Leita í fréttum mbl.is

Árni Jóhannsson

Viđ Árni Jóhannsson vorum vinir í hálfa öld. Alltaf birti í umhverfinu ţegar mađur heyrđi glađlegu háu röddina og hvellan hláturinn. Stór mađur međ stórt hjarta, fullur af gleđi og kátínu. Útausandi af öllu sem hann átti til sem var mismikiđ eftir ţví sem lukkuhjóliđ snérist. Allir vinir hans voru ađ hans áliti höfuđsnillingar og ţreyttist hann aldrei á ađ útbásúna kosti ţeirra. Og ţađ urđu líka flestir vinir hans Árna Jóhannssonar sem einhverntíman kynntust honum. Hraustmenni sem bar sár sín og sjúkleika einn međ sér og kvartađi ekki.


Hann var fyrirferđarmikill á flestum sviđum. Einn höfuđsöngvari Karlakórsins Fóstbrćđra um árabil. Ţađ gaf ađ heyra ţegar skínandi bjartur tenórinn hóf sig yfir bakraddirnar á konsertum um víđa veröld. Eđa menn sungu í smćrri selsköbum á ókristilegum tímum kannski stundum. Í félagsskap hestamanna var glaumur og gleđi og tónboginn stundum ţaninn. Sjaldan var sá tónn sleginn ađ Árni gćti ekki sungiđ hann. Svo var um fleiri nótur í ţessu lífi sem Árni varđ á ađ slá. Einhvernveginn varđ alltaf samhljómur í Opusunum sem leika ţurfti. Ţótt mörg vćri brimsiglingin í lífsins ólgusjó tókst Árna venjulega ađ finna lausnir sem dugđu honum og öđrum til ađ ljúka einum kafla og byrja annan.


Ţađ er ekki heiglum hent ađ vera byggingaverktaki í samkeppnisrekstri ţegar fjármagn vantar allstađar eins og var lengst af ţegar viđ vorum báđir í fjöri međal manna. Brautin okkar er vörđuđ bautasteinum yfir ţeim sem ekki tókst ađ lifa af. Árna tókst ađ eiga góđ seinni ár og undi sér lengi á landareign sinni á Kvistum fyrir austan međ sinni yndislegu Unnbjörgu Eygló Sigurjónsdóttur frá Skörđugili ,sem bjó honum ţar og í Reykjavík hlýlegt heimili mörg ár.

Ţó samfundir hafi veriđ mistíđir hin síđari ár, ţá rennur ósjálfrátt bros yfir varirnar ţegar mađur heyrir fyrir sér röddina í símanum, „blessađur ţetta er Árni Jóhannsson“. Mađur fleygđi frá sér hverju sem var og langt samtal var hafiđ um heima og geima, hesta, hlátra, höfđingja og svo auđvitađ alla höfuđsnillingana sem viđ ţekktum.


Hvađ getur mađur sagt af viti í eftirmćlum um slíkan mann sem Árni var og deyr meira en áttrćđur ađ aldri? Ţuliđ upp mannvirkin sem hann reisti um dagana? Á mađur ekki ađ reyna heldur ađ heyra fyrir sér horfinn hófadyn, sögurnar, söng Fóstbrćđra á Ţorrablótunum, glaum og gleđi?
Mađur getur í raun ekkert nema glađst. Hlegiđ og sungiđ og fagnađ öllu ţví sem fagurt er og skemmtilegt í veröldinni .
Ég vil ţakka söngvaranum og hestamanninum Árna Jóhannssyni brúarsmiđ fyrir alla gleđina og birtuna sem hann veitti inn í líf okkar sem hann ţekktum. Hann var mađur sem bugađist ekki ţótt móti blési og stundum hvasst. Alltaf steig lćvirkinn upp yfir orrustuvellina eins og í Flanders forđum og söngurinn barst til himinsins ţar sem englarnir hlusta á ţá sem hafa eitthvađ ađ segja eins og söngvarinn og hestamađurinn Árn Jóhannsson sem nefndur var brúarsmiđur.


„Fagra veröld, sól og vín, -ég ţakka ţér“.

Ég rakst á ţessa minningargrein í gamalli tölvu sem ég hef ekki tekiđ upp í Ameríku síđan ég var ţar síđast. En ţar var ég víst staddur međ ţetta tölvuskrifli ţegar Árni minn kvaddi. Mér dettur í hug og ţar sem enginn getur stoppađ mig í ţví ađ endurbirta ţessi minningarorđ um ţann góđa dreng sem hann Árni Jóhannsson brúarsmiđur og söngvari var. Ţađ er sem ég heyri enn fyrir mér stórkarlalegan hláturinn hans og miklu röddina, lifi upp glađa tíma og finni ţétt handtakiđ. Ţađ má međ sanni segja ađ hans minnist ég gjarnan ţegar ég heyri góđs manns getiđ.

Mađur kom ávallt glađari af hans fundi en mađur kom. Ţannig man ég best hann Árna Jóhannsson, ţennan höfuđsnilling sem hann var raunverulega sjálfur ţótt hann útdeildi ţeirri nafnbót ríkulega á alla ađra en sjálfan sig. .

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir ţetta.Fór framhjá höfuđbóli hans um daginn. 

Valdimar Samúelsson, 12.5.2017 kl. 10:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband