Leita í fréttum mbl.is

www.nobordersiceland.org

heldur úti vefsíðu til útskýringar á aðgerðum sínum.

Ekki eru um skipuleg samtök mað ræða heldur laustengda hópa fólks af ýmsum gerðum. Enginn forystumaður er tilgreindur, stjórn eða ábyrgðaraðilar.

Á heimasíðunni er m.a. þetta að finna:

"Hvernig No Borders hópur vinnur er undir honum sjálfum komið að ákveða og vera ábyrgur fyrir. Allar aðferðir eru nothæfar á meðan þær eyðileggja ekki fyrir málstaðnum og samvinna er algeng við önnur samtök.

No Borders er oft í samstarfi við aðra hópa, svo sem anarkista eða hústökufólk og því notast No Borders hópar oft við ákvarðanatökuaðferðir þessara hópa þar sem þátttökulýðræði er stundað og reynt er að koma í veg fyrir stigveldi innan hreyfingarinnar. Það er þó alltaf undir hverjum og einum hópi komið hvernig skipulag hans og aðferðir eru.

Eitt af einkennum hreyfingarinnar er áherslan á samstöðu fremur en leiðtoga, og því styðja hóparnir oft við aðra hópa sem skipulagðir eru af innflytjendum eða flóttamönnunum sjálfum.

Aðferðirnar sem No Borders á Íslandi hafa notfært sér eru tilteknar hér fyrir ofan. Þær teljast að flestra mati hófsamar og erfitt að segja til um áhrif þeirra. Hins vegar má telja víst að No Borders hreyfingin á Íslandi hafi að stuðlað að mun meiri vitund fólks um aðstæður flóttafólks og hvernig íslensk stjórnvöld koma fram við það.

No Borders hefur varpað ljósi á það að mannréttindabrot eiga sér oftast stað í flóttamannabúðum, Ísland er þar ekki undanskilið. Þessi brot eru til að mynda þau að fangelsa fólk án þess að kanna rétt þeirra til hælis (og þar af leiðandi hvort þau hafi lögmætan rétt til að ferðast á ólöglegum skilríkjum), fjöldabrottvísanir, óþarfa valdbeiting lögreglu og eigur sem gerðar hafa verið upptækar (svo sem reiðufé og úr).

Um 15-20 manns sem nú búa hér hafa látið þá skoðun í ljós að án stuðnings hreyfingarinnar hefðu þau ekki getað fengið búseturétt á Íslandi. Einnig hefur tekist að koma í veg fyrir nokkrar brottvísanir.

No Borders hefur einnig stutt opinberlega þær tilraunir heimamanna til að fela flóttafólk sem stendur til að vísa úr landi, og að minnsta kosti þrisvar sinnum hefur flóttamönnunum tekist að snúa aftur úr felum og dvelja í landinu. Þessir litlu hlutir eru allt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að baráttu gegn þjóðrembu og rasisma sem hefur því miður á sér allt of stutta sögu hér á landi. Fyrir flóttafólkið sjálft skipta þessar aðgerðir miklu máli.

Á móti kemur að hreyfingin hefur ekki haft tækifæri til að takast á við mismunun og fordómum gegn öðrum innflytjendum en flóttamönnum, né náð að rannsaka tilfelli þar sem verkafólki, nemendum eða öðrum einstaklingum með tímabundin dvalarleyfi er vísað úr landi.

Því miður hefur No Borders heldur ekki gefist tækifæri til að berjast gegn almennum rasisma á Íslandi, þó það hafi vakið athygli á þeim rasisma sem innbyggður er í kerfið. Hvorki No Borders né aðrar hreyfingar sem berjast gegn rasisma hafa stækkað eða eflst að ráði undanfarin ár.

Það sem svíður sárast er að þó einstakir flóttamenn hafi haft ávinning af starfi No Borders, þá hefur samtökunum ekki tekist að stuðla að neinum grundvallarbreytingum á lögum eða framförum á því hvernig stjórnsýslan hagar málefnum hælisleitenda og útlendinga. Flóttamenn eru enn geymdir í Keflavík eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, á meðan íslenska landhelgisgæslan gætir landamæra í Suður Evrópu fyrir FRONTEX, þar sem nánast hver einasti flóttamaður sem sækir um hæli hér er handtekinn og fangelsaður og þar sem þeir sem bera ábyrgð á þessu sitja í góðum stöðum og þurfa ekki að svara fyrir ákvarðanir sínar.

Á hinn bóginn hefur aktívismi á borð við þann sem No Borders stundar einungis verið til staðar hér á landi í fjögur ár og þeir eru ekki margir sem lyft hafa litla fingri til þess að aðstoða hælisleitendur og barist fyrir réttindum útlendinga. Við vonum að þetta sé bara byrjunin og fleiri sjái sér fært að vinna að þessum málstaði, stofni fleiri hópa og skapi betri aðferðir til að afnema landamæri, raunveruleg og ímynduð. Einhvern tímann verður það að byrja og hvers vegna ekki núna?

Frjáls för fólks skiptir höfuðmáli fyrir jafnrétti.

Engin landamæri – engin þjóðríki!"

 

Það fer ekki á milli mála að liðsmenn þessa hóps eru ekki reiðubúnir að fara að lögum landsins. Þeir hafa sín eigin lög og aðferðir og tengjast gjarnan anarkistum. Svipuð hugmyndafræði og  Baader-Meinhof samtökin höfðu á sínum tíma.

Það er illt til þess að vita að þetta fólk virðist ráða miklu um  meðferð hælisleitenda á Íslandi. Það hrópar upp ásakanir um rasisma og fasisma við öll tækifæri ef einhver dirfist að mótmæla.Og virðist hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum.

Nobordersiceland eru ótrúlega máttug samtök sem þó enginn þekkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband