Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur Birgittu

fannst mér vera sá möguleiki að gríðarlegt fylgi Pírata í skoðanakönnunum væri ekki tilkomið vegna aðdáunar þessa fjölda  á forystu hennar og meðreiðarsveinanna í stjórn litlu Píratahreyfingarinnar sem kom henni á þing, heldur eitthvað allt annað?

Það er margt fólk þarna úti sem hefur reynslu af hinu hefðbundna stjórnmálastarfi og egódýrkun forystumanna flokkanna eins og hún birtist okkur. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þessi hjörð myndi greiða atkvæði yfirleitt í næstu kosningum en hygg að Birgitta yrði hissa á einhverju.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki sjálfstæðisstefnan holdi klædd í dag, Hann er ekki birtingarmynd hugsjóna Sjálfstæðisflokksins heldur nokkurskonar  ríkisstarfsmaður í fjármálaráðuneytinu, að vísu fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og formaður hans, en kosinn í það embætti af tiltölulega fáum Landsfundarfulltrúum miðað við þann fjölda sem kaus flokkinn til sjávar og sveita. En Sjálfstæðismenn eru margir að spyrja sig í dag hvernig forystan ætli að ná gamla fylginu flokksins til baka? Hvort flokkurinn ætli bara að stansa í svona fjórðungs fylgi og vera ánægður með það til frambúðar? Hvar eru  nú allar heitstrengingarnar á Landsfundinum liðna?. Sjást þær einhversstaðar?

Árni Páll er á sama hátt ekki óumdeildur foringi Samfó, Katrín Jakobs annaðhvort fulltrúi Steingrímsliðanna eða ekki og svo framvegis. Það er formanna að fara fyrir ósamstæðum hjörðum og ná því besta út. Árni Páll er brjóstumkennanlegur með deyjandi flokk sinn alveg eins og hún Katrín Jakobsdóttir með sinn. Guðmundur Steingríms er  orðinn að þátíð með sinn flokk og svo kominn að það er ekki  einu sinni hægt að vorkenna honum lengur þó maður vildi.

Ég er ekkert viss um að Birgitta yrði kosinn kapteinn Pírata ef allsherjar kosning færi fram meðal þeirra sem svöruðu í skoðanakönnunum. Birgitta klökknar hinsvegar yfir því hversu margir Píratar eru orðnir og heldur í einfeldni sinni að hún sé þar með leiðtogi alls þessa flokks. Flokkurinn er kominn í yfir krítíska stærð sem þarf ekki að samsvara gamla flokknum á nema óverulegan hátt.Og hann mun kjósa sér sjálfur þá forystu sem hann þarfnast.

Ég held að þessi túlkun Birgittu geti verið mikill misskilningur. Þetta fólk er kannski miklu fremur að láta í ljósi stuðning við það að völdin verði færð frá Alþingismönnum eins og Birgittu til dæmis og til fólksins sjálfs  sem geti ráðið málum þjóðarinnar í auknum mæli í þjóðaratkvæðagreiðslum svipað og gert er í Sviss.

Frosti Sigurjónsson Framsóknarmaður var á Útvarpi Sögu og hélt fram svipuðum skoðunum um ágæti stjórnarfarsins í Sviss umfram okkar starfshætti á Alþingi.  Hann lýst vandkvæðum þingmanns við að koma fram með þingmál eða lagafrumvörp, hversu kerfið er stirt og hversu samansúrrauð stjórnin er á því og í höndum örfárra manna. Venjulegur þingmaður kemst hvorki lönd né strönd með sín hjartans mál. Hann lýsti ofurefli báknsins afar vel og hvernig þingmönnum eru allar bjargir bannaðar við að breyta neinu sem máli skiptir eins og sendiráðssyndróminu, passendurnýjununum sem eru óþarfar með öllu, nema kannski nýjar myndir, óþarfa siglingum þingmanna og fulltrúa sem eru glórulausar með öllu eins og sást best á erindislausu ferðalagi Dags B. Eggertssonar með á annan tug fylgdarliðs á Parísarráðstefnuna á dögunum og þannig má lengi telja.

Ég er ekkert viss um að ég sé ginkeyptari fyrir ýmsum boðskap Sjálfstæðisflokksins, sem heyrist eiginlega ekki um þessar mundir vegna forystukreppunnar sem flokkurinn er í til lands og sveita, heldur en því sem Frosti Sigurjónsson sagði um gjaldeyrismál, bankamál og ríkisábyrgðir á bönkunum íslensku  sem við ekki eigum einu sinni ekki neitt í eftir aðgerðir Rauðskeggs sællar minningar.Frosti virtist hinsvegar skynja það að krafan um stjórnarfar sem líkist meira því sem ríkir í Sviss en það sem við höfum hér á Íslandi er vaxandi hérlendis. Sem ég til dæmis hef marga fyrirvara á enda orðinn gamall fauskur og úreltur með öllu. 

Ég held þess vegna að það sé alveg ástæðulaust fyrir Birgittu að klökkna yfir Píratafylginu  vegna þess að það segir nákvæmlega ekkert um hennar styrkleika sem flokksforingja vegna þess að hún hefur ekkert hitt þetta fólk sjálf og þekkir það alls ekki.

Margir Sjálfstæðismenn eru til dæmis nokkuð vissir um að þarna sé að finna okkar fólk að stórum hluta sem sé að lýsa vanþóknun sinni á steinrunnum starfsháttum flokksins okkar og Valhallar en gefi sig upp með þessum hætti til að koma þessu á framfæri við establishmentið.

Það er því alls óvitað hvað yrði upp á teningnum ef Píratar héldu einhverskonar landsfund. Hvort Birgitta yrði einu sinni með eftir það eða hvort upp risi alveg nýr flokkur með allt aðrar hugmyndir en hún sem er áreiðanlega kominn fram yfir síðasta söludag í pólitík,búin að vera þarna í eilífðartíma. 

Það sem er í rauninni að gerast hjá öllum öðrum flokkum eins og Frosti ýjar að. Fólk er orðið kexað á gangi mála á Alþingi og þeim fornaldarvinnubrögðum sem er sýnd í sjónvarpi allra landsmanna. 

Fólkið kallar á breytingar ef ekki byltingar. Það er búið að fá nóg af kjaftæði um allt og ekki neitt. Það vill sjá breytingar og það miklar breytingar strax.

Þar í liggur hinn pólitíski misskilningur Birgittu og fleiri steinrunninna Alþingismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

29 Desember 2015. Það væri kannski nær að velta fyrir sér frétt á nrk.no fyrir nokkrum korterum síðan:

Masseevakuering etter gigantutslipp i Los Angeles...!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2015 kl. 01:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég veit ekki hvað þú átt við Anna en það á að fara að slepp út 6000 dóptengdum glæpamönnum í US. Þar af eru 1670 útlendingar sem verða reknir úr landi. Hér er enginn rekinn útr land heldur sækjum við í að fá sem flesta hingað

Halldór Jónsson, 29.12.2015 kl. 09:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og ca þriðjungur verður handtekinn aftur fyrir sama

Halldór Jónsson, 29.12.2015 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband