Leita í fréttum mbl.is

Inga Sæland

er formaður í Flokki Fólksins.

Ég var fljótur á átta mig á því hvílíka stjórnmálahæfileika þessi kona hefur. Nú var ég að hlusta á hana tala við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Það er sama hvar komið er að henni, hún er svo jákvæð og sanngjörn í málflutningi. Tilbúin að gefa ráðherrunum nýju tækifæri til að sanna sig. Hennar skoðanir falla saman við mínar hvað flugvöllinn varðar. Líka með lífeyrissjóðina og þá gerspillingu sem í stjórnun þeirra ríkir. Ekki síður hvað varðar einkavinavæðinguna sem talað er um með ríkisfyrirtækin, Landsvirkjun og Landsbankann.

Mælska hennar og rökvísi gera henni kleyft að hýða alla þá stjórnmálamenn af vinstri kantinum sem ég kannast við og áreiðanlega myndu flestir aðrir úr þeirri stétt eiga erfitt með að mæta henni ef ágreiningur væri.  

Hún boðar framboð flokks síns í sveitarstjórnarkosningunum. Ég vona að hún hjóli í Borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík en láti Kópavog í friði. Það yrði stórkostlegt að sjá hana rassskella þá Dag Bergþóruson og Hjálmar Sveinsson í Borgarmálunum, sem ekki vita sitt rjúkandi ráð í neinu máli hvort sem er. Það hefur bara ekki verið nógu hart að þeim gengið á kjörtímabilinu þannig að þeir hafa sloppið allt of vægt til þessa. 

Inga Sæland hefur einn vondan galla að  mínum smekk. Hann er sá að hún er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Svona manneskju vantar sárlega í þann flokk sem er yfirfullur af allskyns fólki sem vill en getur ekki. 

Inga Sæland er kona sem menn ættu að taka alvarlega í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hendir alltof marga í stjórnmálum að einblína á stærsta byggðakjarna Íslands þegar kemur að þægindunum sem eru við túnfótinn.þannig hrósar hún happi að millilandaflufvöllurinn er innan við klukkutíma fjarlægð frá RVK. og nágrenni.Hún er þó að segja það satt,en lætur kjurt liggja hve það er kostnaðarsamt og mikil fyrihöfn landsbyggða'fólki. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2017 kl. 18:43

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því miður- svona fólk er ekki í neinum flokki í dag innan ÍSLENSKRA RÆNINGJAFLOKKA- ÞESS VEGNA ER HÚN ÞAÐ SEM HÚN ER-

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.1.2017 kl. 19:17

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vertu Halldór.

Ég er þér sammála líkt og svo gjarna, en sá stóri munur er á okkur, að ég kaus að sjálfsögðu Ingu í s.l. kosningum, en þú örugglega Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn.

Jónatan Karlsson, 23.1.2017 kl. 07:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er nú ekki 100% sammála þessu Halldór, frú Sæland er nefnilega ekkert hrifin af rit og tjáningarfrelsi, nema auðvitað ef að það er eitthvað sem frú Sæland er hrifin af.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.1.2017 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418166

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband