Leita í fréttum mbl.is

Lögbann á Kaupþing

slitabú með allar frekari færslur og ráðstafanir.

Eftir skrípalæti Guðmundar Steingrímssonar á Alþingi kom Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í pontu og spurði þeirrar spurningar í alvöru, hvort ekki hafa stofnast skaðabótaskylda á hendur Kaupþingi vegna blekkinganna? 

Blekkingarvefurinn sem leiddi til lánveitingar Seðlabankans til banksteranna í Kaupþingi sem vissu betur, skaðaði íslenska skattgreiðendur þarna beinlínis um milljarðatugi. 35 milljarðar duga fyrir talsvert miklu af öðrum verkefnum en að borga sífellt laun til slitastjórnarinnar. 

Er rétt að afhenda þennan Kaupþingsbanka erlendum kröfuhöfum að hætti Steingríms J. fyrr en þetta er uppgert? Var það ekki þjóðin sem var blekkt þegar lánveitingin fór fram? Er það ekki þjóðin sem á Seðlabankann og það sem í honum er? Tap eða gróða?

Get ég ekki haldið því fram að margir hluthafar hefðu selt afganginn af bréfunum sínum með hvaða afslætti sem var þennan dag ef þeir hefðu haft minnsta grun um að Hreiðar Már væri að hreinljúga því í sjónvarpinu án þess að depla engilfögrum augum sínum, að erlend fjármögnun Kaupþings Banka væri tryggð? Var einhver munur á að ljúga mig og aðra fulla heldur en Davíð?

Eva Joly benti okkur vesalingunum á að fara í hópmál allra hluthafa. Þá kæmi upp sú skrítna staða að dæmdu hluthafarnir yrðu þá líka með mál á sjálfa sig sem glæpamenn fyrir að blekkja sig sem hluthafa?

Nú er mál að stöðva skilanefndarskrípaleikinn og kyrrsetja búið með lögbanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Já það verður merkilegt að fylgjast með þessu, því það er vonlaust að höfða mál í þessu án þess að birta upptökuna frægu sem inniheldur samtal Geirs og Davíðs. Þjóðin bíður spennt eftir því.

Halldór Þormar Halldórsson, 16.2.2015 kl. 21:48

2 Smámynd: Gissur Örn

Kannski ef Davíð Oddsson hefði ekki afhent þessum mönnum allan gjardeyrisforðan okkar þá hefði þetta mál ekki komið upp. 

Gissur Örn, 16.2.2015 kl. 22:37

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Halldór og Gissur.

Þið hafið báðir gersamlega rangt fyrir ykkur. Vonandi talið þið núna ykkur þvert um hug í áróðursskyni. Ég vil ekki trúa upp á ykkur að þið haldið að þetta sé sannleikur !

Ef svo er - þá væri gott að þið rökstydduð upphrópanirnar til dæmis með dæmum úr rqannsókn Rannsóknarnefndar Alþingis. Hún er ítarleg og er á netinu og þið getið notað leitarvél að orðum eins og Davíð eða Seðlabanki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2015 kl. 22:44

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað eiga allir að sameinast og fara í hópmálsókn gegn þeim banka sem þeir áttu einhverjum fjármálaviðskiptum við.

Gera eins og gert er oft hér í USA höfða mál, lögfræðingar fá 30% - 40% af því sem fæst út úr málaferlum og lögsækjaendur greiða engan kostnað ef málið tapast. Auðvitað greiða bankamenn lögkostnað ef bankamenn tapa málinu.

Fyrir góða lögfræðinga er þetta Gullnáma, geta ekki tapað, 40% plús og allan kostnað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.2.2015 kl. 00:08

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það sem ég skil ekki í þessu Kaupþingsmáli, er af hverju Davíð Oddsson sammþykkti lánið til Kaupþings yfirleitt, þ.e. megnið af gjaldeyrisvaraforða ríkisins, eftir að hann nokkrum árum áður tók út innistæðu sína úr Kaupþingi, vegna gagnrýni hans á yfirstjórn bankans. - Hvað gerðist í millitíðinni? Undir hvaða þrýstingi var Davíð á þessari ögurstund, þarna í september 2008?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.2.2015 kl. 00:44

6 Smámynd: Gissur Örn

Ef seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra hafa hreinan skjöld í þessu máli þá væntanlega veita þeir aðgang að upptökunni frægu af samtali þeirra um þessa lánveitingu. Nú ef annar þeirra var tekinn upp ólöglega þá hlýtur forsætisráðuneytið að hafa farið í rannsókn á því broti og í kjölfarið hefur saksóknari sótt mál gegn þeim aðila sem tók ólöglega upp. Þannig að ef það hefur ekki verið gert þá er engin ástæða fyrir því að þetta samtal fái ekki að líta dagsins ljós.

Nema að menn hafi eitthvað að fela. Í raun þá ætti almenningur heimtingu að hafa aðgang af öllum vinnuskjölum rannsóknarnefndarinnar svo óháðir menn gætu í rólegheitunum farið yfir viðtöl og pappíra. Þetta er væntanlega allt aðgengilegt á netinu er það ekki? Upptakan, viðtölin í heild sinni, allir pappírarnir. Er það ekki? Ég meina það er ekki eins og þetta sé læst í öryggisskáp næstu 50+ árin vegna þjóðaröryggis. Er það nokkuð?

Vandamálið við leyndarmál er að það er alltaf einhver sem getur komist í þau. Með aukinni tækni þá er það tímaspursmál hvenær allt þetta dót lekur út á netið. Mikið rosalega verður nú gaman að vera til þá.

Gissur Örn, 17.2.2015 kl. 02:53

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gissur Örn,

Hvernig væri að spyrja Heilögu Jóhönnu hvort það megi skoða skjöl og samtöl áður en 50 ár eftir að skjölin og samtölin áttu sér stað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.2.2015 kl. 03:12

8 Smámynd: Gissur Örn

Hvernig sem þessi lánveiting leit út á pappírum þá er staðreyndin sú að seðlabankastjóri afhenti allan gjaldeyrisforða landsins til banka sama dag og neyðarlög voru sett vegna efnahagshruns. Það eitt er glæpsamlega mikil vanræksla. Verandi seðlabankastjóri er hann endanlega ábyrgur þannig að hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir afleiðingunum. Ef hann hafði ekki skilning á þeim þá var hann í húsi fullu af sérfræðingum sem hefðu líklegast allir sagt nei og gefið honum lista af ástæðum fyrir því af hverju þetta væri stjarnfræðilega vitlaus hugmynd.

Geir er hagfræðingur. Hann hefur líklega sagt eitthvað. er það ekki? 

Það sem starir svart á hvítu á mann er að ákvörðun sem jafnvel þá hefur litið út fyrir að vera einhver versta ákvörðun sem hægt væri að taka á þeim tímapunkti var tekin. Og það var laumuspil í kringum hana. Voru þeir plataðir? Ég veit um mann sem fékk 12 mánaða dóm vegna þess að dómarinn trúði því ekki að nokkur maður væri það vitlaus að fatta ekki að stripparinn sem bað hann um addressu til að senda leikfangabangsa á væri að smygla dópi.

Kannski fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra séu eins og þessi maður. Bara fórnarlömb aðstæðna.

Gissur Örn, 17.2.2015 kl. 03:17

9 Smámynd: Gissur Örn

Jóhanna ræður þessu ekki lengur. Við yrðum að spyrja Sigmund Davíð.

Gissur Örn, 17.2.2015 kl. 03:18

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var það ekki Heilög Jóhanna sem setti 50 ára regluna í möppudyrakerfið?

Hvað hefur Heilög Jóhanna að fella fyrir landsmönnum?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.2.2015 kl. 03:42

11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ekki gleima kreppufléttunni.

Kreppufléttan náði eignum fólksins í fasteignum og fyrirtækjum.

Kreppufléttan er einföld og auðskilin.

Við kennum kreppufléttuna við Tómas Jeffersson.

okkur var talin trú um að skuldin héldi verðgildi,

en eignin okkar í húsin gufaði upp. 

þarna var leikið á okkur.

Við munum komast að því að allir peningar eru aðeins bókhald, 

það er ávísun á huga og hendur Jóns og Gunnu. 

Egilsstaðir, 17.02.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 17.2.2015 kl. 08:45

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mikið er gaman ef við látum reyna á

„KREPPUFLÉTTUNA“ 

Það er, fyrst verðbólga og síðan verðhjöðnun.

Með verðhjöðnuninni er þín eign látin hverfa.

Ertu STOLTUR af þvi að láta hlunfara þig?

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1330952/

Kreppufléttan, endurtekið

 Ég er fjármálakerfið

 SJÓÐUR "0"

 Gaman 

 Spuni 

Hent upp í hillu A4 blað

Egilsstaðir, 17.02.2015  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 17.2.2015 kl. 09:02

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þegar ég talaði til Halldórs og Gissurs í fyrra innleggi, þá var sá Halldór auðvitað Halldór Þormar en ekki síðuhafi. Vona að það hafi sagt sig sjálft.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2015 kl. 09:17

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gissur

Þessir menn voru yfirheyrðir mjög vandlega af Rannsóknarnefnd Alþingis og er vitnisburður þeirra um þetta mál þar. Lestu það nú í stað þess að mantra upp sleggjudóma göturæsisins sem kom frá ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans ´samt meðreiðarsveinum hennar á Alþingi.

Vertu ekki viljalaust verkfæri þeirra óþokkahjúa  svo skyni skroppinn vona ég að þú sért ekki.

Lestu kýrsluna.

Þú hefur greinilega ekki hugmynd um hver gjaldeyrisforði Seðlabankans er á hverjum tíma heldur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband