Leita í fréttum mbl.is

Veröld sem var

var heiti á frægri bók Stefáns Zweig. 

Hún fékkst að sönnu við allt annan veruleika en við blasir á hafinni öld.Í tímaritinu Politico koma nokkur línurit um þessi mál.

 

figure2-4

figure8-4-copy-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi línurit vekja athygli á miklum breytingum sem  eru að eiga sér stað í hlutfalli þeirra  kynþátta sem Bandaríkin byggja. Sjá má undansig hvíta kynstofnsins fyrir öðrum. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá verða Bandaríkin önnur en þau eru núna. Innrás spönskumælandi fólk virðist vera í fullum gangi. Bandaríkjamenn eru að gefast upp í þeirri baráttu að stjórna innflæði ólöglegra innflytjenda. Nú ætlar Obama enn að auka við vægi þeirra með því að gera þá að löglegum borgurum.Líklegra er en ekki að hann sé að gera þetta með hagsmuni síns flokks í huga og til að vinna andstæðingaflokkum tjón.Stjórnmálamenn virðast hvergi þekkja takmörk þegar hagsmunir þjóðar rekast á við flokkshagsmuni. Þá virðist allt vera til sölu.

Ráða má af línuritunum að hvítir verða komnir í minnihluta í Bandaríkjunum eftir fáa áratugi. Hvaða áhrif þetta mun hafa á Bandaríkin eins og við þekkjum þau í dag er erfitt að segja. Hvaða stjórnmálaflokkar munu stíga og falla, hvernig efnahagsmál verða, hvernig heilbrigðiskerfið og skólakerfið verða eða hvert opinbera tungumálið verður.Hvaða áhrif hefur þetta á Nato og herstyrk Bandaríkjanna? Hvaða áhrif hefur þetta á okkur?

Á Íslandi eru þessar breytingar líka hafnar. Okkar menntaða fólk flýr land, gefst upp á litlum gæðum stjórnmálanna í landinu og stefnuleysi. Inn streymir öðruvísi menntað fólk af jafnvel öðrum kynstofnum. Þessi staðreynd er að breyta því Íslandi sem við þekkjum, menningararfi, námsefni í skólum , heilbrigðiskerfinu sem og matarvenjum og tónlist.Stjórnmálaumræðan er bæld og margar skoðanir eru bannaðar eða enginn þorir að orða þær eins og til dæmis skoðanir á innflytjendum.Þau mál er þó það eina sem smáflokkaflóran á Alþingi sem,  sbr. síðasta kjörtímabil. tefur Alþingi mest, er algerlega sammála um að þagga niður.  Þröskuldurinn til þess að fá mann kjörinn á þing af framboðslista þarf greinilega að hækka til þess að fá starfhæfara Alþingi.

Með breytingum á ethnografíu Íslands mun margt breytast frá því sem nú er. Verða haldin málþing á Íslandi um Sturlu Þórðarson eftir 100 ár? Hversu hátt hlutfall þeirra sem þá byggja landið munu þekkja til Njálu eftir 200 ár? Hvaða þjóð verður hér eftir 300 ár?

Sú stefna að hafa enga stefnu í innflytjendamálum virðist ráðandi í landinu okkar. Ekkert má gera til að stjórna aðstreymi þeirra. Þó að hryðjuverkaógn sé farin að kasta skugga sínum á Ísland, þá má ekki ræða það að taka upp vegabréfaeftirlit með öðrum en Íslendingum af því að við erum útverðir ESB í krafti Schengen. Hvað þá að búa sig undir slíkt með því að eiga hríðskotabyssur fyrir lögreglu. Allt ómumbreytanlegt eins og Rammaáætlun. Líklega hafa flestir sem horfðu og hlustuðu á ræðurnar á Alþingi í gær spurt sig alvarlegra spurninga um takmörk hins mögulega á þeim vettvangi. 

Hvernig sem fer, þá verður okkar heimur hægt og bítandi að veröld sem var. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband