Leita í fréttum mbl.is

Hrafnaþing

á föstudagskvöldið vekti athygli mína.

Ég horfi yfirleitt alltaf á þegar þeir heimastjórnarmenn setjast á rökstóla. Stundum verða þeir svo æstir að hver talar upp í annan og er  þá Ingvi Hrafn ekki barnanna bestur og drekkir hinum í hávaða svo þeir komast ekki að. Kallinn þarf að gæta að því að taka sjálfur ekki upp of mikið af tímanum heldur sjá til þess að allir fái einhvern tíma til að tala. Ekki það að hans skoðanir séu nokkuð verri en þeirra, þær eru oftast mjög góðar og skarplegar.

Í þessum þætti var farið yfir það trúnaðartraust sem stjórnmálamenn verða að búa yfir eigi þeir að ná hylli fólksins. Mér fannst málflutningur Jóns Kristins afskaplega yfirvegaður og raunsær þegar hann ræddi þessi mál.

Jón tók stöðu Hönnu Birnu sem varaformanns fyrir. Varaformaður þarf að hafa nægjanlegan pólitískan styrk til þess að kjósendur treysti honum til að taka við af formanni Sjálfstæðisflokksins sem alveg eins þá getur verið í embætti forsætisráðherra þegar hið óvænta ríður yfir.(Eins og varð til dæmis í slysinu hörmulega á Þingvöllum.) Varaformaður verður að hafa óskorað traust flokksmanna og annarra til að taka við merkinu.

Bjarni Benediktsson hefur sagt um stöðu Hönnu Birnu sem stjórnmálamanns, að hún verði að sækja sér nýtt umboð.Jón Kristinn samsinnti þessu og sagði að þetta umboð  næði bæði til flokksmanna og svo kjósenda. Hún lenti í málum sem leiddu til þess að hún varð að segja af sér embætti. Það gefur auga leið að styrkleiki stjórnmálamanns hefur beðið alvarlegan hnekki eftir slíkar hremmingar.

Heimastjórnarmenn voru sammála um að Hann Birna ætti núna að draga sig í hlé. Ekki að reyna að bjóða sig fram sem varaformann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt myndi beinlínis þýða fylgistap upp á 5-10 % að mati Ingva Hrafns. Jón Kristinn lagði áherslu á að menn yrðu að hugsa ávallt hvað væri best fyrir flokkinn og þær tugþusundir sem hann fylla. Hugsa hvort þeirra persóna séu það sem flokkinn vantar við þetta tækifærið. Hvort þeir sjálfir séu endilega réttur valkostur í stöðunni. Hagmunir flokksins hljóti alltaf að koma á undan persónulegum metnaði. Maður komi alltaf í manns stað í slíkri fjöldahreyfingu sem Sjálfstæðisflokkurinn er og enginn þar sé ómissandi. Það sem traustið sem skipti öllu máli.

Það væri talað um að unga fólkið kæmi ekki til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Jón kvað ungliðahreyfinguna í flokknum hafa brugðist því hverjir ættu að tala við ungt fólk aðrir en ungir sjálfstæðismenn. Þeir væru bara alls ekki í því. Yngvi Hrafn benti á hvernig Vaka rúllaði kommunum ítrekað upp í Háskólanum. Hann  spurði svo hvort þeir ættu þá ekki að vera í forystunni sem varformaður?  Jón kvað nei við því og benti á ábyrgðina sem því embætti fylgdi. Unga fólkið væri einfaldlega of ungt í slíkum tilvikum. En þeir þyrftu endilega að koma meira inn í hugsjónastarfið.

Þeir félagar voru ekki bjartsýnir á framtíð Samfylkingarinnar. Þeir töldu að sá flokkur hefði brugðist þjóðinni á slíkum örlagstundum að hann hefði fyrirgert trausti fólksins. Áhrif Alþýðubandlags Kópavogs væru allt of áberandi í andliti flokksins og allir eðalkratar löngu horfnir sjónum. Jón spáði illa fyrir Pírötum sem hann sagði að þeir myndu þurrkast út þegar fólkið sæi í gegn um þá. Jón lagði líka áherslu á að þeir stjórnmálamenn sem stóðu að aðförinni að Geir H. Haarde myndu þurfa að bera sína sekt ævilangt. Þeir yrðu að víkja af vettvangi og nýtt fólk að taka við. 

Skerðingar aldraðra og öryrkja voru einnig ræddar hvort flokkurinn myndi koma leiðréttingum fram eða ekki. Jón Kristinn kvað upp úr með það að við yrðum að ætlast til þess að flokkurinn leysti þessi mál.

Þetta var fróðlegur og fræðandi þáttur. Menn verða að tala af yfirvegun en ekki æsingum í stjórnmálum jafnt á Hrafnaþingum sem öðrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband