Fjórar til fimm að meðaltali. Það eru afköstin hjá Degi B.

Sagt er að ekki hafi fjölgað á biðlistanum eftri félagslegum íbúðum í Borginni á undanförnum árum. „Það er vegna þess að íbúðum hefur fjölgað á almenna markaðnum og fólk hefur getað notað almennu og sérstöku húsaleigubæturnar til þess að leigja á honum.“ segir Sigurður <Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbúsataða í Reykjavík.

Í Kópavogi eru 256 á biðlista eftir félagslegu húsnæði en leiguíbúðir í eigu bæjarins eru 385. Engar íbúðir eru í framleigu, að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa. 
Kópavogsbær hefur keypt og byggt 88 félagslegar íbúðir á undanförnum fimm árum.
Í Hafnarfirði er 131 á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Hafnarfjarðarbær á 227 leiguíbúðir og framleigir 11 íbúðir. Undanfarin fimm ár hefur bærinn keypt tíu íbúðir á ári.

Þarna blasa þær staðreyndir við að  meirihluti Dags B. og Jóns Gnarrs hefur staðið langt að baki nágrannasveitafélögunum í fjölgun  félagslegra leiguíbúða. Þeir hafa verið öllu uppteknari að þjóna sýniþörf sinni eins og Jón Magnússon bendir á í færslu sinni. 

Kjósendur þurfa á svona upplýsingum að halda til þess að sjá í gegn um Pótemkíntjöld Dags B. og Jóns Gnarr á þeim sviðum sem helst hefði verið úrbóta þörf að því að þeir nú segja.

Þeir leggja hinsvegar stund á blekkingar og reyksprengjur með loforðum um óraunhæfa hluti eins og að byggja 3000 nýjar félagsíbúðir á næsta kjörtímabili í stað þeirra heilla 20 sem byggðar voru á þeirra kjörtímabili sem er að ljúka. 

Jón Magnússon á þakkir skilið fyrir þessa pólitísku opinberun. 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband