Leita í fréttum mbl.is

Leggjum á vegagjald

á bílaleigubílana og íslensku trukkana sem eru að eyðileggja vegakerfið sem við vorum búin að strita fyrir í öll þessi ár.

Vegamálastjóri lýsir 40 % aukningu á umferð austur að Lómagnúp síðustu ár.

Hverjir eru á ferðinni? Ferðamenn og íslenskir trukkar. Stórhætta fyrir alla aðra umferð. Ferðamenn stoppa hvar sem er á akreinum. Trukkarnir aka dag og nótt með farma sem myndi fara með skipum ef þeir væru látnir borga sanngjarnt fyrir vegslitið sem er margfalt miðað við fólksbílinn.

Af hverju bara að horfa upp á þetta og gera ekki neitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veggjald er nú þegar innheimt með eldsneytinu. Það að það skuli ekki fara í vegina er annað mál.

Kílómetragkald á alla bíla, grasgjald fyrir hvern fermeter lands sem bændur nota, vatnsgjald fyrir hvern dropa sem rennur úr krana og veiðigjald á hvern fisk. Sanngjörn gjöld sem notendur auðlinda okkar ættu að greiða.

Vagn (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 22:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gjöldin þurfa að verða eitthvað í hlutfalli við slitið

Halldór Jónsson, 23.10.2016 kl. 23:00

3 Smámynd: Már Elíson

Heyrirðu það (sérðu), Halldór..Vagn segir : "Veggjald er nú þegar innheimt með eldsneytinu. Það að það skuli ekki fara í vegina er annað mál".  -  Vissirðu af þessu ? - Ef svo, viltu nota öll þau pólisku mögulegu áhrif sem þú hefur innan þíns enn starfandi flokks og biðja um sanngjarna breytingu á þessu, og að ALLT gjaldið sem innheimt er miskunnarlaust og mokast inn í ríkissjóð sem aldrei fyrr, verði notað að fullu í það sem þeir eiga að vera notaðir í. - Viltu gjöra svo vel ? 

Það er líka af meiru að taka, en þetta er fyrsta skref. Ríkið / landið er að falla.

Már Elíson, 23.10.2016 kl. 23:13

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Már, það er víst staðreynd að gjöldin hafi runnið annað en þau áttu að fara, ég er ekki með tölurnar um það á hreini, gaman ef þú hefðir eitthvað um það

Halldór Jónsson, 24.10.2016 kl. 05:40

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Már

Runnu peningar frá þér til lánardrottna þinna þannig að allir fengu sitt um áratugi ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.10.2016 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband