Leita í fréttum mbl.is

"Við rasistar"

höfum kannski ekki getað skýrt út nægilega vel hvað okkur gengur til þegar við viljum ekki óheftan innflutning múslíma til landsins.

Axel Kristjánsson sá vísi lögfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann orðar þetta fyrir okkur á auðskiljanlegu máli:

".......Ógnarleg hryðjuverk, sem nú eru framin af innflytjendum í Evrópu eru mjög til umfjöllunar. Öllum er ljóst, að ómögulegt er að koma í veg fyrir þau og þau munu halda áfram í mörg ár. Hryðjuverkin eru framin af öfgafullum múslimum. Þeir vísa í Kóraninn og lýsa þeirri sælu, sem þeir muni verða aðnjótandi, en það er taumlaus kynferðisleg misnotkun barnungra kvenna í sæluríki Allah. Það er sjálfsagt rétt, að þannig hugsi aðeins öfgafullir múslimar, en þeir skipuleggja hryðjuverkin og fremja þau síðan nánast hvar sem er. Þrátt fyrir þetta keppast stjórnmálamenn á Vesturlöndum við að segja, að ekki megi kenna múslimum um þessi hryðjuverk; þeir séu hvorki betri né verri en menn af öðrum trúarbrögðum.

Þetta er sá pólitíski rétttrúnaður, sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn, ekki síst á vinstri væng, hafa leitt til öndvegis.

 

Þegar Chamberlain forsætisráðherra Breta lét undan Hitler 1938 og fórnaði Tékkum til að kaupa frið, hét það friðþæging (á ensku appeasement), og líklega trúði maðurinn því, að nú hefði hann tryggt »peace in our time«.

Svo fór, sem hlaut að fara, og þegar afleiðingar friðþægingarinnar dundu yfir með fleiri landakröfum Hitlers, var öllum ljóst, að friðþæging leysti ekki vandann. Hún leysir ekki vandann nú, þegar staðið er augliti til auglitis við öfgamenn, sem eru 700 árum á eftir vestrænum þjóðum í siðmenningu og virðingu fyrir rétti einstaklingsins til að lifa sínu lífi.

 

Friðþæging stöðvar ekki ódæðisverkin á meginlandi Evrópu. Friðþæging kemur ekki í veg fyrir ódæðisverk á Íslandi.

 

Nú er svo komið að þegar yfirvöld hér á landi reyna að fara eftir reglum og milliríkjasamningum við afgreiðslu á málum svokallaðra hælisleitenda rísa upp fámennir hópar hávaðafólks á götunni og linna ekki látum fyrr en stjórnmálamenn gefast upp og láta undan með því að fara á svig við slíkar reglur og samninga.

Svo langt hefur verið gengið, að sett hafa verið lög til að lúta vilja hávaðafólksins; stundum í nafni mannúðar. Pólitískur rétttrúnaður nú felst í að tala um opið lýðræði.

Þetta er opið lýðræði. Þetta er götulýðræði. Þetta er það lýðræði, sem nú á að friðþægja. Þetta er það lýðræði, sem nú á að taka upp í Stjórnarskrá Íslands.

 

Ég hef ekki andúð á útlendingum. Ég hef ekki andúð á múslimum yfirleitt. Pólitískir rétttrúnaðarmenn munu kalla mig rasista; þeir um það.

Ég er fæddur og uppalinn á Íslandi. Ég vil að íslenskt þjóðerni dafni. Ég vil að íslenskur menningararfur lifi. Ég vil, að íslensk tunga lifi.

Ég vil ekki, að þjóðin glati því, sem hún náði í baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Ég vil ekki, að þjóðin glati auðlindum sínum í hendur annarra þjóða.

Ég vil ekki, að þjóðin missi stjórn á fiskveiðilögsögu sinni eftir grimma baráttu vopnlausrar þjóðar við eitt mesta herveldi heims.

Ég á þann draum, að Íslendingar búi í friði við þær allsnægtir, sem landið og fiskimiðin bjóða upp á. Ég vil að ungu fólki sé kennd sagan af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga bæði í skólum og á heimilum. Ég vil, að því sé sagt frá 1. desember 1918. Ég vil, að ungu fólki sé kennd sagan af baráttunni um fiskveiðilögsöguna.

 

Ég vil ekki, að íslensk þjóð glati sjálfstæðri tilveru sinni í mannhafi því, sem nú býr á jörðinni og telur yfir 6 milljarða.

Á Íslandi búa 330-340 þúsund manns, flestir við allsnægtir, og er mikill fjöldi þeirra innflytjendur frá mörgum löndum. Íslensk þjóð og íslensk menning mun ekki blandastí mannhafið á jörðinni.

Íslensk þjóð og íslensk menning mun hverfa sporlaustí það mannhaf, ef ekki er spyrnt við fæti strax af alefli og hætt að lofsyngja friðþæginguna.

 

Ég vil ekki, að íslensku þjóðerni, íslenskri menningu né þeim friði og velmegun, sem hér er, verði fórnað á altari friðþægingar við öfgamenn."

 

Loksins kom maður sem gat orðað sjónarmið þeirra sem vilja íslenskri menningu og tungu vel. Sjónarmið þeirra sem er yfirleitt umsvifalaust valið tignarheitið rasisti af 101 liðinu sem hér ríður húsum.

 

 

Þarna var hugsun "okkar rasistanna" sett fram  á skiljanlegan hátt og vil ég þakka Axeli fyrir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Halldóri og þessari frábæru grein Axels.

Annað þarf ekki að segja.

Góðar stundir.

Hjörvar (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 17:16

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er bara að taka af sér hattinn fyrir Axeli!

Eyjólfur Jónsson, 30.3.2016 kl. 17:30

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel sagt og skrifað. Þeir sem skrifa svona eru föðurlandsvinir ekki Rasistar.

Valdimar Samúelsson, 30.3.2016 kl. 20:46

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðu vinir að deila áliti á skrifum Axels með mér.

Þarna fer sannur föðurlandsvinur en ekki landssöluskækja. Maður sem skilur hvað þjóðernið er, hver saga okkar er, hver uppruni okkar er.

Halldór Jónsson, 30.3.2016 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband