Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðir greiði ríkinu

 

Sr. Halldór í Holti skrifar góða grein í Fréttablaðið um málefni lífeyrissjóðanna. Þar segir m.a.:

"... Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnurekendum.

Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.

Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt.

Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkissjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyrissjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is.

Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyrissjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatryggingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfallslegan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt.

Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu...", .".. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili."

Það er margt vitlausara en þetta sem heyrist frá þessum örflokkum  sem aldrei munu komast á þing fyrir blaðurskjóðunum í vinstri flokkunum sem hræra sömu delluna upp aftur og aftur án nokkurs tilgangs fyrir einn eða neinn. Oddný, Birgitta, Benedikt, Katrín og hvað þær heita allar þessar tilgangslausu slagorðaskjóður.

Ríkið á ekki að horfa upp á þessa lífeyrissjóðabubba sem enginn kaus gambla áfram með sitt fé.

Lífeyrissjóðir eiga að borga skattinn sem þeir skulda.

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór við erum 100% sammála varðandi lífeyrissjóðina. Verum 100% sammála alla leið og kjósum XF hættum að láta okkur dreyma um að "gamblerinn" Bjarni Ben, geri eitthvað fyrir fólkið í landinu.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 19:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kasyaðu ekki atkvæði þínu á glæ Steindór. Notaðu það heldur til að kjósa Bjarna sem ber af öðrum stjórnmálamöönum sem gull af eiri fyrir vandaðan málflutning og heiðarleika. Bjarni er ekki gambler heldur heiðarlegur maður. En ert þú það sjálfur?

Halldór Jónsson, 20.10.2016 kl. 20:33

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held þetta sé rangt. Greiðslur til lífeyrissjóðanna, bæði framlag starfsmannsins og atvinnurekanda er undanþegin skatti en skatturinn er hins vegar rukkaður inn við útgreiðslu . Lífeyrissjóðirnir skila þessu til ríkisins. Það er hins vegar spurning um misræmi ef hluti þessarar útgreiðslu eru vextir sem á að greiða fjármagnstekjuskatt af- 20%- en ekki fullan tekjuskatt.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.10.2016 kl. 21:08

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Þetta er rétt hjá Jósef - greiðslur í lífeirisjóð eru frádregnar launagreiðslum og því ekki greiddur skattur af þeim fyrr en þær eru greiddar til ífeyrisþega - og Steindór;

Hlustaðu nú einu sinni á Halldór vin okkar og kjóstu Bjarna - það er rétt hjá Halldóri - Bjarni ber af öðrum mönnum

Kristmann Magnússon, 20.10.2016 kl. 21:17

5 identicon

Halldór þó!

Lestu það sem þú skrifaðir. Þú átt eftir að afmá það. - Það er sannleikskorn í hugsuninni; réttlátt væri að greiða uppbætur á lífeyri úr lífeyrissjóðum í hlutfalli við (áunnins)greiðslutíma. Núna er sjálfkrafa "réttur" til ellilífeyris til allra án tillits til búsetutíma og þar með framlags til uppbyggingar velferðarkerfisins. Útþynningin er augljós og hverjir borga brúsann, sem sé gamla fólkið okkar.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 21:40

6 identicon

Strákar, eins og staðan er hjá mér í dag, breytir engu hvort ég hef greitt í lífeyrissjóð eða ekki, vegna skerðingar króna á móti krónu. Hér er um hreinan og kláran þjófnað að ræða. Ég er ekki kominn á aldur enn, en staðan breytist ekkert svakalega eftir 12 ár þegar ég verð 67 ára.

Því að í þessu landi fær vinnandi fólk ekkert en afæturnar allt. Þannig er þetta bara.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 03:14

7 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Jósef Smári Þetta er rétt hjá þér, nema að einhver hluti okkar nær ekki lífeyrisaldri og fær þar af leiðandi aldrei greiddan lífeyri og þá er skatturinn við útgreiðsluna aldrei greiddur. Það væri gama að vita hvað hvað það eru mörg prósent sem aldrei skila sér í ríkissjóð þess vegna.

Steindór Sigurðsson, 21.10.2016 kl. 13:28

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú líkar mér við þig Mannsi

Hlustaðu nú einu sinni á Halldór vin okkar og kjóstu Bjarna - það er rétt hjá Halldóri - Bjarni ber af öðrum mönnum

Við Cand Ís-ar klikkum ekki á aðalatriðunum 

Halldór Jónsson, 21.10.2016 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband