Leita í fréttum mbl.is

Á að sekta Íslendinga?

við Geysi eða Gullfoss  ef þeir hafa ekki náttúrupassa til að sýna?

Er ekki betra að láta okkur borga passann með nefskatti og útlendinga alla við komuna til landsins? Ekkert passakontról sem kostar.

Þá geta yfirvöld farið frjálslega með skatttekjurnar eins og þau gera með  nefskattinn til Útvarpsins sem fer í gæulverkefni ráðherrans sem svo býsnast yfir blánkheitum á Gufunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og maður sé ekki sektaður nóg fyrir að vera íslendingur.

Ég spái einhverju veseni út af þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2014 kl. 12:41

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Náttúrupassi.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1490474/

Af hverju á að búa til enn eitt rukkunarkerfi á Íslandi.

Það á að leysa málið með því að Skatturinn, SÖLUSKATTURINN á ferðaþjónustuna,

það er á eina miljón ferðamenn

fer að einhverjum litlum hluta 0,1 eða 0,01 % í verkefni

sem ALÞINGI ákveður.

Þeir aðilar sem vilja fá tekjur af ferðamönnum, bjóði upp á þjónustu.

Hér hef ég ekki upphæðina, svo að 0,1 og 0,01 %

eða einhver önnur prósenta fer að sjálfsögðu

eftir ástæðum.

Egilsstaðir, 30.10.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2014 kl. 21:14

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2014 kl. 21:27

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Best væriað það væri ein vsk prósenta á öllu. Það átti að verða þannig en þeir létu alltaf undan sérhagsmununum eins og ykkur í ferðabransanum. Rúturnar mega ekki innskatta dekk né olíu né tryggingar eða þið rúmstauið við gistunæturnar. Eina prósentu á allt og lægri en nú er.

Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 23:10

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Lausnin er hér:

Náttúrupassi dúkki upp á skattframtali einstaklinga kosti kr 15.000 - á móti koma "náttúrubætur" = framlag til náttúruskoðunar upp á sömu upphæð og núllar verð passans út.  Passahafinn notar passann að vild eða fær til sín erlenda gesti og lánar þeim passa sinnar fjölskyldu eða sinn - þegar hann er ekki með í för.

Í útseldum túristaferðum gildi passinn aðeins á original nafni = Dóra passi gildir þá bara fyrir réttan Halldór Jónsson 

Þannig fengju innfæddir og þeirra prívat gestir forgjöf - eins og vera ber. Skoðunargildi náttúrunnar er sameign þjóðarinnar - og hana nú!!!

Þorkell Guðnason, 1.12.2014 kl. 15:10

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, mér líst best á söluskattsleiðina, og engan náttúrupassa.

Síðan komi "PERSÓNU AFSLÁTTUR" á móti í skattaframtalinu.

Hver persónuafsláttur sé kirfilega merktur í skattaframtalinu.

Matarskatturinn er þessi upphæð, á þessu ári.

Náttúru passinn er þessi upphæð.

Þá getur engin flokkur sagt eftir nokkur ár að þaðþurfi að fella niður matarskattinn eða náttúrupassann.

Einhvertíman vann einhver flokkur kosningar á því að fella niður matarskattinn.

Egilsstaðir, 02.12.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.12.2014 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3417957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband