Leita í fréttum mbl.is

Tölvuleikir

unga fólksins eru makalausir.

Ungur piltur er með svona leik í sjónvarpinu okkar hérna heima. Í honum getur maður farið í svaðalegan kappakstur við lögguna og reynt að sleppa með því að keyra niður alla sem eru á götunni, ljósastaurar kubbast og fólk á gangi splundrast þegar maður keyrir á það. Maður sem ökumaður hefur líka byssu og getur knallað niður þá sem eru fyrir manni og þeir liggja eftir í blóði sínu. Maður drepur fullt af löggum sem eru að skjóta á mann. Maður rænir bílum og skýtur ökumanninn umsvifalaust ef hann er með múður. Stundum er maður sjálfur drepinn af löggunni en þá er bara byrjað aftur.

Einn kafli í leiknum er að maður getur sem stjórnandi töffgæja með fuglshaus í grímubúningi labbað um með hníf og stungið niður vegfarendur sem maður hittir í mikilli þríviðargrafík í nútíma borg, einn takki og þeir liggja eftir í blóði sínu, stungnir í magann, meðan maður labbar áfram í leit að næsta vegfaranda og ber blóðugan hnífinn fyrir sér. Og sá fær sömu afgreiðslu.

Þetta er ekki fólk heldur teiknaðar fígúrur segir stráksi þegar ég býsnast. Ja mikið assgoti er þetta líkt raunveruleikanum segi ég og vel teiknað. Þessi leikur er bannaður í Ástralíu upplýsir pjakkur. Ja svei mér, ef þetta ætti ekki að vera bannað innan sextán segi ég. Hann gefur nú ekki mikið fyrir svona pempíugang.

Mér er um og ó. Ætli einhverjir unglingar geti ekki villst á þessu og því að fara í skólann og kála einhverjum raunverulega? Svei mér þá, ef ég skil þetta. Hann upplýsir að hægt sé alvega að una sér við svona leiki í átta tíma á dag með skólanum. Vita allir foreldrar útá hvað þessir leikir oft ganga? Ég er eiginlega viss um að skólarnir hafa ekki hugmynd um þetta tómstundastarf. Og áreiðanlega er ekkert kvikmyndaeftirlit að skoða þetta enda veit kannski enginn hvernig þetta kemur inn í landið eða hvað er selt í búðunum. 

En mikið svaka eru þessir tölvuleikir flottir og raunverulegir. Tölvutæknin er gríðarleg og gerir hlutina æsandi.

En hvað??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Já manni bregður við lýsinguna. Margir grunnskólakennarar eru meðvitaðir um hættuna og að fjöldinn allur af nemendum stunda þessa iðju. Illa undirbúnir nemendur, syfjaðir nemendur og uppstökkir nemendur er það sem kemur út úr þessari tómstundaiðju. Skólinn er valdalaus þegar að tölvuleikjum og notkun þeirra, höfða verður til foreldra sem oftar er ekki hafa misst tökin á tölvunotkun barna sinna.

Margir tölvuleikir eru bannaðir þannig að foreldrar verða að kaupa þá fyrir börn sín og margir gera það.

Með kveðju, Helga Dögg

Helga Dögg Sverrisdóttir, 26.4.2015 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband