Leita í fréttum mbl.is

Af hverju gratís á Geysi?

Er ekki ríkið búið að eignast Geysissvæðið?

Þar buna inn túristarnir og borga ekkert. Bara traðka.Bara éta lax á Hótel Geysi.Rúturnar borga ekkert fyrir slitið á vegunum. Vegurinn stórskemmdur upp að Gullfossi.

Af hverju er ekki selt inn á Geysissvæðið og eitthvað farið að gera til úrbóta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta reyndu landeigiendur um árið kæri Halldór.

Ögmundur kommi gerðist Don Quixote og barðist fyrir afnámi aðgangseyris með mikilli hörku. Ríkið fór í mál og landeigendum bannað að innheimta aðgangseyri.

Landeigendur voru komnir með mannskap í launaða vinnu við að gæta öryggis á svæðinu og innheimta aðgangseyrinn. Þeir höfðu samið við lánastofnanir sínar um lán til mikilla framkvæmda í öryggismálum sem og aðbúnaði öllum hverju nafni sem nefnast kann upp á hundruðir milljóna króna.

Síðan féll dómurinn og ekkert hefur verið gert til bóta á svæðinu enda sér ríkið um það og því traðkast allt niður og öryggismál í ólestri og svo framvegis. Þannig hefur lítið verið gert af hálfu ríkisins þarna um áratugina eins og þér er líklega kunnugt.

Einkaframntakið reyndi af stórhug og stefndi allt í að svæðið yrði til fyrirmyndar. Hin ósýnilega kalda hönd möppudýra ríkisins kæfði dásemdina í fæðingu. Fóstureyðingar greinilega leyfðar á öllum svioðum því miður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2017 kl. 12:42

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Tek heils hugar undir með ykkur báðum.  Hrein hneisa fyrir Ríkisvaldið hvernig það hefur komið fram 

Kristmann Magnússon, 20.2.2017 kl. 13:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einkaframtakið hefur í marga áratugi reynst einfært um að ástandið við Geysi hefur verið þjóðarskömm, en deilurnar við ríkið hafa gert þetta enn verra. 

Erlendir ferðamenn spyrja ekki að því heldur að því hvernig í ósköpunum menningarþjóð hefur getað farið svona illa að ráði sínu um áratuga skeið. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2017 kl. 20:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að Bandaríkjamenn settu hliðstætt hverasvæði í Yellowstone undir þjóðareign í ríkis frelsisins fyrir 147 árum. Þrjár milljónir manna koma í þjóðgarðinn á ári og þar sést ekki svo mikið sem eitt karamellubréf eða eitt fótspor á jörðinni á hverasvæðunum. því að gengið er á pöllum, sem standa á mjóum hælum, svo að ef menn vilja fjarlægja þá, verða engin spjöll. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2017 kl. 21:08

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar

Þú gleymir því að ríkið hefur tekið sér forræði í þessu Geysismáli alla tíð og ekki viljað að aðrir kæmu þar að. Ólíku saman að jafna við Yellowstone.

Nóg er af karamellubréfum og öðru rusli við Geysi ásamt traðki og síðan vöntun á gæslu og öryggisbúnaði.

Merkilegt að þú ferð ekki rétt með í þessu, þetta virðist hafa ágerst mjög eftir að þú gekkst til liðs við Einsmálslandráðafylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna. Helst það í hendur við að þessi óskapnaður þurrkaðist nánast út við síðustu kosningar?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2017 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418203

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband