Leita í fréttum mbl.is

Hundabyssur

handa Póstinum!

Í Mogga er þessi frétt:

" Bréfberi í Bústaðahverfinu í Reykjavík hefur tíu sinnum verið bitinn til blóðs af hundum við útburð. „Vaxandi hundaeign er hvimleitt vandamál,“ segir Sigríður A. Sigurðardóttir sem borið hefur út póst í hverfinu í áratug.

Hún segir að stundum séu hundarnir lausir heima við hús eða lausbundnir og geti þá glefsað í fólk. Rætt er við Sigríði í umfjöllun um Háaleitis- og Bústaðahverfi í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Sagt er frá verkefnum sem kosið er um í íbúakosningunum í borgarhlutanum í dag..". 

Man enginn ftir gömlu hundabyssunum sem voru vinsælar í Danmörku í gamla daga. Ein föld blikk- byssa sem var settur tappi í hlaupið. Ef hundur réðist á þig þurfti ekki nema skjóta tappanum að honum með velliog blossa og sá hundur lagði niður rófuna hið snarasta og hætti að ráðast á fólk.Startbyssur myndu gera sama gagn.

Er ekki rétt að póstmenn fái varnarbúnað fyrir svona lausum  óargadýrum sem eigendur vanrækja að aga eða gæta? Hunaeigendur eiga að vera gerðir ábyrgir fyrir svona skepnum með alvöru fjársektum og skilyrðislaust á að lóga hundi sem bítur fólk. Ekki með hundabyssu heldur hríðaskotabyssu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að hundaeigendur fái sér pósthólf á pósthúsi.

Jón Þórhallsson, 24.2.2015 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður aldrei leyft hér.  Það besta sem þú getur vonað eftir er að hundurinn *þinn* bíti ekki og verði því ekki tekinn af lífi.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2015 kl. 18:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo er ágætt að pósturinn hafi Maze úða og sprauti á hundinn. Sá hefði gott aðþeirri lexíu,

Halldór Jónsson, 24.2.2015 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband