Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg tillaga

finnst vera sú hugmynd trúarsafnaðarins um nauðsyn stjórnarskrárbreytinga, að láta kjósa um tillögur þeirra um allskyns stjórnarskrárbreytingar jafnhliða Forsetakosningum 2017. Alveg burtséð frá því  hversu lítt almenningur hefur látið sig varða allar prédikanir um tjónið af núverandi stjórnarskrá, þá finnst mér þetta frekar vanhugsað.

Ekki er vitað hverjir munu bjóða sig fram til Forseta í næstu kosningum til embættisins aðrir en Ólafur Ragnar. Hinsvegar er alveg ljóst að þungi embættisins mun mjög ráðast af því  hvaða tillögur aðrar en núverandi verða samþykktar um vald Forseta.  Frambjóðandi til Forseta getur ef þessu verður hagað svo ekki vitað fyrir fram til hvaða embættis hann er að láta kjósa sig. Láti hann þetta atriði sig engu skipta þá blasir við að hann er einungis að sækjast eftir vel launaðri innivinnu með tilheyrandi en lætur sig verksviðið minna varða. Varla til þess fallið að auka virðingu almennings fyrir embættinu.

Þó ég hafi ekki alltof mikið álit á stjórnvisku íslenskra kjósenda yfirleitt  í ljósi þeirrar sögu sem ég hef upplifað síðustu 70 ár, þá finnst mér að jafnvel þeim sé misboðið með svona forskrift. Ég tel  því að Forsetakosningar hljóti að fara fram um það mál eitt og sér. Óskyld mál eins og þetta gamla stjórnarskrárguðspjall 101-liðsins hljóti að verða afgreitt í öðrum kosningum, ef þá einhver nennir að ræða það frekar en orðið er. Þjóðin sér líklega með mér að henni hefur vegnað alveg þokkalega fyrstu 70 ár lýðveldisins með  núverandi stjórnarskrá.  Ég fyrir mitt leyti tel mig ekkert þurfa á breytingartillögum frá þeim Þorvaldi Gylfasyni eða Pétri á Útvarpi Sögu að halda til þess að geta endað mína daga í þessu lýðveldi ekki stórlega verr stjórnarskrárlega séð en þeir hafa verið til þessa.

Því finnst mér þetta alveg furðuleg tilllaga, sem ég sá eignaða formanni VG, Katrínu Jakobsdóttur, að Forsetakosningar kosningar geti alveg eins snúist um skoðanakannanir í stað kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband