Leita í fréttum mbl.is

Píratar passa

á bróðurpart þeirra mála sem þeim eru rétt. Nefndarsetur eru þeim líklega lítt að skapi heldur leggja þeir áherslu á að vera þar sem orrustan er hörðust í ræðustól.

Miðað við að horfa á þá skelfingu sem Sjónvarpið færð okkur af fundum Alþingis síðustu daga, þá velti maður því fyrir sér hvort þingstörfin verði nokkuð verri eftir að Píratar taka þar völdin innan tíðar? Getur þetta nokkuð versnað frá Samfó og Grænó?

Það verður þá ekki þetta jólastress eða sauðburðaróþol á síðustu þingdögum þegar þar er komið. Allar nefndir verða búnar með sitt í tíma og þingið verður orðinn aftur að þægilegum 9-5 vinnustað með mat og kaffi á staðnum. Hvernig skyldi til dæmis þingforseti bera sig  til undir umræðum ef einhverjar verða?

Það fer um mann samúðarbylgja að horfa á  Einar Kristinn þurfa að sitja undir ákúrum þessa liðs sem kallar sig stjórnarandstöðu. Hvernig skyldi aumingja manninum líða? Mér finnst hann eiga inni bónus fyrir að þurfa að þola þetta. Þetta er víst þjóðþingið mitt. Já mitt líka um leið og þitt. Að hugsa sér. Hvar endar þetta? Hvar skyldi virðingin vera niðurkomin?

Píratar eflast með degi hverjum. Þeirra verður ríkið, mátturinn og svo hin í fyllingu tímans. Ef eitthvað ríki verður þá eftir þegar Palli kommi og félagar hans verða búnir að hantéra það fyrir okkur, þá geta Píratar passað áfram.

 

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Æ Halldór minn 

þetta v ar nákvæmlega eins þegar þið voruþð í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili - þetta gullfiskaminni þitt man það ara ekki.  Það þarf að breyta þessu kerfi og Bjarni formaðurinn þinn er með ágætis tillögu um að gera það þannig að það taki gildi á næsta kjörtímabili en ekki núna - þ.e.a.s. þegar enginn veit hver verður við völd.  Bjarni er vaxandi maður 

Kristmann Magnússon, 23.5.2015 kl. 21:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Lítilla sanda, litilla sæva. Ein grautarskál snýr heimi magadýrkenda á hvolf. Ekki datt mér hug í Grænuborg hvert lífið myndi leiða okkur.

Halldór Jónsson, 24.5.2015 kl. 00:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af því ég kem uppfíruð eftir Urovision,verð ég slettireka og spyr,voruð þið virkilega á barnaheimili Grænuborg (vinnandi fyrir náminu)? forvitin fávís!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2015 kl. 01:42

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, við Mannsi vorum i alvöru skóla og urðum báðir Cand-Ís frá skóla Ísaks Jónssonar og fluglæsir 7 ára

Halldór Jónsson, 24.5.2015 kl. 18:07

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi minn, má ég minna þig á að Bjarni er líka formaðurinn þinn samkvæmt gefnu loforði. Bjarni er vaxandi maður, það er þó rétt hjá þéer. Einmitt þá þarf hann á stuðningi að halda. Hann hefur minn en hvað um þinn?

Halldór Jónsson, 25.5.2015 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3417958

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband