Leita í fréttum mbl.is

Hælisleitendur og innflytjendur

eru alls ólíkir hópar þó að GF setji þetta í sama pott. Við þurfum hinsvegar sem þjóð að draga skörp skil þarna á milli.

Innflytjendur geta verið fólk sem kemur til að vinna hérlendis. Þeir geta líka verið flóttamenn sem við höfum samið um að taka við.

Hælisleitendur geta hinsvegar verið allskyns ruslaralýður sem kemur hingað í þeim tilgangi að sjúga sig á íslenskt kerfi. Kemur hingað jafnvel ljúgandi um nafn og númer, aldur og fortíð. Í flestum tilfellum fólk sem okkur er enginn akkur í að fá hingað eftir að þeim  jafnvel hefur verið neitað um viðurtöku í öðrum löndum. Núna streyma þeir til landsins svo ört að afköst okkar í hótelbyggingum halda ekki í við fjöldann sem kemur. Og allir koma þeir í land og útgjöld okkar byrja.

Hugsið ykkur að einhver framtaksamur kaupahéðinn  setti upp auglýsingu niður í Sómalíu sem segði eitthvað í þessa átt:

"Komið til Íslands og fáið að gista frítt í fínum hótelum, fáið laun á hverjum degi fyrir að  vera til. Ef þið eruð sniðug og heppin getur teygst úr dvölinni í mörg ár. Þurfið aldrei að gera handtak á meðan þið eruð þarna.Borgið mér sanngjarnt verð fyrir miða og þóknun í gott og langt orlof frá eyndinni hér ."

Ætli slík auglýsing myndi ekki trekkja?

Af hverju skyldum við ekki geta tekið á málefnum hælisleitenda öðruvísi en að hleypa þeim á beit á íslenskan almenning? Óþekktum, óskoðuðum, jafnvel eftirlýstum morðingjum og vígamönnum.  48 tíma regla Norðmanna virðist okkur óviðráðanleg.

Flóttamenn eru allt annar hópur. Sr. Gunnar Sigurgeirsson líkti þeim við Hestmannaeyingana sem flýðu upp á land þegar gosið hrakti þá að heiman. Þá voru allir boðnir og búnir að hjálpa þeim þangað til að þeir gætu snúið aftur heim. Þannig eru flóttamenn gjarnan fólk sem flýr undan styrjöldum og vá sem það ræður ekki við og við höfum undirgengist að taka við eftir alþjóðasamningum. Svo er logið að okkur í sumum tilvikum um raunverulega neyð þessa fólks en við trúum hverju sem er. En að líkja þeim saman við hælisleitendur sem hingað streyma af sjálfsdáðum er út úr kortinu.

Gerum greinarmun á því fólki sem er í raunverulegri neyð og öðrum. Hælisleitendur eru ekki innflytjendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Voða ertu vondur maður, og reiður Halldór. Farðu og leiktu badminton.

FORNLEIFUR, 1.10.2016 kl. 17:55

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hestmanneyingar???

FORNLEIFUR, 1.10.2016 kl. 17:56

3 Smámynd: Halldór Jónsson

hvað ert þú dulnefnið þitt?

Halldór Jónsson, 1.10.2016 kl. 20:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ah! Upplifði eitt sterkasta Déjá-vú "ever"..En ég sé þetta er 1/10 2016.  Hef séð þessa færslu áður,að mér finnst.

Það bætir ekki heilbrigðismál okkar, að nú þegar hafa tveir hælisleitendur greinst með berkla.
 


Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2016 kl. 22:04

5 identicon

Sæll Halldór.  Við sem viljum vermda land okkar og menningu erum þér þakklát fyrir aðvörunarorð þín varðandi aðgát og áminningu sem fellst í skrifum þínum.  Þetta svokallaða góðafólk gerir sér ekki annt um þjóð sína og menningu, og alls ekki um velferðarkerfi okkar.  Það hefur verið hamrað á því að það tæki ekki langan tíma ef  skemmdarverkafólkið sem kallað er góða fólkið, fengi enn frekari völd í þjóðfélaginu.

Í hvaða stjórnmálaflokkum er skemmdarverkafólkið helst ??  Grímulaust er það í VG, Samfylkingu og Pírötum, og ekki má gleyma hinum deyjandi flokk BF.  Framsókanrflokkurinn, hefur hann ekki ávallt verið opinn í báða enda lítilla varnar þar að vænta ??  Sjálfstæðisflokkurinn hann er ekki opinn í báða enda.  Hann er opinn í alla enda, hann stendur ekki vörð um landhelgi Íslands.  Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn deig sem góðafólkið hnoðar að vild. Það er fölsk vörn fólgin í því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.  Sem betur fer eru kominn fram stjórnmálaframboð þar sem kjósendur geta sett fram atkvæði sín. Ekki til að vænta stórra vinninga, heldur til að geta sett atkvæði sitt í kjörkassa, og verið SÁTT VIÐ SÍNA EIGIN SAMVISKU.

KASTA FRÁ SÉR HJARÐMENNSKUNNI

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 22:24

6 identicon

Ég myndi nú segja, að í mörgum tilvikum þá verða hælisleitendur fyrir meiri "grannskoðun" heldur en innflytjendur.  Einhver náungi, fær vinnu í frystihúsi ... sem vill fá ódýrt vinnuafl.  Og hvað veist þú um kauða? ekkert.

Og berkla hvað? Hvað veist þú, um alla þessa ferðamenn sem koma til Íslands? Ertu eitthvað öruggari um það að kana ræfillin, sem borgar einhverja dollara fyrir sig á sögu ... sé ekki líka með berkla, ebólu eða annan óþverra sem hann hóstar ofan í alla í kringum sig? Eða þessi ríki lubbi, sem borga miljarða fyrir sig ... örugglega óheiðarlega fengið ... er hann eitthvað betri bófi, en flóttamanna bófinn? Hvað með Bush, sem örugglega kemur til landsins í laxveiðar með reglulegu millibili ... með miljón manns, á samviskunni. Heldurðu að hann "bleði" peningunum sínum á landinu, til góðgerðamála?

Og hvað með gömlu góðu Íslendingana, sem brutu og brömluðu ... aldrei fannst götusími í Reykjavík, þeir voru allir ónýtir eftir fillerýs dúdda og döddu ... sem gátu allt, geta allt og skilja allt miklu betur en fúll þarna úti?

Nei, ég ætla að spila badminton um helgina ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:29

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Bjarne, þú ert skarpur að minna á þetta sem við vitum öll. Ég veit nokkuð um berkla af eigin raun já. Nokkrir nánir ættingjar mínir dóu af þeirra völdum,oft eftir erfiðar aðgerðir (rifbein hoggin til að létta á lungum)  til varna. Ég lá lengi ung vegna smits sem ég að lokum yfirvann.-
 
Eigum við þá að láta reka á reiðanum fyrst Bush er ekkert betri en við og gömlu bófarnir brutu götusíma?  

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2016 kl. 03:45

8 Smámynd: Halldór Jónsson

 Bjarne,

mér finnst kynning þín á sjálfum þér á síðuni þinni ekki fráleit í ljósi sumra skrifa þinna:"n Hansen

Bjarne Örn Hansen

Leiðindagaur, með leiðinlegar skoðanir á öllu og öllum.  Alltaf með nefið ofan í öllu, og eintóm fýla fyrir.

 

 

Halldór Jónsson, 2.10.2016 kl. 08:27

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarne, mátti til að grínast svolítið við þig.

Auðvitað veit ég ekki allt um ferðamenn sem koma til Íslands. En lönd sem gefa út vegabréf og þau lönd sem við erum í vegabréfasambandi við, hafa flest heilbrigðiskerfi heima hjá sér eins og við. Það er frekar ólíklegt að ferðamaður frá USA sem á peninga til að skreppa hingað sé með berkla.

Já ég man tíma skrílsins okkar sem ekert gat séð í friði. hefur þetta eitthvað skánað?

Ég átti loftbyssu sem strákur. Mér fannst tilvalið að skjóta á peru í ljósastaurnum fyrir framan húsið. Hitti á föstudagskvöldi og hún brotnaði. Faðir minn heitinn komst í þetta og ég minnst ekki að hafa séð hann reiðast annað eins. Ég varð skíthræddur við hann, gott ef ég meig ekki í mig. Hann sagði að hann ætlaði með mig biður á Rafveitu og láta mig borga peruna með sparibauknum. Svo leið nú helgin og hann gleymdi þessu. En ég skaut ekki fleiri perur eftir þetta og þau ræðuhöld sem ég fékk..

Halldór Jónsson, 2.10.2016 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418211

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband