Leita í fréttum mbl.is

Hversu langt er síðan

að frá Júróvisjón komu lög sem heimsbyggðin gat lært og sungið?

Mér finnst þessi músík núna vera upp til hópa væll og skrækir í skrautsýningu. Gersneytt allri músík heldur yfirkeyrður afkáraskapur í klæðnaði og ljósasjóum. Mér þætti fróðlegt hvort margir áhorfenda geta sungið eitthvað lagið eftir kvöldið?

Þegar þetta er skrifað er ekki komi að íslenska laginu. Ég hef ekki heyrt það áður.  En fyrirfram býst ég ekki við miklu. Og mér er raunar slétt sama hvernig atkvæðin falla, það er nefnilega ekki verið að skemmta mér sérstaklega þó ég fái að borga aukin framlög til RÚV. Þar að auki megum við ekki vinna því við gætum líklega varla haldið keppnina vegna megurðar.

En hversu langt er síðan að Abba trukkaði alla með lögunum sem margir kunna enn í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Hárrétt hjá þér, Halldór. Þetta er orðin allsherjar ruslakista fyrir mestu klisjur tónlistarinnar. Útjaskað drasl. Þú lýsir þessu vel.

Már Elíson, 21.5.2015 kl. 20:49

2 identicon

Those where the days my friend, I thought they never end ......

https://www.youtube.com/watch?v=ogfhIAXmdEU

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 22:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jamm,ég skrifaði það hvergi,en segi nú,þetta lag sem blessuð fallega stúlkan sem tók þátt í fyrir okkar hönd; er ekkert nema skrækir og fer henni ekki vel.Þð var þá ekki eina lagið sem var tútal. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2015 kl. 00:43

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikid er ég sammála thér nafni. Thetta er lítid annad en samansafn af lagleysum, vaeli og lélegum eftiröpunum, enda sennilega búid ad rada saman bestu lögunum fyrir löngu sídan.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.5.2015 kl. 04:27

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er sjálfsagt gamaldags en lag sem ég vildi helst ekki hlusta á í bílum mínum á langri leið það verður ekki fyrir valinu.  

Þegar þessi þáttur Evrópskra sjónvarpsstöðva  hóf göngu sína og við vorum alltaf í 16. Sæti, þá skipti það ekki svo miklu máli því þátturinn var góður, flytjendur ekki eins margir og nú og þar með var tóm fyrir kynnanna að segja frá landi og þjóðum sem og flytjendum í hæverskum dúr.

 Lögin voru hvert öðru ólíkara og byggðust sum á einkvers konar menningar arfi viðkomandi þjóðar eða brots þjóðar.  Nú er öll kynning  eins og sprautað út úr ódýrri túpu frá auglýsingastofu og svo hefst ljósadýrðin og síbyljan hefst.  Ég ætla ekki að ergja mig eða ykkur á þessu meira en þetta er að verða úrsérgengið, allavega hallt og vantar staf.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2015 kl. 20:46

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er greinilegt að ungafólkið les ekki bloggið þannig að við fáum að vera í friði með okkar afturhald

Halldór Jónsson, 23.5.2015 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband