Leita í fréttum mbl.is

ESB ennþá einhver?

Það er ofar mínum skilningi að enn skuli vera þeir til sem krefjast inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Nú síðast er sjálfur Jón Baldvin kominn á þá línu að Ísland egi ekki erindi þangað-að svo stöddu að minnsta kosti.

Gunnar Röggnvaldsson lýsir í löngu máli sinnaskiptum JBH. Bloggari tilfærir hér glefsu úr færslunni sem lýsir ákveðnum skoðunum Gunnars á því hvað sambandið er orðið  í stað þess sem það ætlaði að verða: 

".....Evrópusambandið er ekki tollabandalag eins og reynt hefur verið að ljúga að þjóðinni og það er heldur ekki Evrópusamband. Það er einfaldlega þjóðríkisbanandi elítuveldi, ófriðarbandalag og stjórnlaus samkunda afglapa á háum launum

Það var Evrópusambandið sem eyðilagði til dæmis Landesbankakerfi Þýskalands. Og það var Evrópusambandið sem eyðilagði sanna verðlagningu og mat áhættu (risk premiums & risk spreads) í fjármálakerfum evrulanda. ESB heimtaði að öll ríki sambandsins fengju sömu vaxtakjör og sættu sama áhættumati. Það var meðal annars sagður sjálfur tilgangur myntbandalagsins

Evrópusambandið eyðilagði einnig Maastricht sáttmálann —sem það upp á punt skrifaði og markaðsfærði sem eins konar heilaga ritningu til að blekkja almenning og alþjóðlega fjármálamarkaði— með því að smygla áhættutöku einkageirans yfir á herðar skattgreiðenda. Byssu var síðan troðið upp í kjaftinn á evrulöndum og þeim skipað að sprengja þjóðfélög sín í loft upp til að bjarga þeirri fjármálabólu sem Brusselveldisklíkan bjó til og sem Myntbandalag Evrópuelíta nefnist, sjálfri evrunni, sjálfum Frankenstein fjármála í ESB..."

Gunnari eer vel ljós höfuðástæðan fyrir því að Evrópuhugsjónin getur aldrei gengið upp: 

"....Bandaríkin eru ekki í fullveldisáhættu eins og ríki Evrópusambandsins algerlega að þeim óspurðum eru höfnuð í. Í Bandaríkjunum er einungis tekist á í hefðbundnumátakastjórnmálum eins og alltaf hefur þar verið gert og kosningar í þeim eru virtar og völdin með glæsileika afhent næstu þjóðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar (transition of power). Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa stjórnmál (politic) ekki verið þjóðnýtt eins og í Evrópusambandinu. Myntin Bandaríkjadalur er heldur ekki kirkjugarður ríkisstjórna, eins og evrusvæðið er..."

Og enn segir Gunnar:

"...Trylltur, ofsafenginn og lygum varðaður áróður sósíalistaskjaldborgar ESB-lýðskrumara, er það sem hrjáir Evrópu í dag. Þetta ferðalag mun enda sem svo ömurlegt meginland taparanna, að það mun aldrei nokkru sinni eiga sér viðreisnar von. Evrópusambandið hefur drepið Evrópu og tendrað elda í veröldinni..."

"...Ekkert er jafn eyðileggjandi fyrir frið og hagsæld í löndum eins og tilvist ríkis innan ríkisins..." 

Boðuð fjölmenning kratanna og alþóðahyggjunnar þeirra myndi virka eins og búa til ríki í ríkinu. Múslímar ætla sér ekki að aðlagast gistiþjóðum sínum heldur aðlaga þær að sér. Sú afstaða blasir allstaðar við í Evrópu. Það vandamál mun bætast ofan á þau vandamál sem nú ber hæst í því.

Eftir sinnaskipti JBH bíð ég einna helst eftir því að Einar Benediktsson ambassdor skýri okkur frá því hvenær honum finnist tímabært að ganga í Evrópusambandið ef ekki núna strax?

Samfylkingin og Björt Framtíð hafa lítið látið í sér heyra um hvenær kjöraðstæður til aðildarumsóknar verða aftur. Þeir eru hnsvegar alveg klárir á því að Bjarni hafi ofað þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna. Enda á víst að greiða þjóðaratkvæði um hvort aðildarviðræðunum skuli haldið áfram skv. Valhallarútgáfunni af Landsfundar-samþykktunum sem gildir þá víst núna ef menn skyldu hafa haldið annað eftir lestur landsfundarsamþykktarinnar sem sagði að viðræðunum skyldi hætt.  

En hver og hver og vill? ESB einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Ja oft hefur nú komið della í þessum ESB skrifum þínum og þerra sem þú ert að skrifa upp eftir - þvílík endalsus vitleysa 

JÁ ég vil klára samningana - fá að sjá hverju við náum fram (því þrátt fyrir alla ykkar "visku" hafið þið ekki hugmyd u hverju er hægt að ná fram) og ÞÁ fyrst ákveðum hvort við vjum ganga inn eða ekki - EF við náum ekki hagstæðum samningi þá segjum við einfaldelga NEI - annars JÁ.

Kristmann Magnússon, 4.3.2015 kl. 22:59

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kristmann.

Kannt þú ekki að lesa ensku ? „Pakkinn“ liggur fyrir og hefur gert það alla tíð. Það er óþarfi að leggjas út milljarða útgjöld til viðbótar í aðlögunarviðræðurnar bara til að þú getir „kíkt í pakkann“ fyrir skattfé almennings þegar þú getur það með einföldum  og n´nast ókeypis hætti gert það á heimasiðu ESB. Sömuleiðis er til skýrsla hagfræðistofnunar HÍ sem segir frá „pakkanum“ á íslnennski ef þú treystir þér ekki í enskuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.3.2015 kl. 01:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jáhá Mannsi minn, þú hefur öruglega lært aðra aðferð til að lesa öðruvísi en Ísak kenndi, svo mikið er víst.

Það er sama hvað þér er sagt, þú berð hausnum við steininn. Ég man ekki eftir því að þú hafir veri orðinn svona í Grænuborg, mig minnir að þú hafir bara verið lítill og sætur strákur eins og flestir. Nú ertu orðinn "der Fall Mannsi"

Halldór Jónsson, 5.3.2015 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband