Leita í fréttum mbl.is

Eru þeir að grínast með okkur?

"Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni einkennist annað hvort af algjöru aðgerðaleysi eða mesta framkvæmdatíma um áratuga skeið. Það fer eftir því hvorir mæla, fulltrúar minnihluta eða meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar meirihlutans og minnihlutans í borgarstjórn deildu harðlega um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni í Silfrinu á RÚV.
 

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði uppbygginguna framundan með mesta móti. „Við erum að fara inn í mesta framkvæmdatíma sem sést hefur á undanförnum áratugum. Ef menn fara rúmlega 40 ár aftur í tímann þá finnum við hvergi merki um eins langt tímabil og við erum stödd í þar sem er svona mikil uppbygging á hverju ári.“

„Við erum að fara að vinna upp tíu ára vanda,“ svaraði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. „Það voru 399 fullgerðar íbúðir í Reykjavík á síðasta ári. Það gengur alltof hægt meðal annars út af þéttingarstefnu ykkar í meirihlutanum þar sem er ekki úthlutað lóðum í borginni.“

„Í boði ykkar er í raun og veru verið að úthýsa efnaminna fólki og stuðla að fátækt í borginni,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði hlutverk borgarinnar að tryggja lóðaframboð og nefndi sérstaklega að fjöldi fólks sem byggi utan borgarinnar keyrði framhjá Úlfarsárdal, hún spurði hvers vegna lóðaframboð þar væri ekki aukið.

„Þetta eru upphrópanir í raun og veru hjá okkar ágætu kollegum. Þessi lausn er engin heildarlausn,“ svaraði Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, og sagði að verið væri að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal töluvert. Að auki væru fleiri byggingarsvæði til staðar, sum í eigu ríkisins sem borgin fengi ekki til uppbyggingar."

Að hugsa sér að Borgarfulltrúar í höfuðborg landsins séu svo veruleikafirrtir að þeir sjái ekki húsnæðisvandann sem þeir hafa skapað með samræmdri lóðaskortsstefnu sinni um árabil?

Eru þeir Skúli og EssBjörn ekki bara að grínast með okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tölur og staðreyndir ljúga ekki Halldór og því er þér óhætt að trúa þeim stöllum Áslaugu Maríu og Guðfinnu Jóhönnu.

Hvort Skúli og EssBjörn séu að gera grín af fólki er annað mál. Reyndar held ég að þeir séu bara ekki betur af Guði gerðir en svo að þeir viti hvað þeir segi eða geri, ekki frekar en aðrir innan meirihluta borgarstjórnar.

Svo má líka kannski skrifa þetta bull meirihlutans í borgarstjórn á skilgreiningu. Þeir telja víst að fólk geti búið í "áætlunum", meðan minnihlutinn veit að það þarf húsnæði til.

Að endingu er þó ekki hægt að skella skuldinni á meirihluta borgarstjórnar, heldur bera kjósendur alla ábyrgð. Meirihluti þeirra valdi fákunnáttufólk til að fara með völdin í borginni og litlar líkur á að það muni breytast á næsta ári.

Áfram mun því verða karpað um lítið framboð á íbúðahúsnæði innan borgarmarkanna, lélegt gatnakerfi, óþrifnað og bara allt sem miður hefur farið, um ókomna framtíð.

Gunnar Heiðarsson, 27.2.2017 kl. 11:51

2 identicon

Þegar að lítið notaður flugvöllur í hjarta borgarinnar stendur á besta byggingarlandi borgarinnar, þá er eðlilegt að það sé lóðarskortur í borgini.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2017 kl. 14:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað bábilja að segja að Vatnsmýrin sé "besta" byggingarsvæðið innan borgarmarkanna. Sennilega leitun að erfiðara og dýrara byggingarsvæði, enda eins og nafn svæðisins ber með sér, um mýri að ræða. Kostnaður við grunn bygginga er því margfalt meiri en víðast annarstaðar innan borgarmarkanna.

Lóðaskortinn er því fráleitt að skrifa á flugvöllinn. Lóðaskorturinn er einfaldlega vegna fáfræði meirihluta borgarstjórnar, sem ekkert kann og ekkert veit!! 

Gunnar Heiðarsson, 27.2.2017 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418198

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband