Leita í fréttum mbl.is

Málsmeðferðin 84 dagar

Svo segir í Mogga í dag:

"Kærunefnd útlendingamála sinnti á síðasta ári fjórfalt fleiri málum hælisleitenda en árið 2015. 450 mál komu til kasta nefndarinnar árið 2016 og 122 mál árið 2015.

 

Málsmeðferðartími styttist frá fyrra ári, en síðustu þrjá mánuði ársins var hann 84 dagar að meðaltali og þar með undir 90 daga málsmeðferðarmarkmiðum stjórnvalda.

 

Nefndarmönnum í kærunefndinni var á árinu fjölgað úr þremur í sjö og var varaformaður skipaður í fullt starf við nefndina. Staðfestingarhlutfall úrskurða þar sem vísað er úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hækkaði úr 73% í 82% milli ára. Í öðrum hælismálum fór hlutfallið úr 63% í 80%.

 

Í tilkynningu frá kærunefndinni segir að þrátt fyrir góðan árangur á síðasta ári gefi fjárheimildir kærunefndarinnar vegna ársins 2017 ekki ástæðu til bjartsýni.

 

Tvöfölduðu fjölda starfsfólks

 

Hjörtur Bragi Sverrisson er formaður kærunefndar útlendingamála. Að hans sögn fjölgaði málum skyndilega hjá nefndinni í haust.

 

»Við réðum inn hóp af nýjum lögfræðingum og settum strax upp nýja ferla til að tækla þennan málafjölda. Þetta gekk framar vonum, það er auðvitað erfitt að ráða við skyndilega fjölgun mála,« segir hann.

 

Níu nýir lögfræðingar voru ráðnir til starfa hjá nefndinni en nú starfa þar alls nítján manns. Hjörtur Bragi segir fjárframlög fyrir næsta ár lægri en þau vorufyrir árið 2016.

 

»Ef það verður engin breyting verðum við ekki með mikla starfsemi eftir mitt ár. Eins og við vitum voru fjárlögin samþykkt undir óvenjulegum kringumstæðum þannig að menn höfðu kannski ekki allar upplýsingar sem þeir þurftu. Nú erum við komin með nýjan ráðherra sem er mjög öflugur og ætlar að taka þessi mál föstum tökum. Ég hef fulla trú á að þetta bjargist,« segir hann."

Hvers vegna er ekki hafðir háttur Norðmanna á því að vísa hælisleitendum brott innan 48 tíma þó að kærumeðferð standi yfir? Af hverju þurfa þeir að vera hér í þriggja mánaða leyfi í boði íslensk skttalmennings áður en þeir fara til baka til þess lands sem þeir komu fyrst til innan 48 tíma sem er bæði rétt og löglegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband