Leita í fréttum mbl.is

Hverjum datt það í hug?

að raða í skólabekki án aðgreiningar?

Af hverju er það ekki gert líka í Háskólanum?

Nú hefur vísindakonan Olga Huld  komist að þeirri niðurstöðu að þetta gangi ekki. Sem fleirum hafði raunar dottið í hug líka eftir Pisa niðurstöðurnar ár eftir ár.

"Foreldrar barna sem glíma við námsörðugleika telja stefnu skólakerfisins, Skóla án aðgreiningar, ekki virka sem skyldi þar sem fé vanti til að fylgja henni eftir. 
 

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Olgu Huldar Gunnarsdóttur, meistaranema í félagsráðgjöf. Niðurstöðurnar kunngerði hún í meistararitgerð sinni, sem ber nafnið Skóli án aðgreiningar, innistæðulaus mannúð. Reynsla og upplifun foreldra barna með námserfiðleika á stuðningi í grunnskólum. 

 „Þeirra upplifun er sú að þeim finnst skóli án aðgreiningar ekki virka. Börnin með námsörðugleika, þeim finnst að þau fái ekki sömu tækifæri í þessari stefnu eins og börn sem eru ekki með námserfiðleika,“ segir Olga. 

Í rannsókninni ræðir Olga við ellefu foreldra þrettán barna með námserfiðleika í 3. -10. bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þó að úrtakið sé ekki stórt þá veitir það vissa innsýn inn í skólakerfið og er hluti af stærri rannsókn á stefnunni sem Olga tekur þátt í. Hún segir foreldrana flesta hafa upplifað vilja innan skólakerfisins til þess að veita betri aðstoð en fjármagn skorti til þess að ráða inn fleira fagfólk. 

„Líka bara að setja ekki alla krakkana í sama kassa. Að við erum ekki öll eins og við þurfum mismunandi leiðir til að læra. Að kennarar og yfirmenn skólans séu tilbúnir til þess að skoða öðruvísi námsleiðir og setja ekki öll börnin í sama kassa.“

Þeir foreldrar sem Olga ræddi höfðu allir barist fyrir bættum úrræðum fyrir börnin sín innan skólakerfisins. 

 „Það sem mér kom mest á óvart var þessi baráttuvilji sem foreldrarnir sýndu. Það er ótrúlegt hvað þau voru búin að fara til þess að fá aðstoð fyrir börnin sín. Ég fór að velta fyrir mér eftir að ég talaði við þau hvort að þessi börn sem eru með námserfiðleika, sem eiga foreldra sem eru ekki með þennan baráttuvilja og hafa ekki orku og þrek til að berjast við kerfið. Hvort þau séu að fá sama stuðning og þjónustu og þessi börn sem hafa þennan baráttuvilja og eru búin að berjast svona mikið fyrir börnunum sínum.“

Þá er búið að sanna þetta vísindalega. Á samt ekkert að gera í þessu af því að GGF fólki datt hitt í hug?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Húrra fyrir Olgu Huld! Bjálfarnir sem stýrt hafa menntamálum fá hér ærlega á baukinn. Við erum nefnilega ekki öll eins, eða jafn "aðlögunartæk" fyrir hugmyndum kerfisbullna, sem aldrei þreytast á eilífum tilraunum, með framtíð fólks og þá sérstklega barna. (Eigum við að ræða mengjaþvæluna, eða aðra déskotans þvælu þessara sjálfskipuðu stýripinna íslenskrar æsku?) Það þarf að aðgreina einstaklinga samkvæmt getu þeirra. Þetta á allsstaðar við seinna á lífsleiðinni. "Sumir" eru ekkert endilega betri en "aðrir", en munurinn kemur ávallt í ljós einn daginn. Daginn sem það gerist, er það því miður yfirleitt orðið of seint, fyrir of marga. Þökk sé þeim sem allt þóttust vita, en vissu í raun ekki rassgat, enda aldrei ferðast út fyrir það.

 Já, það er heitt í karlinum yfir þessu.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.1.2017 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband