Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskrársíbyljan

er á sinninu á vinstra liðinu. Maður heyrir ekki viðtal við neinn af þeim öðru vísi en að hann fari að tala  um stjórnarskrá, hversu heitt við þráum nýja stjórnarskrá, sem tryggi okkur til dæmis þjóðareign á auðlindum landsins og leyfi sérviskupúkum að kalla fyrirhafnarlítið á þjóðaratkvæðagreiðslur.

Núverandi stjórnarskrá er samin á grundvelli þrautprófaðra stjórnarskráa evrópskra. Hún var lögtekin á 17.júní 1944. Gerðar hafa verið breytingar á henni í gegn um tíðina sem voru óhjákvæmilegar vegna búsetubreytinga í landinu. Annað hefur ekki þurft að gera, svo vel er fyrir öllu séð.

Það er áberandi að varla nokkur hægri maður talar um nauðsyn nýrrar stjórnarskrár. Umræðan er nær einvörðungu bundin við vinstra fólkið. Líklega er því ávallt meiri prettir og valdbeiting í huga en venjulegu fólki. Það býst við svikum og illvilja af náunganum, það hatar hann vegna þess að að hann gæti verið haldinn græðgi, verið með bíla-og bensíndellu, verið á móti því að láta Carbon Recycling fá einkaleyfi á að gera bensínið dýrara vegna EES tilskipana, gefið ekki neitt fyrir auknar hjólreiðar og EES, verið fylgjandi kirkju og kristni og biflíugjöfum í skólum og trúir jafnvel á jólasveininn og álfa.

Aldrei hefur mér til hugar komið að stjórnarskráin hafi eitthvað haft með að gera mitt gengi í ævisögunni. Mér finnst hún þvert á móti hafa dugað afbragðs vel og að kvótakerfið sé ekki henni að kenna.

Ég las moðsuðuna sem kom frá stjórnlagaþinginu frá upphafi til enda. Mér fannst það álíka skýrt og skiljanlegt eins og langhundar eftir suma vinstri sinnaða prófessora sem skrifa í blöðin til að hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum. Vífilengjur um ekki neitt sem má alveg vera án.

Ekki sá ég kostina eða nauðsyn þess að býtta á henni og því sem við höfum. Mér finnst að núverandi stjórnarskrá rúmi allt það sem við þurfum að hafa, við getum gert allt þetta sem mest er þvælt um eins og beinu lýðræðisvitleysuna sem örsmár minnihluti tönnlast á, án þess að höggva í stjórnarskrána. Alþingi hefur klárað sig af öðru eins.Og Forsetinn er alltaf til staðar með 63.greinina.

Það er ekki stjórnarskráin sem veldur vantrú fólks á Alþingi. Það er miklu fremur hversu margir furðulegir dónar og bjálfar hafa flotið þangað inn. Það sama fólk sem kaus þá getur varla við aðra sakast en sjálft sig þegar það vill ræða virðingu Alþingis.

Þingmenn hægri flokkanna virðast hafa hlotið mun betra uppeldi sem endurspeglast yfirleitt í framkomu þeirra.Stjórnarskrársíbyljan þjáir þá að minnsta kosti ekki til jafns við hina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er sammála þér Halldór, það er mjög mikilvægt að standa vörð um stjórnarskrána og skapa skilning meðal ungs fólks að hún skipti máli. Ég held það sé best gert með því að skírskota til Íslandssögunnar á 19. og 20 öld. 

Guðmundur Pálsson, 5.7.2015 kl. 19:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Guðmundur,

ég held að þú sért með þetta

Halldór Jónsson, 6.7.2015 kl. 11:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fullkomlega sammála Guðmundi um að Íslendingar þyrftu að þekkja sögu sína mun betur. Þá finnst mér vanta í kennslubækur heilu kaflana og býst við að það sé með vilja gert. Byrjum árið 1901 þegar Ísland er fátækasta land í Evrópu, enda fór allur arður af verslun og flutningum úr landi.  Mér skilst að hvergi í kennslubókum sé skrifaður stafkrókur um Beikonsamninginn árið 1901 sem tryggði Dönum sölu á beikoni til Bretlands til 50 ára með 6 ára uppsagnarfresti og Bretar fengu jafn langan samning um leyfi til að veiða í fjöðum og flóum Íslands. Lýðveldistakan var studd að 99% landsmanna ekki síst vegna Beikonsamningsins og um leið og Íslendingar tóku sér rétt til lýðveldis sögðu þeir samningnum upp með löglegum 6 ára fyrirvara. Þetta leiddi síðan til átaka við Breta árið 1951 og löndunarbanns frá 52 til 56. Löndunarbannið sem átti að brjóta þjóðina á bak aftur varð lyftistöng fyrir þjóðina. Með vöruskiptasamningunum við Austurblokkina var byrjað að nýta nýar fiskitegundir, komið var á ullar- og skinnaiðnaði, niðusuðuiðnaður, byrjað að framleiða mállingu osf. Þrátt fyrir að margar svokallaðar vinaþjóðir í Evrópu styddu löndunarbannið beint eða óbeint var það gjörsamlega bitlaust og lagðist af þegar Bandaríkjamenn fóru í stórum stíl að kaupa þorskblokkir. Þá áttu íslensk fyrirtæki þekkt vörumerki sem öll glötuðust í bankahruninu. En nú eru ný hættumerki á lofti sem eru erlendu bankarnir og eignarhald þeirra á þjónustufyrirtækjum.  Það er sjálfsagt að auka beint lýðræði en óþarft að kollvarpa því  sem vel  hefur reynst ss takmörkun á fullveldisframsali.

Sigurður Þórðarson, 6.7.2015 kl. 13:38

4 Smámynd: Elle_

Stjórnarskrársíbyljan er gott orð.

Það eru nokkrir prúðir menn enn í vinstrinu, Jón, Ögmundur og nokkrir fyrrverandi stjórnmálamenn, en ég man bara eftir einni konu, Lilju Móses.

Elle_, 8.7.2015 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband