Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt höfumst vér að

"Ferðaskrifstofa hefur kynnt áform um að hefja vikulegt áætlunarflug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í vor. Þá hefur eigandi breskrar ferðaskrifstofu sýnt áhuga á að hefja vikulegt flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í vor. Fleiri ferðaskrifstofur og flugfélög eru í sambandi við flugklasa á þessum stöðum en beðið er eftir tillögum starfshóps sem forsætisráðherra fól að kanna þessa möguleika...."

"Austurbrú hefur boðað til kynningarfundar um millilandaflug í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Jafnframt verður gefin út fréttatilkynning. Starfsmenn Austurbrúar veita engar upplýsingar um efnið."

Svo segir í Morgunblaðinu. Hugsanlega getur Bombardier notað Reykjavík sem varaflugvöll og lent hér af og til á neyðarbrautinni svo hótelgestir hafi eitthvað að horfa á?

 

Fram kom í sumar að Austurbrú væri í viðræðum við erlenda aðila um að taka upp áætlunarflug til Egilsstaða. Clive Stacey, eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World, gaf það út í viðtali við turisti.is og Austurfrétt að hann áformaði að hefja áætlunarflug á milli Gatwick-flugvallar við London og Egilsstaða í byrjun maí. Flogið yrði með 180 sæta Airbus 320-vélum fram í byrjun október og aftur í febrúar og mars. Tekið var fram að stuðningur stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila væri forsendan."

Hvað gerist næst á Akureyri og Egilsstöðum. Þessi sveitarfélög eru svo lánssöm að eiga flugelli í bæjarlöndum sínum. Það virðist vera að þau átti sig á þeim möguleikum fyrir atvinnulífið sem felst í þessu.

Berum þetta svo saman við Reykjavík. Þar eru reíðhjólaflokkar og afturhalds sameinaðir í meirihluta. Sjá þeir lífskjarabætur fyrir Borgarbúa í Reykjavíkurflugvelli? Skilja þeir gildi samgangna yfirleitt? Dareios Persakonungur lét leggja vegi um ríki sitt og sagði aðspurður: "Þjóð mín er ekki svo rík að hún hafi efni á slæmum samgöngum"

Það vita ekki margir að það fer fram millilandaflug með fjögurra hreyfla þotu frá Reykjavíkurflugvelli. Þotan er svo hljóðlát að fæstir verða varir við hana. Hvað hún gerir fyrir efnahag Færeyja getum við bara ímyndað okkur.

Hvað beint flug til London og Kaupmannahafnar frá Reykjavík myndi gera fyrir Borgarbúa gætu þær Sveinbjörg og Guðfinna reiknað út. Hvað þrenging Hofsvallagötu, Borgartúns og Grensásvegar og nýtt lestakerfi muni skila í Borgarkassann geta þeir Dagur Bé, EssBjörn og Hjálmar Sveinsson reiknað út.

Eftir næstu kosningar gæti viljað til að fólk með nútímasjónarmið í samgöngum kæmist til valda í Reykjavík. Sá Dagur yrði til fagnaðar eftir marga dimma.

Já ólíkt höfumst vér að sem eru barðir af afturhaldinu en viljum dilla framtíð borgarbúa og þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega eitthvað síðan þú sást síðast til Færeyjaflugsins á Reykjavíkurflugvelli, Airbus vélarnar sem þeir nota núna eru bara með tvo hreyfla.

Það eru fleiri ár en ég man (þú manst það eflaust betur enda eldri) síðan ákveðið var að færa millilandaflugið (áætlunarflug þ.e.a.s.) frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar og það sjálfsagt af góðri ástæðu. Færeyingarnir fá að nota Reykjavíkurflugvöll aðallega af því að þeir eru Færeyingar.

Það er hins vegar athyglisverð hugmynd að leyfa áætlunarflug með litlum þotum og byggja upp almennilega aðstöðu fyrir það. Það má allavega sjá bæði kosti og galla við það.

ls (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 09:13

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Is

Millilandaflugið mun aðallega hafa verið flutt til Sandgerðisflugvallarþar sem við fengum ókeypis not af flugvelli sem og aðstöðu í húsi því sem bandaríski sjóherinn átti þarna hvorutveggja og við kölluðum síðan flugstöð.

Það ætti auðvitað að gefa hverju því flugfélagi sem það vill leyfi til þess að hefja millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli þegar í stað. Það myndi spara stórkstlega í kostnaði fyrir almenning og þjóðfélagið í heild að sleppa þessum einum og hálfa klukkutíma sem tekur að aka til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Sandgerði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2015 kl. 12:37

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ágætt væri að herþoturnar sem sveima yfir höfðum Sandgerðinga eftir flugtak og fyrir lendingu færu annað alagið og lentu á R.Víkurflugvelli.Reyndar bönnuðuðu Dagur og Gnarrinn lendingar herþotna á R.Víkurflugvelli.Ekki fylgdi með hvort þeir teldu að Sandgerðingar hefðu sama rétt hvað varðar flugvöllinn í Sandgerði,sem heitir Keflavíkurflugvöllur.Jafnaðarmennskan er á svo háu stigi í Degi B.að hann telur eðlilegt að hann geti bannað flug og flugvöll í R.Vík en bæjarstjórinn í Sandgerði geti það ekki.

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2015 kl. 21:09

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vinstri stjórnin í Reykjavík er löngu orðin að plágu í ætt við Móðuharðindin gömlu að mínu mati. Þetta sem þú nefnir Sigurgeir er athyglisvert.

Halldór Jónsson, 7.10.2015 kl. 22:16

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og raunar Cachoetes er með sama punktinn 

Halldór Jónsson, 7.10.2015 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband