Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning

verður Árna Matthíassyni að yrkisefni í Mogganum í dag. Hann skilgreinir það sem fjölmenningu að við íslendingar séum búnir að breyta mataræði okkar frá öldum áður.

Þegar ég kom fyrst til Þýskalands vorum við flestir óvanir því að borðið væri ávallt grænt með mat eða salat.Þeir sem fyrir voru sögðust hafa vanist á þetta og teldu það nauðsynlegt. Við fengum að kynnast þýskum mat og flestir voru fljótir að aðlagast kjúklingum, spaghetti,baunum og súrkái, ravioli, rússneskum eggjum, Kasseler Rippe og Bratwust. 

Nú vitum við að þetta var víst fjölmenningaruppeldi eftir skilgreiningu Árna. Ég man þá tíð þegar sólarlandaferðir hófust hjá þeim Ingólfi og Guðna að félagi minn sagði að nú myndu Íslendingar almennt taka upp að éta öðruvísi og fjölbreyttara en þeir gerðu. Jafnvel kjúklinga, grænmeti og svín sem þeir gerðu yfirleitt ekki.

Í stríðinu fórum við að tyggja tyggigúmmí og reykja amerískar sígarettur frekar en breskar. Keyra ameríska bíla og flytja inn tækni og vélar. Svo kom tölvutæknin og netið frá Bandaríkjunum og við vorum árum í undan Evrópu í að nýta það. Farsímarnir urðu íslensk almenningseign líka á undan.

En er þetta fjölmenning sem er sama og það að opna landmæri og leyfa þúsundum fólks frá framandi menningarsvæðum að flytjast til Vesturlanda og samlagast ekki þeim sem fyrir eru?. Mynda Ghettó að sinni vild í borgunum eins og í Malmö og Gautaborg til dæmis? Skapa stórkostleg velferðarvandamál án þess að þeir sem fyrir eru hafi neitt um það að segja?

Þeir sem fyrir eru megi ekki velja og hafna hverja þeir vilji fá og hverja ekki? Megi ekki einu sinni ákveða fjöldann?

Ég get ekki fallist á að fólk, siðir og trúarbrögð  og dauðir tæknihlutir séu flokkaðir í einn flokk. Það er reginmunur á því sem Árni Matthíasson kallar fjölmenningu og mínum skilningi þess hugtaks.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Aðal-spurningin ætti alltaf að snúast um það;

hvað leiðir til framfara fyrir okkar samfélag og heilsu

og hvað ekki?

Jóga, karate og skátar gæti verið jákvæð framþróun

en múslima-moskur og gay-pride-ómenning er skref afturábak í þróuninni.

Jón Þórhallsson, 4.5.2016 kl. 09:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og þetta er eiginlega alveg rétt hjá þér Halldór.

Og mun skiljast þegar skellur í tönn.

Fjölmenning eru ekki margar þjóðir í einu landi sem skilja ekki hvora aðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2016 kl. 09:21

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Halldór. Þetta er einn stór misskilningur hjá Árna.

"Fjölmenning" snýst ekki um mataruppskriftir eins og Árni virðist halda. Þær tilheyra flokk sem kallast "siðir og venjur", þ.e. "hefðir".

Árni þyrfti að uppfæra sig. En hann getur líka látið það vera. Og bara haldið áfram að keyra sig á þessum hugbúnaði, sem hann líklega gerir. Þá sleppi ég bara þeirri hlið síðunnar og held mig við hinn hluta hennar án þess að fremja neina fjölmenningu við það. No problem. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2016 kl. 09:50

4 identicon

Forsetafrúin okkar er með þrefalt ríkisfang.  Það er fjölmenning. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 09:53

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ha ha ha ;), nei Elín, því að Ísrael er eina lýðræðisríkið í þeim hluta heimsins og höfuðborg þess er sjálfur hornsteinn Vesturlanda. Restin er Bretland og Ísland sem líka eru Vesturlönd, að minnsta kosti enn sem komið er. Svo Dorrit er ekki fjölmenning. 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2016 kl. 10:29

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fjölmenning felst ekki í því að til landa flytji fólk sem ekki aðlagast því landi sem það flytur til. Fjölmenning felst í því að siðir allra hópa séu virtir svo fremi sem þeir brjóti ekki í bága við mikilvæg gildi í samfélaginu. Í því felst meðal annars að öllum trúarhópum sé gert jafnt undir höfði en þó þannig að engar trúarreglur sem brjóta í bága við mikilvæg gildi samfélagsins séu heimilar. Trúarhóparnir verða þá að aðlagast þeim mikivægu gildum en þjóðfélögin þurfa að aðlagast því að þau taka tillit til gilda sem gera það ekki og jafnvel breyta lögum sem ekki skipta miklu máli og eru oft barn síns tíma til að sem flestir geti iðkað sína siði. 

Gott dæmi um lagabreytingar af þessu tagi er lagafrumvarp sem nú liggur fyrir þingi þar sem lagt er til að lög um helgidagafrið verði afnumin. Þetta er ekki bara gert til að gera öllum trúarhópum jafnt undir höfði heldur líka til að gera trúuðum og trúlausum jafnt undir höfði. Það er ekki nokkur ástæða til að banna trúlausum að skemmta sér á föstudaginn langa svo dæmi sé tekið. Í því felst freisliskerðing sem útilokað er að réttlæta út frá einhverjum trúarbögðum.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2016 kl. 10:39

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Sigurður. 

Ef það er ekkert sameiginlegt RÉTT þá veður stríð. Stríð á milli þess sem er "þitt RÉTT" og þess sem heldur því fram að "hans RÉTT" sé hið eina RÉTTA.

Hið sameiginlega eina RÉTTA sem við Íslendingar lifum samkvæmt er að mestu komið úr hinum heilögu ritningum. Þær byggðu upp Vesturlönd. Að einstaklingurinn fæðist frjáls og eigi sig sjálfur.

Summa summarum: Jerúsalem með vissum áhrifum frá Aþenu og Róm = eru Vesturlönd.

Útgangan úr Egyptalandi markaði upphaf Vesturlanda.

Aðrar menningar (civilizations) hafa ekki hinar heilögu ritningar sem sinn áttavita. Punktur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2016 kl. 10:52

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er bull hjá þér Gunnar. Þó vissulega hafi vestræn menning að töluverði layti mótast af kristni þá er það líka á hinn veginn. Og það sem gerir versutlönd betri staði til að búa á en víðast annars staðar í heiminum er einmit það að við höfum fyrir löngu þróða okkar menningu óháð trúarbrögðum og þar með í mörgum tilfellum frá trúarbrögðunum. Enda er frelsi og réttlæti mest í þeim löndum þar sem trúarbrögðin hafa minnst áhrif á löggjöf og siðferðistgildi. 

Hvað útgönguna úr Egyptalandi í Biblíunni þá er fátt sem bendir til þess að sú saga sé annað en skáldsaga. Um það er flestir sagnfræðingar sammála.

Það er sú þróum á vesturlöndum að tekið skuli tillit til minnihlutahópa sem er það sem gerir þau góð til búsetu enda er það grundvöllur mannréttinda.

Trúarbrögð eiga bara að vera fyrir þá sem vilja iðaka þá trú en aðrir eiga ekki að þurfa að lifa samkvæmt þeim eða þeirra siðferðisgildum heldur einungis sameiginlegum gildum þjóðfélagsins sem þróast óháð trúarbrögðum.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2016 kl. 11:02

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég mun ekki hálshöggva þig Sigurður fyrir að segja við mig að mitt RÉTTRANGT af því þitt RÉTT sé hið eina RÉTTA. Ég veit að þú ert alinn upp við okkar sameiginlega RÉTT, og þegar til kastanna kemur þá munt þú alveg örugglega vilja verja þetta sameiginlega RÉTTA okkar sem verandi hið eina RÉTTA.

Það er ekki hægt að hafa tvo sannleika í einu.

Sumir hlutir eru þannig og þess eðlis og það góðir að þeir eru þess virði að þeir séu varðir. Ef menn vilja hins vegar ekki verja Vesturlönd, þá falla þau.

Þannig er nú það. 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2016 kl. 11:26

10 identicon

Halldór

Ég held að Árni sé betur að sér og greindari en hann gefur sig út fyrir að vera. Það er hins vegar áberandi ljóður á ráði hans að hann telur málstaðinn verðskulda að segja ósatt. Það gerir enginn málstaður eins og þú veist.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 16:43

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður, áður en þú segir að útgangan úr Egyptalandi sé skáldsaga, þá eru sagnfræðingar ekki sammála um að hún sé það.Eitt mikilvægt atriði kemur til og það er stóra gosið í Theru eða Santorini(þar sem Atlantis er) Þá varð syndaflóðið að veruleika og allir Mínóarnir sem byggðu Miðjarðarhafslöndin,  eins og hallirnar í  Knossos á Krít sýna með völundarhúsinu, hreinlega drukknuðu og sópuðust á haf út. Hallirnar stóðu eftir, Þá eru öll líkindi til að Rauðahafið hafi getað lækkað svo mikið að Móses hafi tekið eftir því þar sem þetta gerist á svipuðum tíma eða einhverjum 1560 árum fyrir Krist. Sjaldan lýgur almannarómur og sterkar þjóðsögur sem byggja á raunverulegum atburðum týnast varla.

Gunnar, ég er á þínu bandi en er ekki trúaður á kommaspeki Sigurðar Grétarssonar og góðafólksins sem ekkert skilur og engar ályktanir virðist geta dregið af veraldarsögunni.. 

Halldór Jónsson, 4.5.2016 kl. 16:52

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Einar, það undrar mig stórum hvernig Árni getur látið, gamall sjómaður og að öðru leyti óbrenglaður að flestu leyti.

Halldór Jónsson, 4.5.2016 kl. 16:53

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel sagt Smári:Fjölmenning eru ekki margar þjóðir í einu landi sem skilja ekki hvora aðra.

Halldór Jónsson, 4.5.2016 kl. 16:54

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig við getum látið við hana Dorrit Elín.

Manneskjan er úr forríkri erlendri familíu . Hvar eiga peningarnri að vera? Hjá Steingrími J eða í vörslu RSK ?

Getur nokkrum dottið í hug að þau hafi ekki gert kaupmála við giftinguna Ólafur og hún? Á hann að vita allt um fjármál tengdapabba? Ekki fékk ég að sjá bankabækrunar hans Jóns Dýra þegar ég fór að manga til við dóttur hans.

Þetta er orðið hrein hneisa hvernig þetta RÚV hegðar sér með álygar, getsakir eða sviðsetur hrein samsæri alþjóðlegra pörupilta með þessum Jóhanni gagnvart grandalausum forsætisráðherra Íslands. Þessi fréttaveita olíutunnutrymbla er orðin regin-skandall og er fáránlegt að stjórn og stjórnarandstaða skipi jafnmarga fulltrúa í þessa endemis ríkisstofnun sem er yfirmönnuð kommum til margra ára. Svei þessu hyski öllu saman.Það lyktar langar leiðir af hlutdrægni og pólitískum áróðri

Halldór Jónsson, 4.5.2016 kl. 17:02

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er strax kominn með móral yfir kjaftinum á mér en ég kann ekki að breyta athygasemdum svo það verður að hafa það að maður sleppi sér stundum.

Halldór Jónsson, 4.5.2016 kl. 17:04

16 identicon

Góð úttekt. 
 Árni Matt hefur aldrei verið góður blaðamaður. Fyrst og fremst nett snobbhænsn, og besserwisser. Ekki mikið meira en það. 

Alfred Þr. (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband