Leita í fréttum mbl.is

Meiri sannleikur um lygina

sem stjórnmálamenn halda að okkur að almannatryggingakerfi sé tryggigngakerfi eingöngu en ekki lífeyriskerfi kemur fram í viðtali Wilhelms Wessmann við Binga.

" Wilhelm Wessman sem starfað hefur sem hótelstjóri víða um heim og á Íslandi. Hann var í viðtali við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni á ÍNN í gærkvöldi. Á löngum starfsferli hefur Wilhelm verið almennur launamaður, yfirmaður og atvinnurekandi. Hann tók þátt í að koma lífeyrissjóðakerfinu á þegar það var stofnað og borgaði í lífeyrissjóði í rúmlega 40 ár. Wilhelm telur gróflega brotið á eftirlaunaþegum í dag með þeim skerðingum sem verða á bótum almannatrygginga fái tekjur annars staðar frá svo sem úr lífeyrissjóðum. Hann hefur undanfarið látið til sín taka í réttindabaráttu eldri borgara.

Wilhelm segir að fyrsta stoðin í afkomu eldri borgara séu almannatrygginarnar.

Fyrsta stoð, og reyndar eins og var í lögunum og var á vef ráðuneytisins þangað til núna um áramótin að þetta hvarf allt í einu í burtu, að fyrsta stoð er almannatryggingakerfið. Það er stofnað með lögum 1946 og byggir á sömu forsendum og hin norrænu kerfin. Sem sagt eins og segir í annarri grein; þetta er fyrir alla óháð stöðu, fjárhag – og svo klingir önnur greinin út með því að segja; þetta er ekki fátækrastyrkur…Þetta er það sem allir eiga að fá.

Wilhelm rakti hvernig um 1969 hefði orðið vakning hjá verkalýðsfélögunum og iðnaðarfélögunum þess efnis að almannatryggingagreiðslur yrðu ekki nóg þegar fólk kæmist á aldur. Hann átti sjálfur þátt í þeirri umræðu á sínum tíma.

Við þurfum að bæta í þetta á einn eða annan hátt og þannig verða lífeyrissjóðirnir til. Þeir eru hugsaðir frá byrjun sem viðbót við almannatryggingakerfið.

Björn Ingi Hrafnsson og Wilhelm Wessman í samtali.

Hugsunin hafi ótvírætt verið sú að þeir sem greiddu í lífeyrissjóði fengu þá fjármuni til viðbótar við það sem kæmi frá almannatryggingum. Þetta hafi verið lykilatriði þegar fólk féllst á að greiða í lífeyrissjóði.

Annað var að lífeyrissjóðirnir gætu lánað fólki fé til að fjárfesta í íbúðahúsnæði.

Wilhelm segir að nú sé beitt skerðingum á almannatryggingum eldri borgara á Íslandi sem þekkist hvergi hjá löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Þessar skerðingar eru ekki til staðar á hinum Norðurlöndunum eins og hjá okkur…Þetta er hrein og bein eignaupptaka, eða bara hreinlega það er verið að ræna lífeyrissjóðunum frá okkur vegna þess að þetta var bara sparnaður. Sjóðirnir voru sparnaður sem við áttum að njóta þegar við værum komin á eftirlaun og ríkið hafði ekkert með að gera. Nú er allt í einu búið að spyrða þetta allt saman saman, þannig að ef við fáum eitthvað greitt út úr lífeyrissjóð þá skerðir það tekjurnar.

Björn Ingi Hrafnsson spurði Wilhelm Wessman hvað hann teldi að eldri borgarar þyrfu að gera til að ná sínum baráttumálum fram?

Þetta eru áunnin réttindi. Við borguðum skatta til þess að fá greitt frá ríkinu, við borguðum í lífeyrissjóð til þess að fá greiðslur þaðan. Það sem eldri borgarar þurfa að gera, er fyrst og fremst að vera sammála um sína stefnu, standa saman, og ef að það dugar ekki – fara í mál við ríkið,

svaraði Wilhelm Wessman.

Viðtal Björns Inga við Wilhelm Wessmann má sjá hér fyrir neðan: 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/03/17/wilhelm-wessman-eldri-borgarar-fari-i-mal-vid-rikid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tapað mál.  Tíminn vinnur ekki með eldri borgurum.  Spurðu Sophiu Hansen.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband