Leita í fréttum mbl.is

"Það gengur allt sem hugur og hönd er í !"

"Gary Morse aðaleigandi og hönnuður The Villages látinn 77 ára að aldri      1936-2014
(Grein úr Daily Sun 30 Oktober 2014)

Fjölskyldan heitir því að halda grundvallar hugsjónum hans á lífi áfram

Harold Gary Morse, hinn metnaðarfulli og skapandi drifkraftur á bak við The Villages í rúmlega 30 ár, lést aðfaranótt miðvikudags 29.10.2014, 77 ára að aldri.

Morse var hugsjónamaður sem tók við litilli færanlegri húsaþyrpingu af föður sínum – hinum heitna Harold Schwartz og breytti henni í fullkonasta eftirlauna samfélag sem til er í heiminum.  Hann var fyrrverandi auglýsinga og markaðsmálamaður, en tók yfir leiðtogahlutverkið í The Villages, þegar það var kallað Orange Blossom Gardens og samanstóð eingöngu af 386 verksmiðjuframleiddum og færanlegum húsum, klúbbhúsi og nokkrum „shuffleboard“ brautum.

Í dag er Morse þekktur um allan heim sem hugsjónamaðurinn á bak við samfélag sem er þekkt fyrir athafnasaman lífsmáta fyrir ellilaunaþega, fegurð og ótrúlegan vöxt.  Það hreykir sér af nálægt 600 golfholum, meira en 100 veitingastöðum, 76 tómstundaheimilum og nálægt 4 milljónum ferfeta af verslunarrými. (rúmlega 370.000 fermetra).

Stuttu eftir andlát Morse sendi fjölskyldan frá sér yfirlýsingu þar sem þau hrósuðu föður sínum fyrir hógvært og hlédrægt viðhorf hans við að láta The Villages ná árangri.  „Pabbi vildi aldrei vera í sviðsljósinu“ sagði í yfirlýsingunni „hann var ákveðinn í því að vera baka til og naut þess bara að sjá The Villages breytast í þann undraverða lífsstíl í þorpunum sem fólkið kaus að búa í.  Samtímis var hann vinur og ráðgjafi forystumanna í iðnaði, forseta og þjóðhöfðingja, en gleymdi samt aldrei áherslunni á samfélagið sem hann var að skapa og gerði að fullkomnasta eftirlaunasamfélagi í heiminum“

Fjölskyldan tók einnig fram að Morse hefði einnig haft mikla ánægju af því að fylgjast með nýsköpuninni og uppbyggingunni á heilsugæslunni og aukningunni í grunnskólunum sem hann stofnaði árið 2000.  „Árangurinn þar spratt upp frá hans frjóa ímyndunarafli og vilja til að framkvæma hluti sem enginn hafði gert áður“ segir í yfirlýsingunni.  „Pabbi var hugsjónamaður, sem dreymdi stóra drauma, sem hann síðan, með aðstoð fjölskyldu og vina lét verða að veruleika“

Morse skilur eftir sig eiginkonuna Renee, soninn Mark, tvær dætur Tracy Mathews og Jennifer Parr og stjúpsoninn Justin Wilson.  Hann lætur einnig eftir sig 16 barnabörn og 6 barnabarnabörn.  Fyrri kona hans, Sharon lést á undan honum í Desember árið 1999.  Hann verður lagður til hinstu hvílu í einka athöfn og fjölskyldan hefur beðið um að fólk sem vilji senda blóm láti frekar fé renna til skólanna í Villages.

Morse fæddist 19 desember 1936 í Chicago, og var annað barn foreldra sinna Harold og Mary Louise Schwartz.  Foreldrar hans skildu árið 1943 og Mary Louise tók Harold og systir hans Mar Lou og flutti til Tombstone í Arizona.  Árið eftir fluttu þau til Norður Michigan til að vera nær fjölskyldu þeirra og þar giftist Marie Louise æskuvini sínum Clifford Hudson Morse.  Fjölskyldan tók sér búsetu á eign sem fjölskylda móðir Marie Louise átti í Torch Lake, þar sem þau höfðu alltaf haft sumarsetu á hverju ári, og þar sem Gary sem nú hafði tekið upp eftirnafn stjúpföður síns, en þar hafði hann einmitt fæðst.

Sem unglingur í Torch Lake fékk Morse fyrstu reynslu sina í sölumennsku með því að selja sultutau, hlaup og hunang ásamt systur sinni en þau settu þá upp borð við þjóðveginn.  Árangur barnanna sannfærði móðir þeirra um að opna ósvikna hunangs og gjafabúð sem dafnaði vel á uppvaxtarárum Morse og þar var upprunalega Brownwood búðin opnuð.

Morse sem eyddi táningasárum sínum í að læra bændastörf og mjólka kýr, er einnig minnst vingjarnlega fyrir að hafa eignast gamla póstvagnastöð í nálægum bæ Eastwood með þeim ásetningi að flytja hana til Brownwood og breyta henni þar í gamaldags sveitaverslun.  Raflínur komu þó í veg fyrir að hægt yrði að flytja þessa byggingu landleiðina og því var tekin sú ákvörðun að flytja húsið á ís yfir frosið vatnið Torch Lake.  Því miður gaf ísinn sig og byggingin og trukkurinn sem dró það fóru hins vegar niður um vökina.  Yfirvöld á staðnum gáfu Morse eina viku til að fjarlægja húsið úr vatninu en að öðrum kosti yrði það brennt á staðnum.

Sem betur fór tókst fjölskyldunni og fjölda vina að ná byggingunni upp úr vatninu og endurbyggja hana og breyta í sveitaverslun við hliðina á hunangsbúðinni.  Og alltaf hinn sanni markaðsmaður – hinn 18 ára gamli Morse – þá þegar þekktur fyrir vinnusemi og siðferðiskennd – notaði þetta atvik og fréttaflutninginn af því fjölskyldunni til framdráttar. Í raun og veru varð þessi bygging sem féll í gegn um vökina til að dreifa orðspori sem svo sannarlega setti Brownwood á kortið og fjöldinn allur af ferðamönnum lagði leið sína til Brownwood bara til að skoða gömlu póststöðina sem nú hafði verið breytt í sveitaverslun.

Það var svo skömmu seinna sem Morse hitti Sharon Dolan – landsþekkta fegurðardís frá Traverse City í Michigan – og það var á blindu stefnumóti sem frændi hennar hafði komið á laggirnar. Þau giftu sig árið 1957 og bjuggu fyrstu árin á sveitabýli sem var beint á móti húsi mömmu Garys.

Ári seinna fluttu svo Gary, Sharon og dóttir þeirra Tracy til Evanston norður af Chicago í Illinois og það til að vera nær föður Gary, stofnanda The Villages, Harold Schwartz.  Morse langaði til að kynnast auglýsinga- og útvarpsbransanum betur, og fannst að enginn gæti kennt honum betur en faðir hans, sem hafði komið víða við m.a. frá því að fera sölumaður á ferðalögum, seljandi heilsufæði í gegn um póstverslun og upp í það að eiga útvarpsstöð og fasteignasölu.  Öll þessi störf kröfðust klókinda í auglýsingum og markaðsmálum og Morse vildi kynnast þessum málum öllum.  Á meðan að Schwartz var upptekinn við að kaupa litlar landspildur í Flórída, opnaði Morse auglýsingastofu og byrjaði að selja eignir fyrir föður sinn í gegn um póstverslun.

Um svipað leyti fór Morse fjölskyldan út í veitingabransann eftir að amma Gary‘s hafði látist og erfði þau að eignum sínum í Brownwood í Michigan.  Matstaðurinn var opinn frá minningardeginum (Memorial Day) til dags verkalýðsins (Labor Day) og Sharon sá um reksturinn á meðan Gary kom um hverja helgi frá Chicago til að hjálpa til.

Á þessum tíma keypti Harold Schwartz meðeiganda sinn Al Tarson í Orange Blossom Gardens út og allt í einu átti hann 1.600 ekrur af landi.  Það var á þessum tímamótum, sem Morse hafði lokað auglýsinga-rekstrinum og flutt sig yfir til Michigan til að einbeita sér að veitingarekstrinum, að hann ákvað að fara til Florida og stjórna Orange Blossom Gardens, sem þá samanstóð af 386 færanlegum húsum, klúbbhúsi og „shuffle board“ brautum.  Saman byrjaði tvíeykið að betrumbæta svæðið með því að bæta við sundlaugum, golfvöllum og fjölda félagsmiðstöðva.  Árið 1983 seldu þeir 99 hús og árið 1984 seldu þeir 277 hús.

Í árdögum OBG streymdi nú meira af peningum út en komu inn og um haustið 1984 sendi Morse föður sínum skilaboð til Chicago „Við erum með svo mörg hús í byggingu að okkur vantar fjármagnsflæði í September.  Á ég að hægja á sölunni eða getur þú bjargað þessu“ ?  Schwartz svaraði „Haltu áfram að selja, og byggðu eitt hús fyrir mig eins fljótt og þú getur, ég vildi gjarnan setjast þarna að og fara á eftirlaun“.  Schwartz stóð við þetta loforð og flutti til OBG árið 1985, þegar salan á húsunum var komin upp í eitt hús á dag eða fleiri.  Og ekki leið á löngu að hann bauð hinum í fjölskyldunni að flytjast þangað líka og ekki leið á löngu að börn Gary‘s voru öll komin þangað líka.

Í gegn um árin hefur Morse svo sannarlega stjórnað miklum umbreytingum í The Villages.  Hann var við stjórnvölinn þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr færanlegum húsum yfir í hús sem byggð voru á staðnum, og einnig þegar ákveðið var að byggja torgin frægu.  Og í gegn um árin hefur hann og fjölskyldan tekið afdrifa og árangursríkar ákvarðanir sem leiddu til þeirrar velgengni þessa samfélags sem nú telur um 100.000 íbúa, og nær nú yfir meira en 40 fermílur og er í þremur sýslum.  (= 104 ferkílómetrar)

Það er heldur ekkert leyndarmál að undir leiðtogahæfileikum Morse, hefur Sumpter sýslan notið þess í ríkum mæli á síðustu árum.  Og þökk sé stöðugri viðleitni hans til að fullkomna drauma sína hefur hann um leið útvegað fleiri þúsundum manns vinnu sem hefur verið sköpuð hér.  Og það eru jafnvel nokkrir ættliðir sem hafa unnið fyrir The Villages eða undirverktaka þeirra með því að byggja fjölda heimila, verslana, stjórnstöðva og annarra innviða þessa samfélags.

Morse var einnig virkur í Repúblikanaflokknum og var einnu sinni í kosningastjórn flokksins.  George W Bush skipaði hann einnig í stjórn „Unitet States Air Force Academy of Visitors“. Á meðan á skipun hans stóð heimsóttu margir pólitíkusar og stjörnur The Villages m.a. George W. Bush forseti, Jeb Bush fylkisstjóri, Mitt Romney, Sara Palin, John McCain, Paul Ryan, Rudy Giuliani og Newt Gingrich forsetaframbjóðendur, Dick Cheney varaforseti og Rick Scott fylkistjóri svo nokkrir séu nefndir. Þá kom einnig sjónvarps og útvarpsmaðurinn Glenn Beck í nokkrar heimsóknir, og einnig hafa „Fox and friends“ og „The San Hannity Show“ sent út beint frá Lake Sumter Landing í The Villages.

Eins og faðir hans á undan honum, var Morse einnig gallharður á því að gera fullkomna heilbrigðisþjónustu eina af stoðum þessa samfélags og árið 1997 þegar Morse var að heyja pólitíska baráttu fyrir því að fá sjúkrahús inn á svæðið, var Schwartz gamli svo ákveðinn í því að útkoman yrði jákvæð að hann setti upp stórt skilti á 441/27 og á því var mynd af honum sjálfum þar sem hann benti yfir á svæðið sem hann tók frá fyrir spítalann og á því stóð „Ég mun lifa það að sjá Villages sjúkrahúsið rísa þarna“.  Það varð líka raunin og eftir andlát Schwartz gleymdi Morse þessu ekki heldur.  Auk þess var hann einnig aðal drifkrafturinn í því að hanna heilbrigðisþjónustuna innan The Villages, en hún samanstendur af sex aðal læknakjörnum og einum á sérsviði sem mönnuð er af svokölluðum „Marcus Welby“ hjúkrunar og læknaliði, sem láta það verða sitt aðal hlutverk að hugsa fyrst og fremst um sjúklingana sjálfa.

Þegar Morse tilkynnti stofnun þessa í mars mánuði árið 2012 sagði hann að það væri mjög nauðsynlegt að bjóða upp á aðra tegund af heilbrigðisþjónustu – þjónustu þar sem læknarnir fengju umbun fyrir gæði frekar en magn þjónustunnar.   „Medicare“ greiðir hverjum lækni fyrir þann sjúkling sem þeir skoða, ekki fyrir hversu langan tíma hann eyðir með sjúklingnum sagði Morse „lausir frá því að hugsa eins og business-menn sem myndu bara hugsa um að keyra sem mestan fjölda í gegn, en í þess stað vinnandi við það sem þeir fóru örugglega í lækisfræðina vegna – þ.e.a.s. að hugsa um sjúklingana.  Og íbúar á svæðinu njóta þess einnig að vera aðeins í golfbílafjarlægð frá heimilislækninum“

Morse sagðist einnig vonast til þess að þessi „arfleifð“ myndi vonandi verða tilurð á „Bestu læknisþjónustu í bandarískri borg“ – draumur sem er á góðri leið með að verða að raunveruleika.  „Læknastöðvar okkar munu verða mjög ólíkar“ sagði hann 2012 rétt áður en Colony læknastöðin var opnuð – Þær verða líkari gömlu læknastofunum sem við munum eftir frá æsku, þar sem læknirinn þekkti þig og hugsaði um þig sem nábúa og vin“

Nábúar og vinir – það er það sem Morse vildi að allt samfélagið yrði.  Það er ómögulegt að segja hversu marga aðila hann snerti á meðan hann var hér í „vingjarnlegustu borg“ í Florida, en þeir hafa örugglega verið tugir þúsunda.  Og eftir því sem þetta samfélag heldur áfram að stækka og eflast á næstu árum, þá vildi fjölskyldan taka fram að þeir sem kalla sig íbúa hér í The Villages geti treyst því að hans grunngildi og sannfæring muni áfram verða drifkrafturinn á hverjum einasta degi.

„Þúsundir íbúa í The Villages njóta dásamlegs og ánægjulegs gæðalífs vegna hugmynda Gary Morse, dugnaðar hans og vilja til að taka stundum stórar áhættur“ sagði Gary Lester sem er varaforseti fyrir samskipti við íbúa svæðisins, og var náinn vinur Morse sl. 20 árin. „Gary var hugsjónamaður sem hafði gaman af því að rugla þá sem gagnrýndu hann og ná fram hlutum sem aðrir sögðu að væri ómögulegt að framkvæma.  Hann bjó yfir vingjarnlegu en gefandi hugarfari og miklum persónutöfrum, sem dró að sér samstarfsfólk sem lagði sig allt fram í að koma hugmyndum og draumum hans í framkvæmd. 

Hans verður sárt saknað. 

 

Lauslega þýtt af K.M:"

Mannsi vinur minn sendi mér þessa frétt.

Þeir sem ekki þekka til the Villages á Flóriðu gerðu sér vel að kynna sér þetta merka fyrirbæri og einstaka í öllum heiminum. Allir, sem láta sér umhugað um efri árin, hafa gott af að sjá hvað er hægt að gera og hvernig lífið getur verið ef vel er að málum staðið.

Þarna kosta húsin helming af því sem þau kosta hérlendis og allt verðlag annað er eftir því.

Þetta er ekki sérstakur áróður fyrir einkaframtakið heldur aðeins verið að segja frá  staðreyndum sem allir geta séð.  Horfum svo í eigin barm. Getum við ekkert þessu líkt?  Geta lífeyrissjóðirnir ekkert nema braskað með bréf? Getum við bara talað og gert það sama og við höfum gert aftur og aftur. Jarmað um slæm kjör en engu breytt?

The Villages eru fyrirmynd og lýsandi dæmi um hvers fólk er megnugt ef það leggur sig fram. Sama við hvað það fæst.

Og eins og hann Tolli vinur minn (Þorvaldur í Síld og Fisk) sagði eitt sinn við mig með áherslu:

"Það gengur allt sem hugur og hönd er í." 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki hafa kommarnir mikinn áhuga á þessu. Sovna nokkuð er ekki tilefni til að rakka niður Sjálfstæðisflokkinn og hatast við kapítalismann. Meira máli skiptir að Jón Gnarr íhugi forsetaframboð. Stórkostgleg þjóð Íslendingar

Halldór Jónsson, 1.11.2014 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband