Leita í fréttum mbl.is

Fækkum börnum

á höfuðborgarsvæðinu þá sparast bæði fátækt og fæðingarorlof kvenna.Þörf fyrir húsnæði ungs fólks minnkar. Orkusóun minnkar.Stjórnsýslan minnkar og opinberar framkvæmdir geta minnkað. Eða hvað?

Ég rakst á þessar tölur í gömlum "Kjarna" frá í fyrra:

"

Árið 2014 fædd­ust 4.375 börn á Íslandi. Það er svip­aður fjöldi og árið 2013 þegar 4.326 börn fædd­ust. Í fyrra fædd­ust 2.233 drengir og 2.142 stúlk­ur. Það jafn­gildir 1.042 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlk­um. Hag­stofan greinir frá þessu í dag.

 

„Helsti mæli­kvarði á frjó­semi er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverrar konu og er yfir­leitt miðað við að frjó­semi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið.

Árið 2014 var frjó­semi íslenskra kvenna 1,93 börn á ævi hverrar konu, eða sú sama og árið 2013, en þá hafði hún farið undir tvö í fyrsta sinn frá 2003. Und­an­farin ár hefur frjó­semi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu. Frjó­semin nú er nærri helm­ingi minni en hún var  um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eign­ast rúm­lega fjögur börn á ævi sinn­i,“ segir í frétt Hag­stof­unn­ar."

Það er greinilegt að íslenskar konur eru ekki að viðhalda þjóðinni þrátt fyrir þann áhuga karlmannanna sem birtist í fjölda kærumála hjá lögreglu á þjóðhátíðum.

Íslendingar verða greinilega að treysta á aukinn innflutning fólks ef takast á að skaffa nægilegt framboð kassafólks í Bónus á komandi árum.

Sumir segja fullum fetum að 8000 íslensk börn búi við fátækt. Hvernig skyldi sú tala vera fundin? Og hvar skyldu þessi börn búa?

Það kæmi ekki á óvart að heimilisfesti fátæktar á Íslandi væri á höfuðborgarsvæðinu? Til þess liggja nokkrar augljósar ástæður.

Sífellt dýrari æfingagjöld í íþróttum. Sífellt meira skutl milli staða til að "æfa". Sífelld endurnýjun tölva og síma. Dýrari byggingalóðir og hærra fermetraverð í íbúðum.

Er þetta allt ekki ódýrara á landsbyggðinni.Er ekki líf allra allt öðruvísi úti á landi en hér? Afslappaðra, minni erill, minni bílakostnaður? Eða svo skilst manni oft af lestri frásagna af mannlífinu þar.

Augljóst svar er við vandamálum fæðingarorlofs og allskyns bóta er, að það eru svo mörg börn á höfuðborgarsvæðinu að það er ekki til fé til að þjónusta þau. Hvorki af hálfu foreldra,ríkis né bæjarfélaga. Hvað er þá til ráða?

Venjulegum börnum verður að fækka á höfuðborgarsvæðinu en fjölga úti á landi? 

Við virðumst hvorki hafa ráð á menntakerfi þjóðarinnar né heilbrigðiskerfinu. Ekki samgöngukerfinu heldur.Allt kostar of mikið. Aldraðir svelt, öryrkjar svelta, fátæku börnin, sem einu sinni voru kölluð "Grimsbylýðurinn" af vissum stjórnmálamönnnum, allt sveltur þetta af völdum ríkisstjórna(rinnar), sama hverrar.

Er þá svarið að herða innflutning flóttamanna og hælisleitenda? Eru þeir ekki enda mun duglegri við barneignir en Íslendingar? Þá getur börnunum fjölgað aftur þegar hver kona eignast aftur fjögur börn eða fleiri.Verður samt ekki að byrja á því að fækka?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Veit enginn hvort hann á að hlæja eða gráta?

En vill enginn opna augun fyrir aðstöðumuninum og hvað hann kostar?

Halldór Jónsson, 19.8.2016 kl. 13:39

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki skil ég með nokkru móti nafni, hvernig mér og spúsu minni tókst að koma fjórum börnum á legg og vel til manns, án þess að þurfa nokkurn tíma að skrifa nafn okkar aftan á opinberan tékka, sem að okkur var réttur, eða við höfðum "rétt á". Fólk sem nennir trauðla að eignast börn, án alltumsvífandi forræðis hins opinbera, á enga samúð í mínum huga. Það er ekkert til sem heitir sár fátækt á Íslandi. Viðmiðin eru orðin of há og frekjan of mikil. Vissulega er til fólk sem hefur það ef til vill ekki eins gott og það vildi, en að tala um fætækt eða örbyrgð hér á landi, er hræsni. Ég á myndir, minningar og ótal sögur Í farteski mínu af sárri fátækt og ömurlegum lífsskylyrðum, víða um heim, máli mínu til stuðnings, enda vel "sigldur".

Íslensk þjóð hefur efni á sjálfri sér. Hún hefur ávallt haft það. Okkur er hinsvegar talin trú um það um þessar mundir að við höfum það ekki. Það þarf ákveðinn frjósemisstuðul til að viðhalda samfélagi. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Græðgisvæðingin hefur spillt öllu og nú nennir enginn að eignast barn, öðruvísi en hafandir reiknað út, hve mikið er "hægt að hafa út úr því".

 Aumingjans blessuð börnin, þó of fá séu.

 Syndir feðranna.....

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.8.2016 kl. 03:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er málið nafni.

Það er búið að snúa þjóðfélaginu á haus, það er ekki miðað við fólk eins og þig og mig sem ólu sín börn uppp sjálfir og bösluðust áfram.

Nú eiga helst bæði smabýlinga(ekki hjóna lengur) að vera innrituð í félagsfræðideild Háskólans, á námslánum í stúdentaíbúðum og bíða eftir vellaunuðu starfi sem hæfir menntun þeirra hjá ríki eða bæ. Það er erfitt fyrir þetta fólk að kaupa 100 fermetra í búð í 101 á 80-100 milljónir en því finnst þjóðfélagið skulda því þetta úr því að það kaus að læra þetta í Háskólanum og fatlaði sig um laið til annarrar vinnu.

Halldór Jónsson, 20.8.2016 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband