Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokksfundur í Kópavogi

var að vanda kl 10:00 í dag. Fundarefni var ekkert sérstakt að þessu sinni heldur var skírskotað til fundarmanna um að viðra skoðanir sínar á líðandi stundu.

Sem þeir gerðu.

Margt var sagt sem ekki verður fært til nokkurs sérstaks fundarmanns. En rauður þráður í máli manna var að það er mikil óánægja með störf ráðherra flokksins og baráttumál hans sum, sem ekki eru talin vænleg til fylgisaukningar. Ennfremur er gríðarleg óánægja með að þingsköpum sé ekki breytt svo að Alþingi geti starfað og afgreitt mál. Líklega er öll þjóðin utan þings forviða á þessu atriði sem horfir á málþófið dag eftir dag.  

Af vondum málum flokksins stóð fremst áfengisfumvarpið. Þetta væri ómerkilegt mál sem breytti engu fyrir almenning. En sem mál væri það að skaða fylgi flokksins gríðarlega og skyggði á önnur mál betri. Þótti fundarmönnum það vægast sagt léleg herkænska að vera að dvelja svona við svo umdeilt málefni og urðu býsna harðorðir í garð flokksforystunnar.

Annað mál var frumvarp um lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður. Þessu erindi Félags Leiðsögumanna frá hafnað afgerandi á landsfundi flokksins. Nú flytur flokkurinn þetta á þingi eins og landsfundur hafi ekki farið fram? 

Þessi bloggari hafði samband við Félag leiðsögumanna fyrir þeirra aðalfund og vildi að þeir tækju okkur próflausa en reynda leiðsögumenn inn í sitt félag sem einskonar B-meðlimi eða Junior-Guides. Þannig væru allir leiðsögumenn sameinaðir undir einum hatti og merki og stæðu þar með betur að vígi. En forystumenn félagsins hundsuðu þetta með öllu og vilja líklega einokun fyrir sig að hætti kvótakerfis LÍÚ, sem er enn eitt mál sem fylgir Sjálfstæðisflokknum eins og skugginn hans.

Þá er greiðasta leiðin fyrir Félag leiðsögumanna til einokunar fundin í gegn um þingflokk Sjálfstæðisflokksins sem fer þvert á Landsfundarsamþykktir til að þjónka undir þetta sérstaka mál. Enn dæmi um litla herkænsku og lélega framgöngu þingflokks og ráðherra flokksins.

Fjármál flokksins bar einnig á góma. Það væri eytt umfram aflafé í kosningum víðast hvar. Flokksfélög um landið væru mörg með hala af óreiðuskuldum frá liðnum kosningum. Fram kom athyglisverð tillaga frá einum fundarmanna. En hún var sú að frambjóðendur flokksins mynduðu hlutafélag fyrir kosningabaráttu þar sem efstu menn væru stjórnarmenn og oddvitinn formaður. Þetta hlutafélag annaðist alfarið fjármögnun og rekstur kosningabaráttunnar. Safnaði styrkjum frá Sjálfstæðisfélögum og almenningi til allra framkvænda og greiddi fyrir þær. Þeir kæmust ekki frá þessu nema ljúka dæminu í stað þess að stökkva frá borði ábyrgðarlausir eftir kosningar, hvort sem þær ynnust eða töpuðust.Gerðu þeir gjaldþrot yrðu þeir óhæfir til frekari stjórnarsetu í félögum.

Fundurinn var einhuga um að það væri ekki góð pólitík að draga ekki áfengisfumvarpið til baka áður en það veldur flokknum meiri skaða en orðið er. Það væri óskynsamlegt hjá flokki í vörn að vera reita suma flokksmenn sína, sérstaklega þá eldri og tryggustu, til reiði  með þarflausum ásteytingarsteinum eins og þessu brennivínsfrumvarpi. Flokkurinn uppsker það eitt og vera kallaður sérhagsmunaplógur heildsalanna og HAGA þegar okkar gömlu slagorð væru stétt með stétt og gjör rétt þol ei órétt.  

Það var álit fundarmanna að dráttur flokksins á því að leiðrétta kjör ellilífeyrisþega hafi valið flokknum fylgishruni í röðum tryggustu fylgismannanna sem væru eldri borgarar. Þetta hefði valdið ómældum skaða á fylgi flokksins.  Á sama  tíma var verið aðleiðrétta kjör ráðherra og dómara.Ungur maður sagði að fylgishrunið núna væri ekki einungis á aldursbilinu 18-29 ára heldur væri það aldursflokkurinn frá 18 til 49 eins og hann legði sig. Því í þeim hópi væru foreldrar þessa fólks sem lægi óbætt hjá garði.

Það eru fráleitt friðvænlegir tímar í vændum innan Sjálfstæðisflokksins. Né geta ráðherrar flokksins vænst þess að geta setið á friðstólum sínum eins og þeir séu fegurðardísir á palli í einhverri  MissMinister keppni.

Það kraumar greinilega þung undiralda í Sjálfstæðisflokknum sem er ekki dauður úr öllum æðum hafi einhver haldið það og ráðherrum er því vænst að taka vara á sér.

Sjálfstæðisflokkurinn á þessum laugardagsfundi var ekki á þeim buxum að gefast upp fyrir  einhverri óstofnaðri Viðreisn né einhverjum hulduher Pírata enda leyfir saga hans og hugsjónir slíkt ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Þess er vart að vænta: að þið örfáu, sem fylgið hugmyndafræði Jóns Þorlákssonar og félaga hans, náið ykkar vopnum / úr núverandi miðju- moðs dýki ykkar, og snúið vörn í sókn raunverulegrar Hægri harðlínustefnu, á meðan þið umberið fólk eins og, : Bjarna Benediktsson / Ólöfu Nordal / Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem og annarra viðhlægjenda frjálshyggju mengunarinnar, í ykkar röðum.

Þið verðið einfaldlega - að KOLLSTEYPA Bjarna klíkunni, með öllu því, sem henni fylgir / OG TAKA LYKLAVÖLDIN af Bjarna bandíttnum og Engeyjar viðhengjum hans, Verkfræðingur góður.

Svo tekur nú steininn úr: að þið skuluð ENNÞÁ vera með Grindavíkur bjálfann:: Brennivíns berserkinn Vilhjálm Árnason innan ykkar raða, dreng staula, sem gengur GRIMMT, erinda Finns Árnasonar Haga okrara og græðgis púka og lagsmanna hans, ekki síður.

Þurfið þið Viðar Gudjohnsen - hinn trúi og tryggi inn hringjari, þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugs sonar á Útvarpi Sögu ekki, að fara að snúa bökum ykkar betur saman ?

Ekki svo lítið: sem Viðar gumar af, áhrifamætti hins óbreytta flokksmanns (innan hins furðulega flokks:: sem ENNÞÁ kennir sig við Sjálfstæði, reyndar), í ýmsum athuga semda sinna, á hinum ýmsu fjölmiðlum landsins.

Þið - sem kalla má Sjálfstæðismenn hins gamla stíls Jón heitins Þorlákssonar collega þíns, þurfið að fara að bretta upp ermar, og láta snarpar gjörðir fylgja orðum, gagnvart skaðræði Engeyjar undranna, innan ykkar vébanda !

Svo: mark yrði á takandi, Halldór minn.

Með hinum beztu kveðjum samt: af Suðurlandi, sem oftar /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband